Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Side 8
8 | Fréttir 5. september 2011 Mánudagur A uglýsingaherferð á vegum Sjálfstæðisflokksins hefur vakið athygli en í henni gagn- rýnir flokkurinn meðal ann- ars árangur ríkisstjórnarinn- ar og hvetur til þess að skattar verði lækkaðir. Þá segist flokkurinn vilja skapa ný störf og draga þannig úr at- vinnuleysi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það alvana- legt í starfi flokksins að notast reglu- lega við auglýsingar. Spurður um það hvers vegna gripið sé til þess ráðs segir Bjarni sjálfstæðis- menn eiga samtöl við fólkið í landinu með margvíslegum hætti. „Við höldum opna fundi og við gef- um út okkar eigin efni og það kemur fyrir að við minnum á okkar skilaboð með þessum hætti. Þetta er hefðbund- inn liður í okkar kynningarstarfi. Við höfum oftar en einu sinni á undan- förnum árum minnt á okkar lykilskila- boð með þessum hætti og nú þegar þingið er að koma aftur til starfa þá verða efnahagsmálin í brennidepli. Við viljum minna á áherslur okkar í þeim efnum. Við höfum á undanförn- um tveimur árum lagt mikla áherslu á það að sköttum væri haldið í lágmarki á fólk og fyrirtæki og teljum að ríkis- stjórnin hafi gengið alltof langt í sín- um skattbreytingum, bæði með því að kynna til sögunnar nýja skatta og hækka þá sem fyrir voru. Síðan teljum við það vera algert lykilatriði að hér skapist skilyrði fyrir því að hagvöxtur fari hér í gang og að ný störf verði til.“ Bjarni vill kosningar Bjarni segist helst vilja fá kosningar áður en kjörtímabilinu lýkur. „Ég sé að kjósendur eru búnir að afskrifa ríkisstjórnina því hún nýt- ur stuðnings sem er í sögulegu tilliti langt fyrir neðan það sem hefðbund- ið er. Auðvitað er ég þeirrar skoðunar að þetta stjórnarsamstarf geti lengst lifað fram að næstu kosningum. En helst vildi ég fá kosningar fyrr heldur en 2013.“ En er Bjarni ánægður með fylgi stjórnarandstöðunnar? „Fyrir mitt leyti er ég það, því auðvitað get ég ekki verið annað en ánægður með að við höfum bætt við okkur stuðningi um 50% frá því það var gengið síðast til kosninga.“ Bjarni segist ekki hræðast það að ný framboð taki af flokknum fylgi. „Það hafa komið fram ný framboð á síðast- liðnum 20 árum og sum horfið jafnóð- um af sjónarsviðinu. Flokkarnir tveir sem stýra landinu í dag eru sem stjórn- málahreyfingar tiltölulega nýir. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haldið sinni stöðu þrátt fyrir ný framboð. Það er engin ástæða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að óttast neitt slíkt. Ef við horfum bara á þetta út frá lýðræðinu í landinu þá finnst mér það mikið merki um heilbrigði að menn telji sig geta sett af stað nýjar hreyfingar og fengið til sín fylgi. Ef ég á að horfa á þetta sem formaður í stjórnmálaflokki þá tel ég að ég hafi ekkert að óttast. Það hreyfir ekkert við mér að fólk geri til- raunir til þess að stofna nýjan flokk.“ Það er mikil gerjun í stjórnmálum almennt, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur. Hann telur mik- ilvægar spurningar hafa vaknað um flokkakerfið og ljóst sé að ný framboð gætu verið á næsta leiti. Hann telur að svigrúm fyrir miðju- eða hægrisinn- aðan frjálslyndan stjórnmálaflokk sé til staðar og þangað horfi Guðmundur Steingrímsson. Evrópusinnaðir hægri menn eigi sér hvergi samastað í dag. ESB-andstæðingar ofan á „Þjóðernisvinkillinn er eitthvað sem kemur alls staðar upp þegar rætt er um Evrópusambandið. Það gerðist í Noregi og hefur gerst víðar. Þetta snýst auðvitað um framsal á fullveldi og það er því eðlilegt að þetta komi sterkt inn í umræðuna hér,“ segir Birgir og bend- ir á að fullveldissaga Íslands sé tiltölu- lega stutt. Forystumenn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarið talað eindregið gegn Evr- ópusambandinu og armur Evrópu- andstæðinga hefur orðið ofan á í báð- um flokkum. Birgir segir að þess vegna upplifi frjálslyndir menn í Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokknum sig sem landlausa. „Þetta er tilfinningaþrung- ið mál hjá okkur og það er eðlilegt að menn séu á varðbergi gagnvart fram- sali á fullveldinu.“ Hann segir að það sem endurspegli þessa tilfinninga- semi hvað best sé ef til vill megrunar- kúr formanns Framsóknarflokksins, sem snúist um að borða bara íslenskan mat. „Framsóknarflokkurinn gæti allt eins í dag tekið upp slagorðið frá árinu 1991: XB en ekki EB,“ segir hann í létt- um dúr. Spurður álits á væntu framboði Besta flokksins á landsvísu seg- ist hann alls ekki spá því jafngóðu gengi og í borginni. Nú sé ekki sami grundvöllur í þjóðfélaginu fyrir grín- eða mótmælaframboði og var í fyrra. „Það verður að vera einhver stefna. Fólk vill lausnir en ekki bara eitt- hvað,“ segir hann og spyr hvað sé nýtt eða ferskt við Besta flokkinn í dag. Ný framboð erfið Nokkur umræða hefur verið um framboð stjórnlagaráðsfulltrúa en Birgir segir ekki sjálfgefið að flokkur sem nokkrir stjórnlagaráðsfulltrúar kunni að stofna verði vinsæll. Raun- ar sé fremur erfitt fyrir nýja flokka að koma fram á sjónarsviðið eins og staðan sé í dag. „Ef það kæmi nýr flokkur fljótlega fram á sjónarsviðið þá þyrfti hann að marka sér skýra stöðu og taka þátt í pólitískri umræðu. Það hefur oftast reynst nýjum framboðum best að koma fram frekar stuttu fyrir kosn- ingar,“ segir hann. Átök og samningaviðræður Umræða um ný framboð er ekki það eina sem hefur einkennt stjórn- málaumræður undanfarið. Átök og samningaviðræður hafa einkennt stjórnarsamstarfið. Birgir segir ríkisstjórnina hafa í raun allt frá byrjun haft einkenni minnihlutastjórnar. Hún hafi þurfi umboð meirihluta í hverju málinu á fætur öðru. „Það er orðið mjög áberandi núna. Það eru bullandi átök og mik- ið um samningaviðræður.“ Það þýð- ir að ríkisstjórnin þarf að undirbúa mál sín betur og afla þeim fylgis. Í því felst ákveðin lýðræðisumbót en það þýðir líka að það bitni á skil- virkni þingsins. Spurður hvort hann spái því að stjórnin lifi af kjörtímabil- n Sjálfstæðisflokkurinn í auglýsingaherferð n Ný framboð í undirbúningi n Átök og samningaviðræður hafa einkennt stjórnarsamstarfið n Sjálfstæðismenn vilja kosningar kosningabaráttan er hafin F jórflokkurinn er algjör orma- gryfja,“ segir Þór Saari þing- maður Hreyfingarinnar. „Þess vegna er Guðmundur Stein- grímsson að skilja sig frá hon- um og þess vegna vill Besti flokkur- inn bjóða fram. Það er þörf á því að gera afar róttækar breytingar. Við höf- um talað fyrir þeim en það hefur lítið gengið og það þarf meira til,“ segir Þór. „Alþingi er ónýtt sem stofnun. Það er ekki að sinna sínu hlutverki. Þing- menn og ráðherrar framfylgja ekki starfi sínu sem fulltrúar þjóðarinnar. Fulltrúalýðræðið er marklaust og hef- ur verið það lengi. Það komu 27 nýir þingmenn á þing, 23 þeirra fóru beint í gömul hjólför. Allt þetta nýja ábúðar- mikla og sperrta samfylkingarfólk sem kom inn. Það tók svona einn dag að berja það til hlýðni.“ Barnalegur sandkassaleikur Þór segir Alþingi vera niðurdrepandi vinnustað sem þyki ekki eftirsóknar- verður. „Alþingi er skipulagslaust og dagskráin er sundurleit. Skipulags- leysið á rætur að rekja til þess að meiri- hlutinn vill halda minnihlutanum í óvissu. Það er til dæmis þingfundur á mánudagsmorgun og minnihlutinn veit ekki ennþá um hvað hann snýst. Ég get ekkert undirbúið mig fyrir þennan fund en það getur meirihlut- inn því hann veit hvað er á dagskrá. Þetta er barnalegur sandkassaleikur og barátta um völd.“ Yfirstétt á Alþingi Þór segir ástæðuna fyrir því að nýtt fólk falli í gamalt far vera þá að inni á Alþingi sé ákveðin yfirstétt. Henni þurfi að koma frá. „Yfirstéttin er sam- safn af skrifstofustjórum og þing- mönnum sem hafa verið viðloðandi þingstörf árum saman. Þetta eru sterkir íhaldsmenn og þeir hafa áhrif á framgöngu annarra. Það þarf að gera gagngera uppstokkun.“ kristjana@dv.is Alþingi er niðurdrep- andi vinnustaður Barnalegur sandkassaleikur og barátta um völd Þór Saari þingmaður Hreyf- ingarinnar styður ný framboð og viðurkennir að Hreyfingunni hafi gengið hægt að koma í gegn breytingum á Alþingi. Meira þurfi til. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is ið segist hann ekki þora að spá því að hún geri það ekki. Sjálfstæðismenn vígbúast Auglýsingaherferð á vegum Sjálf- stæðisflokksins hefur vakið athygli en í henni gagnrýnir flokkurinn ár- angur ríkisstjórnarinnar og hvetur til þess að skattar verði lækkaðir. Birgi finnst það frekar óvenjulegt að beita slíkum aðferðum og segist spyrja sig hvort menn telji að hefðbundinn mál- flutningur fái ekki hljómgrunn í fjöl- miðlum, hvort þeir séu ekki sáttir við þá útbreiðslu þar sem þeir hafa ein- hver ítök, eða haldi að greinar eða málflutningur virki ekki eins og skyldi. Birgi finnst auglýsingaherferðin enn- fremur boða ákveðna stemningu fyrir þingið. „Það er óvenjulegt að búa sér til vígstöðu fyrir þingumræðurnar,“ segir Birgir. Þreyta í stjórnarsamstarfinu Á dögunum stilltu Vinstri græn sér upp gegn Samfylkingunni með afger- andi hætti í samþykkt flokksins um nýskipaða stjórn Byggðastofnunar. Birgir segist finnast Vinstri græn vera farin að ögra Samfylkingunni og að þreyta sé komin í samstarfið. „Mér finnst Vinstri græn vera far- in að ögra Samfylkingunni það oft að maður er farinn að spyrja sig hvort það búi eitthvað alvarlegt að baki,“ segir hann „Það er greinileg þreyta innan VG. Spurningin er aðeins hversu mikil sú þreyta er,“ bætir hann við. Aðspurður segir hann að ef ríkis- stjórnin myndi falla þætti honum líklegra að innri brestir stjórnarsam- starfsins yrðu til þess – frekar en að stjórnarandstaðan myndi bola henni frá. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 20% 40% 60% 80% 2011 Stuðningur við ríkisstjórn Stuðningur við stjórnar- andstöðuna Stuðningur við ríkis- stjórnina 32 ,7 % 42 ,4 % Hlutfall sem telur að stjórnarandstað- an myndi stjórna landinu betur. Hlutfall sem telur að ríkisstjórnin myndi stýra landinu betur. H Ei M il d : M M R

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.