Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Síða 17
Þ ótt ég dýrki einkaframtak, kraftinn sem því fylgir og sé þakklátur því fólki sem hell- ir olíu á gangverk þjóðar- skútunnar skýtur þó stund- um upp þeirri hugsun hvort ekki sé þörf á vélarverði. Einhverjum sem skondr ast öðru hvoru niður í lest og tékkar á mannskapnum, hvort ekki sé allt í lagi. Einkavæðing bankanna var horn- staur frjálshyggjunnar, frá honum strengdir vírar sem síðar urðu að verstu gaddavírsflækju íslenzkr- ar viðskipta- og þroskasögu. Kom í ljós að einkaframtakinu var hand- stýrt, sölugóssinu skipt flokkspóli- tískt, kaupendur lánuðu hver öðrum peninga frá lánardrottnum sem ekki voru til. Við hrunið kom svo í ljós að einkaframtakinu hafði láðst að borga. Og fólkið sem gæta átti hags- muna seljandans, þ.e.a.s. þjóðarinn- ar, yppir bara öxlum og segist ekkert skilja í þessu en góðærið var gott á meðan var. Og nú rekur hver fúakvisturinn annan. Harpa, stórkarlaleg arfleifð einkaframtaksins, trónir nú fullbú- in á hafnarbakkanum, glæsihöll en landsmönnum til efnahagslegrar íþyngingar um ókomin ár. Stjórn- málamenn, sem bar skylda til að verja þjóð sína fyrir umframálögum, tóku við þessari óútfylltu ávísun og framlengdu þar með líf hinnar gjald- þrota hugmyndafræði sem einka- væðir gróða en ríkisvæðir tap. Sigling með erlenda blaðamenn húsinu til dýrðar mun vekja alla heimsbyggð- ina til umhugsunar um þessa litlu eyþjóð sem neitaði að borga Icesave. Bygging hátæknisjúkrahúss er sömuleiðis arfleifð sama óyndis, ger- ræðisleg draumórahugmynd góð- ærisins svokallaða sem smýgur nú inn í hallærið í skjóli ónýtra stjórn- málamanna. Enda margir gæðingar fengið þarna spenatott og hanga sumir enn. En landsmenn finna á eigin skinni stórkostlegan niður- skurð grunnþjónustunnar, aflagnir gamalla og gróinna smásjúkrahúsa og atgervisflótta heilbrigðisstétta. Landspítalinn í núverandi mynd slumpast á horriminni og forsvars- menn segja frekari niðurskurð ómögulegan nema þjónusta verði skert. Samt ætla stjórnvöld að ráðast í byggingu heils vísindaþorps. Manni verður orðfall en þessari þjóðarmar- tröð þarf að linna. Hrammur einkavæðingarinnar virðist einkar þungur þegar kemur að skuldavanda heimilanna. Réttur skuldarans er óvirtur og missi hann eign sína kaupir lánardrottinn hana á kjörum langt undir markaðsvirði. Selur svo aftur á markaðsvirði en skuldin með öllu sínu hrunálagi er kirfilega eyrnamerkt skuldaranum sem hímir nú undir beru lofti eigna- laus. Bankinn innheimtir þannig megnið af verði eignarinnar og held- ur skuldaþrælnum að auki. Ég bara spyr, hvar eru stjórnvöld? Þau hljóta í krafti eignarhluta síns í hrunbönk- unum að hafa eitthvað að segja um vinnubrögðin og eiga að hlutast til um jafna ábyrgð lántaka og lánveit- anda. Sérlega þar sem framferði bankanna orsakaði hækkun lánanna fremur en framferði skuldarans. Svo er það blessaður kvótinn. Þar eru lánaafskriftir á hraðbergi án eignaupptöku. Fyrirtæki njóta þannig velvildar bankanna sem al- menningur gerir ekki. Stjórnvöld eru sinnulaus hvað þetta varðar og út- deila árlega til þessara sömu fyrir- tækja aflaheimildum þjóðarinnar án þess að gera neinar athugasemd- ir við afskriftir, skuldahala og kenni- töluflakk. Meira að segja yfirlýstum markmiðum landsmálanna er fórn- að til að raska ekki þessu einkahag- kerfi. Allt ofangreint stríðir gegn al- mannahagsmunum. Enda er þjóðin ekki spurð og allar tillögur í þá veru kæfðar í fæðingu. Samantekið er ljóst að réttkjörin stjórnvöld megna ekki að stjórna þessu landi, annaðhvort vegna vanmáttar gegn hagsmuna- öflum eða vegna þess að þau eru sjálf hluti þessa einkahagkerfis sem út- deilir gæðum landsins að eigin geð- þótta og án jafnræðis. Hvort heldur sem er hljóta landsmenn til hægri og vinstri að sjá ranglætið. Hug- myndafræðin er ekki lengur meg- inmarkmiðið heldur að skapa ein- hvern grundvöll svo hún sé möguleg. Það verður ekki gert nema með einu allsherjar grettistaki þar sem lands- málaborðinu er lyft upp á endann og ekki niðursett fyrr en allt er runnið af því. Eftir það getum við aftur skriðið heim. Umræða | 17Mánudagur 5. september 2011 Með hvaða liði heldur þú í enska boltanum? „Tottenham.“ Vilhjálmur Rúnarsson 17 ára nemi „Leeds United.“ Birgir Þór Björnsson 18 ára „myndarlegi strákurinn í Kvennó“ „Liverpool.“ Bjarki Hreinn Viðarsson 18 ára nemi „Arsenal.“ Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson 18 ára nemi „Liverpool.“ Steingrímur Hermannsson 17 ára nemi 1 Þessi tvö eiga ekki að hittast Lindsay Lohan hreifst af ólátabelgn- um Chris Brown á MTV-verðlaunahá- tíðinni. 2 Sótti um nám en var synjað Háskóli Íslands veitir engar undan- þágur frá kröfum sínum til nemenda í leikskólakennaradeild. 3 Jónsi skar í fingur Jónsi í Í svörtum fötum skar sig við matargerð og sagði frá því á Facebook. 4 Björn Ingi segist vinur Þjóðverja sem voru reknir Þeir Werner Jenke og Kai Renken voru reknir fyrir að hafa komið að fasteignaverkefnum með Íslendingum. 5 Eyðilögðu minnisvarða Skemmd-arvargar krotuðu á minnisvarða í Pól- landi sem stendur þar sem um 400 gyðingar brunnu inni í hlöðu í seinni heimsstyrjöldinni. 6 Töfrar og brjálæði Telma Kristín Emilsdóttir skellti sér ein síns liðs í ferðalag á framandi slóðir í Indlandi. 7 Stjórnvöld létu undan ofbeldi Breta og Hollendinga Ólafur Ragnar Grímsson segir að stjórnvöld hafi látið undan þrýstingi og ofbeldi Breta og Hollendinga. Mest lesið á dv.is Myndin Flott Skemmtiferðaskipið Crown Princess var mikilfenglegt að sjá við Sundahöfn á sunnudag. Skipið er á meðal stærstu skemmtiferðaskipa í heiminum og gerði fólk sér ferð niðrá höfn í blíðunni til að berja skipið augum. MynD DaVíð ÞóR Maður dagsins Gaman þegar maður getur eitthvað Ólafur Bragi Jónsson Ólafur Bragi Jónsson er nýkrýndur Íslands- meistari í torfæruakstri. Þetta er í annað skipti sem Ólafur Bragi hampar Íslands- meistaratitlinum og ekki í það síðasta að eigin sögn. Ólafi Braga líst ágætlega á nýliðana í sportinu en kallar þá kjúklinga sem eigi erfitt með að finna hjólin undir bílnum. Hver er maðurinn? „Ólafur Bragi Jónsson, ófæruökuþór.“ Hvar ertu alinn upp? „Ég er alinn upp hér á Egilsstöðum.“ Hvað drífur þig áfram? „Hestöfl.“ Áttu þér fyrirmyndir? „Það eru allir þessi toppar frá því í gamla daga, Eyjólfur Skúlason og þessir gæjar. Maður hélt auðvitað alltaf með sínum heima- mönnum. Það var ekki séns að maður færi að halda með einhverjum utan af landi.“ Hvað finnst þér best að borða? „Það er svo margt. Bara allt sem er óhollt. Nautalund með béarnaise-sósu og frönskum. Hljómar það ekki vel?“ Hvað er skemmtilegt við torfæru- akstur? „Það er flest allt. Vinnan og félagsandinn og svo sakar ekki að sigra. Það er alltaf gaman þegar maður getur eitthvað.“ Hvar er besta torfærubrautin? „Hún er hér á Egilsstöðum. Hér er skemmti- legasta svæðið og skemmtilegustu keppn- irnar sem geta verið mjög erfiðar. Þær reyna á pung og stórt hjarta enda hefur sýnt sig að þeir sem hafa þorið eru vanalega ofarlega.“ Hvernig líst þér á nýju ungu öku- þórana? „Kjúklingana? Þeir eru ágætir og verða örugglega fínir þegar þeir verða búnir að finna hjólin undir bílnum og bensíngjöfina.“ Er torfæra bara fyrir stráka? „Nei, nei, það eru alltaf einhverjir kvenmenn sem flækjast með og þær standa sig bara vel.“ Hvað þarf til að verða góður í torfæruakstri? „Það er svo margt í þessu. Maður þarf að geta gert við bílinn og haft hann góðan og svo þarf að kunna að keyra vel.“ Hvað tekur við? „Daglegt líf. Að mæta í vinnu og hugsa um sig og fjölskylduna.“ Ætlarðu að vinna íslandsmeistara- titilinn í þriðja skiptið? „Maður veit aldrei. Jú, jú það kemur örugglega að því eitthvert árið.“ Hin vammlausa stjórnsýsla Dómstóll götunnar „Harpa, stórkarla- leg arfleifð einka- framtaksins, trónir nú fullbúin á hafnarbakkan- um, glæsihöll en lands- mönnum til efnahags- legrar íþyngingar um ókomin ár. Lýður Árnason Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.