Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 18
R ithöfundurinn Anna Grue hafði starfað sem blaða­ maður og ritstjóri í 25 ár þegar hún fór að skrifa glæpasögur að sögn útgefenda. Það er enginn byrjandabragur á bók hennar, Fallið er hátt. Aðdá­ endur góðra glæpasagna eru fljótir að henda slíkum bókum frá sér. En þessi er lesin í rykk til söguloka. Glæpasaga þessi segir sögu Dans Sommerdahl. Dan er skemmtileg sögupersóna. Hann er listrænn stjórnandi auglýs­ ingastofu og er í veikindaleyfi vegna lamandi þunglyndis. Hann er miðaldra, sköllóttur og feitur og algerlega útbrunninn. Þegar framið er morð á aug­ lýsingastofunni þar sem Dan vinnur dregst hann inn í rann­ sóknina og hæfileikar hans til að leysa flóknar gátur koma glögg­ lega í ljós. Hann virðist búa yfir skörpu innsæi einkaspæjara og fyrst lætur hann það eft­ ir sér, meira í gamni en alvöru, að fylgja eftir lausum þráðum rannsóknarinnar og dregur þá til sín einn af öðrum meðan rannsóknarlögreglan stendur á gati. Samstarfsmenn hans og vin­ ir virðast flæktir í eitthvað dular­ fullt. Er það morðið? Eða eitt­ hvað annað? Það er óþarfi að spilla fléttunni og gefa það upp. Það sem meðal annars prýð­ ir þessa bók eru skemmtileg­ ar lýsingar á starfsfólki auglýs­ ingastofunnar. Þær eru lifandi og skemmtilegar og flestir sem hafa starfað á vinnustað þar sem sköpun er þungamiðjan kann­ ast við persónueinkenni þeirra sem þar er lýst. En best er hversu vel Önnu Grue tekst til með Dan Sommer­ dahl. Henni tekst á skemmti­ legan og áreynslulausan máta að búa til sögupersónu sem lesendur nánast hvetja áfram úr grámóskulegri tilvistarkrísu miðaldra manns í spennandi atburðarás sem leiðir til lausn­ ar dularfullrar morð­ gátu. Á meðan sögunni vindur fram verður til hetja sem hefur reist sig úr þunglyndi og í annað líf. Ljóst er að Anna hefur formúl­ una á hreinu og hér er komin fyrsta bók í röð margra. Von­ andi jafn ágætra og þessarar frumraunar hennar. 18 | Menning 5. september 2011 Mánudagur Kristjana Guðbrandsdóttir Bækur Fallið er hátt Höfundur: Anna Grue Útgefandi: Vaka-Helgafell 2011 357 blaðsíður Miðaldra, feit og útbrunnin hetja n Erró opnar nýja sýningu og telja margir hana vera hans persónulegustu á ferlinum „Búið og gert, eins og gamalt hjónaband“ E rró var í stuttri heim­ sókn á Íslandi um helgina og var viðstadd­ ur opnun í Listasafni Reykjavíkur á sýningu á teikningum sem ná yfir all­ an hans feril. Sýningargestir fá góða yfirsýn á þróunina í teikni­ stíl Errós og margt í aðferðum hans er afhjúpað. Þetta er per­ sónuleg sýning. Blaðamenn sitja við hlaðið morgunverðarborð og hlýða á Erró ræða um list sína. Þreytandi að fara í viðtöl Erró finnst þreytandi að fara í viðtöl. Þess vegna vill hann frekar bjóða til sín mörgum blaðamönnum í einu og sýna þeim verk sín. „Ég datt inn á þetta í Þýskalandi þar sem ég bauð til mín hópi blaðamanna. Mikið lifandi skelfing var ég feg­ in að hafa fundið upp á þessu,“ segir hann og hlær. Erró segir blaðamönnum frá sýningu sem hann gengur frá í Frankfurt og verður á sama tíma og bókamessan þar sem Ísland verður í öndvegi. „Ég þarf að fara þangað strax eftir helgi og þá þarf ég að snú­ ast í ýmsu og brasa,“ segir Erró. Hann segir blaðamönnum frá því að Listasafn Reykjavíkur eigi mikið af teikningum eftir sig og sýningarstjórinn, Dani­ elle Kvaran, aðstoði hann. „Ég treysti alfarið á Danielle, seg­ ir hann og brosir. Ef ég þarf að fletta upp einhverju um mitt eigið líf, þá fletti ég upp ártölum og öðru í bókunum sem hún hefur sett saman.“ Mikilvægar listaverkagjafir Listasafn Reykjavíkur hefur not­ ið gjafmildi Errós en hann hefur fært safninu stóran hluta verka sinna. Honum þykir vænt um safnið og hefur komið því til leiðar að mikilvægar listaverka­ gjafir hafa borist safninu. Meðal annars Gullpotturinn eftir Jean­ Pierre Raynaud og stór lista­ verkagjöf sem safnið fékk í fyrra eftir listamanninn Mel Ram­ os. Og nú færir Attersee safninu verk sín fyrir tilstilli Errós. Erró hefur þekkt Attersee í mörg ár og finnst þær teikning­ ar sem safninu eru færðar afar góðar. „Attersee kemur með safnstjóra Freud­safnsins í Vín,“ segir Erró og segir það þýðing­ armikið. Málaði Gaddafi þegar hann var ungur og sætur „Ætlar enginn að spyrja að neinu skemmtilegu,“ segir Erró svo við blaðamenn og brýtur upp mynstrið. Hann er spurður hvort hann ætli sér að mála mynd af Gadd­ afi en Erró hefur teiknað mikið af pólitískum myndum og það er nokkuð langt síðan hann gerði eina slíka. Síðast teikn­ aði hann ádeilumynd í tilefni af því að George Bush bað Guð að blessa Bandaríkin þegar hann sagði Írak stríð á hendur. Þá málaði Erró mynd sem hét God bless Baghdad. Hann seg­ ist vel geta hugsað sér að mála Gaddafi. „Ég málaði hann þeg­ ar hann var ungur og sætur. Ég geri ef til vill aðra mynd í ró­ legheitunum um Líbíu,“ segir hann kankvís. Teiknar mikið og teiknar enn Erró biður blaðamenn að fylgja sér. Hann ætlar að fylgja þeim í gegnum sýninguna og gengur á undan þeim og sýnir þeim helstu verkin. „Teikning­ in er enn í öllum mínum verk­ um. Það er vinsælt að segja að ég hafi horfið frá því að teikna en það er ekki rétt. Ég nota skissur mikið og teikna alltaf á grunninn áður en ég mála. Ég mála svo margar umferðir en svo teikna ég enn aftur á mál­ uðu fletina.“ Og enn teiknar hann. Í dag segist hann vera að teikna barnalegar teikningar með­ an hann býr sig undir nokkuð flóknara. „Ég er orðinn að barni aftur býst ég við. Ég er orðinn svo gamall, en ég er að vinna með liti og form sem höfða til þeirra,“ segir Erró. Ein mikilvægasta teikning Errós Erró bendir blaðamanni á teikningu frá Klaustri. „Hún er frá árinu 1946 og heitir Stríð,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni. „Mér þykir vænt um hana því hún er lík því sem ég gerði seinna. Ég teiknaði hana fyrir ofan Klaustur á Klausturheiði nálægt æskuslóðunum þar sem ég fékk mikinn innblástur,“ seg­ ir hann um myndina. „Ég var ekki góður að teikna en þetta kemur allt í rólegheit­ unum,“ segir Erró aðspurður í hvaða ljósi hann sjái hæfileika sína. „Mér finnst ég góður að teikna í dag. Ég skammast mín ekki fyrir nokkuð.“ Vill hafa það rólegt Erró verður áttræður á næsta ári og vill fara að hafa það svo­ lítið rólegt. Hugur hans hverfur til eyju í Indlandshafi, þar hef­ ur hann unnið með börnum að listsköpun og þangað langar hann sjálfan að fara og vinna. „Það fer svo mikill tími í þetta sýningavesen. Þetta eru eilífir snúningar og bras. Ég þarf tíma til að slappa af og skapa. Hafa það svolítið gott. Mig lang­ ar til þess að ganga hringinn í kringum eyna og safna því sem skolast af ströndinni. Íbúar eyj­ arinnar fleygja rusli í gljúfrin við strandlengjuna. Þegar flæðir að þá skolar því út á haf. Það skil­ ar sér aftur í flæðarmálið og ég vill safna því saman og gera eitt­ hvað úr því. Þetta gerðu börnin á eynni eitt sinn og ég hreifst af.“ Persónulegasta sýningin Erró er spurður að því hvað honum finnist um það að sýna svo persónuleg verk. Finnst honum hann ekki afhjúpa sig. Erró hristir höfuðið. Hon­ um finnst ekkert tiltökumál að opna sig fyrir áhorfandanum. „Mér er alveg sama um það,“ segir Erró. „Þetta er búið og gert, eins og gamalt hjóna­ band.“ Skagfirskt kvennalið í Útsvari Fyrsti þáttur Útsvars hófst á föstudaginn þegar Árborg og Hornafjörður kepptu sín á milli en síðustu daga hafa sveitarfélögin birt nöfn sinna þátttakenda. Lið Skagfirðinga mun sennilega vekja mesta at­ hygli í ár því samkvæmt feyki. is er liðið einungis skipað kon­ um og mun það vera í fyrsta skiptið sem kvennalið keppir í Útsvari í fimm ára sögu þátt­ anna. Það eru þær Guðrún Helgadóttir prófessor, Guð­ rún Rögnvaldsdóttir fram­ kvæmdastjóri og Elda Björt háskólanemi sem verða andlit Skagafjarðar í spurningaþætt­ inum í ár. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Myndlist „Mér finnst ég góður að teikna í dag. Ég skammast mín ekki fyrir nokkuð. Frábær glæpasaga Önnu Grue tekst á skemmtilegan og áreynslulausan máta að búa til sögupersónu sem lesendur nánast hvetja áfram. Erró snýr baki í verk sín Erró sýnir teikningar í Listasafni Reykjavíkur á sinni persónulegustu sýningu. Honum finnst ekkert til- tökumál að opna sig fyrir áhorfand- anum. „Mér er alveg sama,“ segir Erró. „Þetta er búið og gert, eins og gamalt hjónaband.“ Mynd Gunnar Gunnarsson Var ekki góður að teikna „Þetta kemur allt í rólegheitunum,“ segir Erró um það hvernig hann lærði að teikna. Þórdís fékk styrk Þórdís Aðalsteinsdóttir hlaut styrk úr Listasjóði Guðmundu Kristinsdóttur á laugardaginn. Listamaðurinn Erró afhenti henni verðlaunafé og viður­ kenningu úr sjóðnum fyrir framlag hennar á sviði mynd­ listar. Afhendingin fór fram við opnun á sýningum Errós og Attersee í Hafnarhúsinu fyrr í dag, en móðir Þórdísar, Marta Hildur Richter veitti verðlaun­ unum viðtöku. Sjóðinn stofnaði Erró til minningar um móðursystur sína, Guðmundu, og er hon­ um ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Er þetta í tólfta sinn sem styrkur er veitt­ ur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri. Dansað í Reykjavík Reykjavík Dance Festival mun fara fram dagana 5. til 11. september og verður haldin í Tjarnarbíói. Á dagskrá hátíðar­ innar eru atriði danslistamanna úr sjálfstæða listdansgeir­ anum á Íslandi sem margir hverjir frumsýna ný verk. Í fyrsta sinn verður á hátíðinni boðið upp á dagskrá sérstak­ lega tileinkaða dansmyndum og dansinnsetningum. Þar fá gestir hátíðarinnar að kynnast því besta í íslenskri og alþjóð­ legri dansmyndagerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.