Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 8
„Við vorum í miðju flugtaki þegar ég tók eftir því að einhver vatns- buna lak niður ganginn. Ég horfði eftir bununni til að rekja uppruna hennar og sá strax að hún kom frá salerninu,“ sagði farþegi í vél Ice- land Express sem flaug til Kefla- víkur frá Gautaborg á dögunum. Farþeginn vildi ekki láta nafns síns getið en tók fram að honum hafi fundist þetta fremur ógeðfellt. „Ég veit ekki hvort þetta hefur áhrif á flugöryggi en ég óttaðist samt um heilsufar farþeganna. Það getur ekki verið hollt að hafa lekandi klósettvatn niður eftir ganginum. Ég var að minnsta kosti ekkert að draga djúpt andann.“ Saurmengað vatn eða klósett- vökvi DV hafði samband við Flugmála- stjórn sem sinnir eftirliti með flug- vélum hér á Íslandi, en þó ekki vélum Iceland Express – flug- rekstraraðili þeirra er Astraeus, sem hefur aðsetur í Lundúnum. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- málastjórn um slíka leka í flugtaki kemur tvennt til greina. Annars vegar er mögulegt að saurmeng- að vatn hafi lekið úr klósettinu þar sem það hafi orðið yfirfullt. Hafi það verið raunin er líklegt að mik- ill fnykur hefði lagst yfir farþega- rými flugvélarinnar, en samkvæmt farþeganum sem lýsti atburðinum fyrir DV var ekki um slíkan fnyk að ræða. Líklegra er því að of mikið af hreinsivökva hafi verið dælt á klósettið, hinum svokallaða „bláa vökva.“ Í samtali við starfsmann Flug- málastjórnar kom fram að venju- lega eru klósett tekin sérstaklega fyrir þegar hefðbundið eftirlit með flugvélum á sér stað. Hvað varðar heilsufar farþega þegar hreinsi- vökvi rennur um gólf er ljóst að það er ógeðfellt, en ætti ekki að hafa alvarleg áhrif. Fer ekki á taugum „Það sem er í þessu er að þjón- ustuaðilinn okkar erlendis setti of mikið af vatni sem er blandað sótthreinsiefni. Það var ekkert kló- sett sem lak eða neitt slíkt,“ sagði Matthías Imsland, forstjóri og tals- maður Iceland Express í samtali við DV. „Það að smá vatn leki fram á gang, ég fer nú ekkert á taugum yfir því.“ Þess má geta að Iceland Express birti heilsíðuauglýsingar í helgar- blöðum helstu dagblaða á Íslandi, meðal annars í DV, undir fyrir- sögninni „Við biðjumst velvirð- ingar.“ Í auglýsingunni var beðist afsökunar á þeim seinagangi sem hefur einkennt flugferðir fyrirtæk- isins, en ekki á öðrum mistökum sem hafa komið upp á yfirborðið. 8 | Fréttir 4. júlí 2011 Mánudagur n Farþegi í flugvél Iceland Express varð var við leka frá klósetti þegar vélin var í flugtaki n Líklega klósettvatn sem lak fram á gang n Matthías Imsland segist ekki fara á taugum Klósettvatn lak í vél Iceland Express Fekk ekki að vita af niðurfellingu Sigurjón Sigurðsson fékk ekki að vita að flugi hans hefði verið aflýst fyrr en hann fór sjálfur að athuga stöðuna á fluginu til Friedrichshafen í Þýskalandi. „Mér finnst þetta svo léleg framkoma. Að það skuli ekki nokkur maður frá þessu fyrirtæki láta okkur vita,“ sagði Sigurjón í samtali við DV. Þjónustufulltrúi félagsins sagði rétt að flugið hefði verið fellt niður og vegna sumarleyfa starfsmanna hefði ekki verið búið að láta vita. Engar upplýsingar að fá Svipaða sögu hefur Joshua Feibus að segja en hann átti pantað flug frá London til Keflavíkur á leið sinni til Grænlands. Stuttu fyrir flugið frá London var því frestað. Joshua sagði í samtali við DV í febrúar að hann hefði ekki fundið neinn starfsmann eða talsmann Iceland Express á staðnum sem gat gefið upplýsingar eða leiðbeint farþegunum. Gleymdu hundi Iceland Express gleymdi að setja hundinn Lubi af gerðinni Pomer- anian upp í flugvél til Alicante. Hundurinn varð eftir á Keflavíkur- flugvelli og voru eigendur hundsins miður sín á Spáni á meðan þeir biðu eftir honum. Nokkrum dögum síðar komst hann loksins til Alicante og þá týndist hann aftur. Iceland Express bauð endurgreiðslu á flugfargjaldi fyrir hundinn. Týndu fötum óléttrar konu Þeir halda að þær séu í Kanada. Þeir halda að þeir séu búnir að finna þær,“ sagði Almar Hafliðason, Íslendingur uppalinn í Bretlandi, sem ferðaðist í síðasta mánuði með Iceland Express. Flugfélagið týndi farangri hans og óléttrar eiginkonu hans og hefur ekki greitt neinar bætur fyrir. Málið hafði talsverð óþægindi í för með sér enda öll óléttuföt konunnar í farangrinum. Greinileg buna frá salerninu Far- þeginn smellti mynd af klósettlekanum. „Við björguð- um Íslandi“ Geir Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, heldur því fram að hann hafi bjargað Íslandi frá því að hljóta sömu örlög og Grikkland. Geir situr nú á sakamannabekk fyrir lands- dómi sem mun ákvarða um hvort hann hafi stefnt íslenska ríkinu í stórhættu með aðgerðaleysi sínu í aðdraganda hrunsins. Geir hrökkl- aðist úr forsætisráðherrastólnum árið 2009 í kjölfar búsáhaldarbylt- ingarinnar. Í viðtali við AFP-fréttaveituna fer Geir mikinn og segir réttarhöldin gegn sér vera pólitískan farsa. „Við björguðum Ís- landi frá gjald- þroti,“ segir Geir í viðtalinu og staðhæfir að ef ríkisstjórn- in hefði brugðist einhvern veginn öðruvísi við þá hefði efnahagur Íslands algjörlega hrunið. „Það er greinilegt ef þú skoðar stöðu okkar og berð okkur saman við Írland, svo ég minnist ekki á Grikkland,“ segir Geir og bætir því við að evruríkin tvö hafi „gert mistök sem við gerðum ekki. Við ábyrgðumst ekki erlendar skuldir bankakerfisins.“ Þrátt fyrir þau ummæli þá var það ríkisstjórn Geirs sem settist fyrst að samningaborðinu við Breta og Hollendinga um að ábyrgjast Ice- save-skuldirnar. Um föllnu bankana segir Geir: „Við urðum að leyfa þeim að falla. Þeir fóru á hausinn. Það hefur kom- ið í ljós að þetta var það rétta í stöð- unni.“ Hann bendir á að þrátt fyrir bankahrunið hafi öll almenn starf- semi og framleiðsla í landinu haldist óbreytt. Geir segist einnig vera hæst- ánægður með að vera sá eini sem er dreginn fyrir landsdóm. „Þú spyrð mig hvernig það sé að vera einn í þessari stöðu? Ég er svo ánægður að vera einn. Ég er svo ánægður að kollegar mínir eru ekki dregnir inn í þetta mál,“ segir hann og fullyrðir að mál hans fyrir landsdómi séu póli- tísk réttarhöld: „Þetta er pólitískur farsi sem á rætur sínar að rekja til andstæðinga minna sem fela þenn- an farsa undir merkjum sakamáls.“ Mikill völlur er á Geir í viðtalinu og hann segir ákæruskjalið gallað. „Það var bankahrun úti um allan heim. Af hverju hefur enginn annar stjórnmálaleiðtogi verið dreginn fyrir dóm? Það er vegna þess að engum hefur dottið í hug að kenna einstökum stjórnmálamönnum um bankahrunið.“ Geir Haarde skýtur í allar áttir:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.