Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 4. júlí 2011 T alsmaður kínversku utan- ríkisþjónustunnar varði þá ákvörðun ríkisstjórnar sinn- ar að bjóða Omar al-Bas- hir, forseta Súdan, í opin- bera heimsókn til landsins og benti á að fjölmörg ríki hefðu tekið á móti honum undanfarin ár. Amnesty Int- ernational sakaði Kínverja hins veg- ar um að vera skálkaskjól fyrir stríðs- glæpamenn. Kínverjar hafa fjárfest fyrir gríð- arlegar upphæðir í Súdan í skiptum fyrir olíu þrátt fyrir alþjóðlegt við- skiptabann, en um 70% af olíufram- leiðslu Súdans fer beint til Kína. Það þarf því engan að undra að heim- sóknin skyldi hleypa nýju lífi í þá umræðu að Kínverjar styðji við bak- ið á afrískum einræðisherrum með því að eiga við þá viðskipti og að sú utanríkisstefna sem Kína rekur í álf- unni sé ekkert annað en nútíma ný- lendustefna. Viðskiptalegar sem og pólí­ tískar ástæður liggja að baki Að baki fjárfestingum Kína í Afríku liggja bæði pólítískar og viðskipta- legar ástæður. Það var til dæmis að miklu leyti fyrir tilstuðlan Afríkuríkja að Kína var viðurkennt sem sjálfstætt ríki innan Sameinuðu þjóðanna eft- ir valdatöku kommúnista auk þess sem stuðningur meirihluta Afríku- ríkja varð til þess að draga að veru- legu leyti úr fordæmingu alþjóða- samfélagsins í garð Kínverja í kjölfar fjöldamorðanna á Torgi hins him- neska friðar árið 1989. Það er því rökrétt að ætla að auk- in umsvif Kína í Afríku undanfarna áratugi séu liður í áætlun stjórnvalda sem miði að því að tryggja sér banda- menn innan hinna ýmsu alþjóða- stofnanna. Auknar fjárfestingar Kín- verja innan álfunnar þjóna einnig þeirri einangrunarstefnu sem stjórn- völd í Beijing reka gagnvart Taívan þar sem Afríkulönd hafa þegið lán frá Kína í skiptum fyrir að slíta stjórn- málatengslum við Taívan og taka upp samskipti við Kína í staðinn. Lán í staðinn fyrir olíu En þrátt fyrir þessa augljósu dipl- ómatísku ávinninga ber fræðimönn- um þó saman um að meginástæð- una fyrir hinni gríðarlegu aukningu fjárfestinga kínverskra ríkisfyrirtækja í Afríku megi að mestu leyti rekja til hins gríðarlega hagvaxtar sem ríkt hefur í Kína undanfarna þrjá áratugi. Hin mikla þensla og aukna neysla sem á sér stað innan landsins kallar á sífellt meira magn af eldsneyti og hrávöru og þar sem Kína er ekki auð- ugt af náttúruauðlindum sjá stjórn- völd í Beijing sig knúin til að leita út fyrir landsteinana til að tryggja sér aðgang að slíkum vörum. Frá árinu 2004 hafa kínversk stjórnvöld gefið út lán að andvirði fjórtán milljarða bandaríkjadala til handa afrískum ríkjum sem flest eiga það sameiginlegt að vera rík af nátt- úruauðlindum. Sem dæmi má nefna þrjú stór lán til enduruppbyggingar í Angóla eftir áratugalöng stríðsátök. Kínversk fyrirtæki standa nú í vega- og lestarframkvæmdum, byggingu sjúkrahúsa, skóla og vatnsveitukerfis í skiptum fyrir angólska olíu. Kínverj- ar standa einnig að byggingu vatns- aflsvirkjana í Kongó og Gana þar sem löndin munu borga til baka í kókó- baunum annars vegar og kopar hins vegar. Með þessu móti tryggja Kín- verjar sér aðgang að nauðsynlegum hrávörum á meðan hin auðlindaríku lönd öðlast fjármagn til uppbygg- ingar á innviðum samfélaga sinna og tækniþekkingu sem áður var ekki fyrir hendi. Kínversk lán hagstæðari en þau vestrænu Við bætist að kínversk lán bjóðast á mun betri kjörum en sambærileg lán frá vestrænum fyrirtækjasam- steypum. Í skjóli hins gríðarlega mikla gjaldeyrisforða sem kínverski seðlabankinn hefur sankað að sér geta Kínverjar boðið Afríkuríkjum lán á mjög samkeppnishæfum kjör- um með lægra vaxtastigi og lengri afborgunartíma en alþjóðleg fjár- málafyrirtæki sem stundað hafa viðskipti við ríkisstjórnir álfunnar hingað til. Joseph Kabila, forseti Kongó, benti einnig á að í samningi upp á þrjá milljarða bandaríkjadala sem ríkisstjórn hans gerði við kínverskt ríkisfyrirtæki um nýtingarrétt á námugreftri innan landsins hlaut Kongó 32 prósent eignarhlutdeild á meðan önnur fyrirtæki bjóði að jafn- aði eignarhlutdeild upp á 7–20 pró- sent. Það er því oft fjárhagslega hag- kvæmara fyrir ríki Afríku að stunda viðskipti við kínversk ríkisfyrirtæki en samkeppnisaðila þeirra í vestri. Lánveitingar án efnahagslegrar íhlutunar Þess ber einnig að geta að lán Kín- verja til handa Afríkuríkjum bera ekki með sér nein skilyrði um breyt- ingar á efnahags- eða samfélagsleg- um málefnum tiltekins lands eins og svo algengt er með sams konar lán frá vestrænum ríkjum eða al- þjóðastofnunum. Í staðinn fyrir kröfur um aukna markaðsvæðingu og aukið lýðræði hafa Kínverjar ver- ið að koma upp svokölluðum „við- skiptasvæðum“ víðs vegar um álf- una. Sams konar svæði spiluðu einmitt stóran þátt á fyrstu stigum efnahagsumbóta kínverska hag- kerfisins sem ekki enn sér fyrir end- ann á. Kínversk fyrirtæki í einfaldri framleiðslu eru þannig hvött til að hasla sér völl utan landsteinanna í samvinnu við afríska frumkvöðla á meðan laun hækka heima fyrir og fyritæki einbeita sér í meira mæli að hátækniframleiðslu. Í skýrslu Iðnþróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er talið að slík „viðskipta- svæði“ muni flýta fyrir bættu grunn- virki, myndun þjónustuiðnaðar og styrkingu stofnana í fátækustu lönd- um Afríku. Á sama tíma og Vesturlönd eru að hvetja til örfjárfestingar í Afríku eru Kínverjar að setja á fót fimm milljarða dollara fjárfestingasjóð í álfunni. Á sama tíma og Vesturlönd tala fyrir auknu markaðsfrelsi setja Kínverjar upp sérstök viðskipta- svæði. Vesturlönd styðja ríkisstjór- nir og lýðræði á meðan Kínverjar reisa stíflur og byggja vegi. Aukin efnahagsleg umsvif Kínverja í Afr- íku fela óneitanlega í sér stuðning við einræðisherra á borð við Omar al-Bashir en staðreyndin er því mið- ur sú að það gera Vestræn stjórn- völd líka til að ná sínum markmið- um fram. Nýlendustefna Kínverja í Afríku n Kínversk stjórnvöld hafa fjárfest fyrir gríðarlegar upphæðir í Afríku í skiptum fyrir olíu, málma og aðra hrávöru n Kínverskum lánum fylgja engin skilyrði um aukna markaðsvæðingu eða lýðræðisumbætur „Sú utanríkisstefna sem Kína rekur í álfunni sé ekkert annað en nútíma nýlendustefna. Sveinn Kjartan Einarsson blaðamaður skrifar frá Kína Olía í stað fjárfestinga Omar al-Bashir, forseti Súdan, í opinberri heimsókn í Peking í síðustu viku. Hu Jintao, forseti Kína, býður hann velkominn. Kína haslar sér völl í Afríku Á meðan búa bændur þar við mikla fátækt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.