Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Síða 16
G amli Framsóknarflokkurinn var um árabil eitt öflug- asta stjórnmálaafl Íslands. Flokksmenn lögðu hart að sér í þágu lands og þjóðar og tryggðu þjóðinni bæði hagsæld og hamingju. Sjálfir uppskáru þeir aðeins brauðmola sem hrukku af gnægtaborði íslenska ríkisins. En auðvitað er það eins og bakarinn benti á að eitthvað verða menn að fá fyrir sinn snúð. Enginn lifir af hug- sjónum einum. F ramsóknarmennirnir sem stóðu fyrir þeirri siðvæðingu Íslands sem fólst í einkavæðingu banka og ríkisfyrirtækja fundu sér þá sjálfsögðu matarholu að leigja ríkinu húsnæði sem þeir og vinir þeirra byggðu. Þannig náðu þeir að framfleyta sér og sínum. Fæstir framsóknarmannanna urðu ríkir af hugsjónastörfum sínum. Undan- tekningarnar má þó finna þegar litið er til Finns Ingólfssonar, drengs frá Vík í Mýrdal, sem náði að verða ráð- herra, seðlabankastjóri og loksins auðmaður. Finnur fann sína fjöl í lífinu og auðgaðist af fundvísi sinni. Annar auðmaður var leigubílstjóri sem var svo heppinn að vinna með Finni. Hann komst í þær álnir að fá nokkra húsaleigusamninga. Þá var hann settur í bankaráð Lands- bankans vegna þess hve mikið við- skiptavit hann hafði. Ekki má gleyma Gunn- laugi Sigmundssyni þingmanni sem var svo heppinn að komast yfir ríkisfyr- irtæki. Auður hans er svo sannarlega verðskuldaður. G ulldrengir Framsóknarflokks- ins eru fleiri. Halldór Ásgríms- son, fyrrverandi formaður, var svo stálheppinn að eftir að hann úthlutaði kvóta á valda aðila í landinu jókst verðmæti hans eigin útgerðar mjög. Auðvitað var það eingöngu heppni sem réð en ekki spilling eins og óvandaðir að- ilar hafa haldið fram. Sportútgáfan af Halldóri er síðan vonarstjarnan Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmað- ur hans, sem komst í þær álnir að verða leiðtogi flokksins í Reykja- vík. Björn Ingi náði að koma sér í ótal stjórnir og ráð þar sem geislandi gáfur hans og við- skiptavit komu Reykvíking- um öllum til góða. Fyrir amstur sitt fékk hann næstum langt á aðra milljón á mánuði. Örlög gulldrengsins Binga urðu þau að hann var sakaður um að hafa vegið að öðrum flokks- mönnum úr launsátri. Illkvittinn flokksbróðir sagðist vera með hnífa- sett í bakinu eftir hug- sjónamanninn. Hann hrökklaðist því úr pólitík áður en auður náði að safnast upp. A ðferð Framsóknarmanna við að halda lífi í hugsjónamönn- um hefur verið gjöful. Þeir hafa reist heilu byggingarn- ar og tryggt að gerðir væru gjöfulir húsaleigusamningar við ríkið. Allar stofnanir þurfa þak yfir höfuðið og það er smekksatriði hver leigusalinn er. Og víst er að enginn má gjalda fyrir að vera framsóknarmaður. Og margir eiga framsóknarmönnum að þakka hagsæld sína. Það sem sumir kalla okurleigu er því aðeins sann- gjarnt framlag þjóðarinnar til gull- drengja sinna. Þjóðin má aldrei gleyma þeim sem tryggðu þá vegferð samfélagsins sem nú blasir við. 16 | Umræða 5. september 2011 Mánudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Leiðari Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Bókstaflega Arnaldur er mjólkurkú n Mikill viðsnúningur hefur orðið á rekstri Forlagsins frá því það var að hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar og félaga hans. Kraftaverkamað- urinn Jóhann Páll Valdimarsson, sem rak JPV útgáfu, tók yfir reksturinn á útgáfu Björg- ólfs á sínum tíma ásamt syni sínum, Agli Jóhanns- syni. Allur óþarfi var skorinn niður og nú stendur útgáfan að sögn í blóma með veltu upp á milljarð á ári. Helsta mjólkurkýrin er Arnaldur Indriðason sem selur bækur í vörubílsförmum. Klíkuskapur flugfélags n Þingmaðurinn Björn Valur Gísla- son ferðast talsvert milli kjördæmis síns á Norðurlandi og vinnustaðar í Reykjavík. Þá flýgur hann gjarn- an með Flugfélagi Íslands. Það vakti athygli hans að einungis er boðið upp á þann alræmda Mogga til lestrar á leiðinni. Ekki er þar að finna DV, Fréttablaðið eða aðra prentmiðla. Bendir Björn á það á bloggi sínu að Mogginn sé nánast málgagn Sjálfstæðisflokksins. „Ég kann enga skýringu á þessu en hef sent félaginu fyrirspurn um málið sem vonandi skýrir málið,“ bloggar Björn. Ljóskuspurning n Eitt mesta frægðarmenni íslenska skemmtanabransans er fyrirsætan Hildur Líf sem hefur slegið í gegn með skemmtilegum frösum. Hildur komst í sviðsljósið þegar hún stóð fyrir svokölluðu VIP-partíi ásamt vinkonum sínum. Talaði hún þá um hve sniðugt væri að blanda saman afbrotafólki og öðrum. Hildur varð ein aðalstjarnan í réttarhöldum sem snér- ust um mannrán þar sem hún farð- aði yfir áverka fórnarlambs. Vefurinn bleikt.is ræddi við hana af því tilefni. Þar dúkkaði upp þessi fróma ljóskusp- urning: „Af hverju heldur þú að for- dómarnir gagnvart þér stafi? Er það af því þú ert falleg?“ Valtur ráðherrastóll n Langt er um liðið síðan Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boð- aði að sett yrði á stofn atvinnuvega- ráðuneyti og fótunum þannig kippt undan Jóni Bjarnasyni, ráð- herra landbún- aðar og sjávar- útvegs. Vandinn hefur verið sá að Jón er hálmstrá- ið sem ríkis- stjórnin hefur hangið á. Þetta kann þó að breytast nú þegar Guðmundur Steingrímsson hefur gerst óháður þingmaður. Því er spáð að Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon muni láta til skarar skríða gegn Jóni á næstu mánuðum og hann verði sviptur ráðherrastóli með kerfisbreytingu. Sandkorn GulldrenGirnir „Ég á fáa vini.“ n Naglbíturinn Vilhelm Anton Jónsson einlægur í helgarviðtali – DV „Við kynntumst á Kringlukránni, hvar annars staðar?“ n Söngvarinn síkáti Gylfi Ægisson er trúlofaður og kynntist konu sinni auðvitað á kringlukránni. – DV „Það er tómt kjaftæði að ég hafi pissað inni á þessum stað.“ n knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í bresku pressunni sagður hafa létt á sér inni á skemmtistað og verið settur í sex mánaða bann frá öllum næturklúbbum edinborgar. – DV.is „Góður prestur skammar ekki þá sem mæta til messunnar.“ n Logi Ólafsson, þjálfari 1. deildar liðs Selfoss, var ánægður með 4-3 sigur sinna manna á Bí/Bolungarvík. – Fotbolti.net „Danir eru leiðinlegt fólk.“ n Markvörður u-21 landsliðsins Arnar Darri Pétursson spilar með danska liðinu Sönderjyske en er ekkert sérstaklega vel við heimamenn. – X-ið 97,7 Ertu að hefja nýtt líf? „Já, algjörlega,“ segir Þóra Tómasdóttir sem tók við sem rit- stjóri tímaritsins Nýtt Líf um mán- aðamótin: „Ég er að hefja enn einn nýjan kafla í mínu lífi og um leið að blása lífi í Nýtt Líf, þetta flotta, rótgróna blað.“ Spurningin Svarthöfði Einhvern annan V instri grænir settu skýra at- vinnustefnu á oddinn fyrir síðustu kosningar. Kjarninn í henni var að þeir vildu „eitt- hvað annað“ en stóriðju og virkjanir. Þeir vildu meiri fjölbreytni, með sérstaka áherslu á ferðamanna- iðnað. Samkvæmt stefnu VG fyrir síð- ustu kosningar ætluðu þeir að skapa í kringum fjögur þúsund störf í ferða- mannaiðnaði, meðal annars með því að auka ferðamennsku á vetrum. Á dögunum kynnti maður nokkur áform um að kaupa jörðina Gríms- staði á Fjöllum og koma á fót tugmillj- arða uppbyggingu í ferðamennsku, með sérstakri áherslu á ferðir á vetr- um. Þetta virtist klæðskerasniðið að áherslum vinstri grænna í atvinnu- málum. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra fagnar kaupunum, Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Norðurþingi, trúir því ekki að ríkis- stjórnin standi gegn þeim og ferða- þjónustuaðilar lýsa ánægju. Ög- mundur Jónasson, vinstri græni innanríkisráðherrann, var hins vegar vægast sagt fullur efasemda og hefur léð máls á því að breyta lögum til að koma í veg fyrir slík kaup. Það stend- ur á honum að veita leyfi fyrir kaup- unum. Vandamálið er klassískt og ein- falt. Það er ekki að VG vildi ekki ferða- mannaiðnað, og sem mest af honum. Vandamálið er bara að maðurinn sem vill kaupa jörðina er útlendingur, og það Kínverji. Það er rétt hjá Ögmundi. Við myndum ekki vilja að útlendingar keyptu allt Ísland. Við leyfum hins vegar að útlendingar kaupi fasteign- ir, fyrirtæki og jarðir á Íslandi. Erlend fjárfesting er lykilatriði í velgengni ríkja og eðlislægur hluti hennar er að útlendingar eignist eitthvað á land- inu. Það vakti athygli í góðærinu hversu fáir útlendingar vildu eignast hlut í ís- lensku bönkunum, sem þá skiluðu ofsagróða ár eftir ár og margfölduðust í verði. Þegar að því kom að erlendur aðili, sjeikinn Al Thani frá Katar, vildi kaupa 5% hlut í Kaupþingi, reyndist það vera blöff. Eftir hrun var lögð auk- in áhersla á aðkomu erlendra aðila að ýmsu í íslensku samfélagi, ekki síst til þess að brjóta upp klíkusamfélag sem teygði anga sína þvert yfir Ísland, milli stjórnmálanna og viðskiptalífsins. Vinstri grænir vinna gegn meiri stóriðju á Íslandi. Þeir vilja stöðva Norðlingaölduveitu, sem felur í sér fyrirsjáanlegan tekjumissi og tap fyr- ir Landsvirkjun upp á tugi milljarða. Allt þetta getur verið skiljanlegt út frá náttúruverndarsjónarmiðum, jafnvel þótt virkjanirnar sem um ræðir séu vatnsaflsvirkjanir og þyki þar með einn allra umhverfisvænasti orkugjafi sem um getur. Umhverfisvernd og velferð hefur verið kjarninn í stefnu vinstri grænna, en nú gæti svo farið að þjóðernishyggjan verði þar einn af hornsteinunum. Eitt er að eltast við erlend stórfyrirtæki og biðja þau um að setja upp verksmiðjur á Íslandi, líkt og fyrri ríkisstjórn gerði. Annað er að koma í veg fyrir uppbyggingu vegna þess að hún er erlend. Of mikil erlend fjárfesting hefur fram að þessu ekki verið vandamál á Íslandi, þótt að því gæti komið. Vinstri grænir vildu eitthvað ann- að en einhæfnina, mengunina og stóriðjuna. Nú þegar Kínverjinn Hu- ang Nubo kemur og segist vilja leggja milljarða í það sem vinstri grænir vildu, vilja þeir þess í stað „einhvern annan“; til dæmis Björgólf Thor eða Finn Ingólfsson. Baráttan um Gríms- staði á Fjöllum er orðin hluti af stríð- inu milli þjóðernissinna og alþjóða- sinna í íslenskum stjórnmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.