Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 4. júlí 2011 Mánudagur Dominique Strauss-Kahn gæti snúið aftur í frönsk stjórnmál: Forsetaframboð enn hugsanlegt Dominique Strauss-Kahn gæti snú- ið aftur í frönsk stjórnmál verði hann sýknaður af ákærum um kynferðis- lega áreitni og tilraun til nauðgunar. Könnun í Frakklandi sýndi að 49 pró- sent aðspurðra vildu sjá hann aftur í stjórnmálum og gæti Strauss-Kahn jafnvel ógnað Sarkozy Frakklands- forseta. Endurkoma Strauss-Kahn myndi setja allt á annan endann í Sósíal- istaflokknum í Frakklandi en áður en hótelþernumálið kom upp þótti hann langlíklegastur til að hljóta til- nefningu Sósíalistaflokksins sem frambjóðandi í forsetakosningun- um 2012. Eftir málið hafi flokkurinn gert ráð fyrir því að hann væri úr leik. Frestur til að bjóða sig fram í forvali flokksins er til 13. júlí en næsta yfir- heyrsla yfir Strauss-Kahn á að vera 18. júlí. François Hollande, fram- bjóðandi sem þykir sigurstranglegur, sagði að það væri ekki vandamál fyrir sig að lengja frestinn fram í ágúst til að gera Strauss-Kahn kleift að bjóða sig fram ef ákærur gegn honum yrðu dregnar til baka. Jafnvel þótt ákærurnar gegn Strauss-Kahn standi gæti hann notið töluverðs stuðnings á meðal Frakka sem myndu álíta hann fórnarlamb pólitískrar aðfarar og jafnvel písl- arvott. Hins vegar getur hann ekki snúið aftur og látið sem ekkert hafi í skorist því ákveðið orðspor mun fylgja honum enda þykir Strauss- Kahn alræmdur í hegðun sinni gagn- vart konum og hefur áður komið sér í vandræði af þeim sökum. Hvernig sem fer í máli Strauss- Kahns er þó ljóst að ákveðinni bann- helgi hefur verið létt af umræðu um kynferðisbrotamál franskra stjórn- málamanna og má ætla að kynferð- isleg áreitni verður ekki litin jafn- léttvægum augum og áður í franskri orðræðu. C asey Anthony, 25 ára gömul kona frá Orlando, ákvað að bera ekki vitni í máli á hend- ur sér en hún er ákærð fyr- ir að hafa myrt tveggja ára gamla dóttur sína Caylee. Casey hef- ur lýst yfir sakleysi sínu og ber við að barnið hafi drukknað af slysförum. Málflutningi er nú lokið og hefur málið verið lagt fyrir kviðdóm. Sak- sóknarar fara fram á dauðarefsingu verði Casey fundin sek. Lík barns fannst í skógi eftir fimm mánaða leit Það var 15. júlí 2008 sem Cindy Anth- ony, móðir Casey, hringdi í neyðar- línuna og taldi að Caylee hefði verið rænt en þá hafði ekki sést til hennar í mánuð. Mikil leit var gerð í kjölfarið og var það svo loks í desember það ár sem líkamsleifar hennar fundust í skógi nálægt heimili þeirra. Lím- band var þá enn fyrir munn Caylee og vöknuðu þá upp grunsemdir um að hún hefði verið myrt. Saksóknarar halda því fram að Anthony hafi svæft dótturina með klóróformi og límt fyrir öndunar- færi hennar. Hún hafi komið líkinu fyrir í skottinu á bílnum og hent því svo í skóginn nokkrum dögum síð- ar. Margir kvörtuðu yfir undarlegri lykt sem kom úr skottinu á bíln- um skömmu eftir að hvarf Caylee en Cindy sagði hins vegar að skott- ið hefði verið fullt af rusli sem ætti að fara með á haugana. Dómarinn í málinu varð þó ekki við beiðni nokk- urra einstaklinga sem vildu tjá sig um lyktina fyrir réttinum. Hvorki verjandi né saksóknarar hafa þótt sannfærandi Lögfræðispekingar vestra eru sam- mála um að verjandi Casey, Jóse Baez, hafi ekki staðið sig vel við vörn henn- ar. Hann þykir hafa fullyrt of mikið í opnunarávarpi sínu og hafi ekki getað sýnt nægilega vel fram á að fullyrðing- arnar stæðust nánari skoðun. Vörnin fólst í því að Caylee hefði drukknað af slysförum í laug fjölskyldunnar og faðir hennar, George Anthony sem áður á að hafa misnotað hana kyn- ferðislega, hafi vitað um drukknunina og hjálpað til við að breiða yfir líkið. Casey hélt því fram að hún og George hefðu farið yfir um og ákveðið að fela líkið en George neitar þeirri frásögn hins vegar. Þá sagði Cindy fyrir rétti að hún hefði leitað uppi klóróform á Google í því skyni að svæfa hundinn sem var orðinn veikur. Baez þykir ekki hafa verið trú- verðugur í vörninni og ekki sannað mál sitt nógu vel. Á hinn bóginn þyk- ir ákæruvaldið ekki hafa sýnt nægi- lega vel fram á að Casey hafi myrt dóttur sína og Baez hefði getað notað það betur í vörninni. Þá hefur Baez kvartað yfr því að saksóknarar væru að leggja fram ný gögn eftir að hann lauk máli sínu. Afinn skrifaði sjálfsmorðsbréf George reyndi að fyrirfara sér skömmu eftir að lík Caylee fannst og skrifaði sjálfsmorðsbréf til fjölskyld- unnar. „Það hefði átt að vera ég sem yfirgaf þessa jörð en ekki hún,“ skrif- aði George í mikilli sorg yfir andláti Caylee. „Ég mun sjá um Caylee þegar ég kemst (vonandi) til Guðs“ Bréfinu var varpað á skjá til að kviðdómendur gætu lesið það en George og kona hans Cindy viku hins vegar úr réttarsal á meðan bréfið var lesið upp. Saksóknarar notuðu bréfið máli sínu til stuðnings og sögðu það sýna fram á að George hefði ekki vit- að neitt um andlát Caylee. Casey Anthony Fylgist með lokaræðu saksóknara. Casey Anthony Og dóttirin Caylee á góðri stundu. Casey neitaði að bera vitni n Talin hafa svæft barnið með klóróformi og límt fyrir vitin n Segir barnið hafa drukknað n Afinn reyndi að fremja sjálfsmorð Dominique Strauss-Kahn Gæti mögulega snúið aftur í frönsk stjórnmál. Olía í Yellow- stone-á Olíulögn fyrirtækisins ExxonMo- bil rofnaði með þeim afleiðingum að mikil olía rann í ána Yellow- stone í Montana-ríki í Bandaríkj- unum. Áætlað er að allt að 159 þús- und lítrar af olíu hafi lekið og þurfti um tíma að rýma íbúasvæði nálægt mengunarslysinu en íbúar fengu þó að snúa aftur fljótlega. Ríkisstjóri Montana sagði að þeir sem ábyrgir væru myndu sjá um að hreinsa ána en Exxon hefur heitið rannsókn á slysinu. Slysið þykir koma á versta tíma árs en áin er í vexti og erfiðara fyrir vikið að gera nokkuð í málinu. Óttast er að olían hafi áhrif á líf fiska í ánni. Þá er ekki vitað hve langt olían mun ná en engar stíflur eru í ánni þar til hún rennur í Missouri-á Flokkur Shinawatra með stórsigur Yingluck Shinawatra verður fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Taílands eftir að flokkur hennar sigraði í þing- kosningum í Taílandi. Abhisit Vejja- jiva, forsætisráðherra hefur viður- kennt ósigur. Shinawatra er systir Thaksins Shinawatra sem steypt var af stóli sem forsætisráðherra árið 2006 þegar herinn tók völdin í landinu. Thaksin fór svo sjálfur í útlegð 2008 eftir að hafa verið ákærður fyrir spill- ingu og býr nú í Dúbaí. Mikil spenna hefur ríkt í landinu síðan þá og komið til mannskæðra átaka á milli hersins og stuðnings- manna Thaksins. Bæði Yingluck og Abhisit vonuð- ust til að úrslit kosninganna myndu leiða til sátta í landinu og sagði Abh- isit flokk sinn tilbúinn til að vera í stjórnarandstöðu Þúsundir dauðra rottna Hundruð þúsunda dauðra rottna hafa fundist dauðar í Kaupmanna- höfn eftir að flæddi yfir götur í úr- hellisrigningu á laugardaginn. Rott- urnar drukknuðu eftir að vatn flæddi yfir þær í skólpkerfinu þar sem þær hafast við en þó tókst sumum þeirra að finna sér leið út úr skólpkerfinu í gegnum klósett í íbúðarhúsum og bjargast þannig. Skólpvatn hefur flætt í höfnina við Kaupmannahöfn og hefur hafnarböðunum, vinsælum sundstöðum í höfninni, verið lokað. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.