Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Side 22
L
eikarinn Þorvald-
ur Davíð Kristjáns-
son kynnti kærustu
sína fyrir þjóðinni í
fyrsta þætti Ragnhild-
ar Steinunnar af Ísþjóðinni.
Sú heppna heitir Hrafntinna
Viktoría Karlsdóttir og er
ljóshærð fegurðardís og dótt-
ir Kalla í Pelsinum. Í þætt-
inum kom fram að parið er
trúlofað og mun ganga í það
heilaga næsta sumar en þau
kynntust í skírn hjá sameig-
inlegri vinafjölskyldu.
Þorvaldur útskrifaðist ný-
lega úr leiklistarskóla Juilli-
ard í New York sem er einn
sá virtasti í heimi. Hann og
Hrafntinna hafa nú flust frá
New York til Los Angeles þar
sem hinn myndarlegi leik-
ari ætlar að freista gæfunnar
í Hollywood en samkvæmt
kennurum hans í Juilliard
er vel líklegt að hann finni
frægð og frama í englaborg-
inni.
Vel fór á með honum
og Ragnhildi Steinunni en
þau léku saman í íslensku
splatter-hryllingsmyndinni
Reykjavik Whale Watching
Massacre. Þorvaldur hefur
verið einn eftirsóttasti pipar-
sveinn Íslands um áraraðir
en hann vakti fyrst athygli í
sýningum Verzló og tók einn-
ig þátt í söngleikjum á borð
við Hárið, Killer Joe og Fo-
otloose. Hann mun svo birt-
ast í kvikmyndinni Svartur á
leik sem byggir á samnefndri
skáldsögu Stefáns Mána.
K
ristrún Ösp Barkar-
dóttir er í forsíðuvið-
tali í nýjustu Vikunni
þar sem hún lætur
allt flakka. Eins og al-
þjóð veit er Kristrún Ösp kom-
in rúma fjóra mánuði á leið
með sitt fyrsta barn en í við-
talinu kemur fram að glamúr-
fyrirsætan veit ekki hver pabbi
barnsins er þótt hún sé þess
fullviss að knattspyrnustjarn-
an Dwight Yorke komi ekki til
greina.
Hún segir að hún hafi verið
með öðrum manni eftir að þau
Sveinn Andri hættu saman.
Hann komi einnig til greina
sem faðir barnsins. Þau Krist-
rún og Sveinn Andri hættu
saman eftir nokkurra mánaða
samband. Sambandið vakti
ekki síst athygli vegna þess að
mikill aldursmunur er á Krist-
rúnu og Sveini eða 27 ár en
Kristrún er fædd árið 1990 og
Sveinn árið 1963.
Í Vikunni gefur Kristrún í
skyn að sambandsslitin hafi
verið vegna þess að Sveinn
Andri hafi verið í sms-sam-
bandi við aðrar og yngri kon-
ur þegar þau voru saman. Á
meðan ástin blómstraði flutti
Kristrún inn til lögfræðingsins
en býr nú með karlkyns vini
sínum í borginni.
Af færslu hennar á Face-
book má lesa að brestir séu
komnir í sambúðina en þar
grínast Kristrún með að hún
og sambýlingurinn séu að
„verða geðveik á hvort
öðru vegna óléttu-
pirrings, mætti halda
að hann væri sjálfur
ófrískur!! en það pass-
ar náttúrulega ekki
því hann fór á blæð-
ingar fyrir 2 vikum
síðan,“ skrifar hún og
hefur greinilega ekki
týnt húmornum á
meðgöngunni.
Í viðtalinu í Vikunni
segir Kristrún að áhugi hinna
mögulegu verðandi feðra á
meðgöngunni sé lítill en skilj-
anlegur miðað við aðstæður.
Enn fremur segist hún meira
en tilbúin fyrir móðurhlut-
verkið og að hún kvíði því ekki
að verða einstæð móðir en
hún ætli að takast á við nýja
hlutverkið í heimabæ sínum
Akureyri.
Kristrún vakti athygli út fyr-
ir landsteinana þegar hún var
í sambandi við knattspyrnu-
stjörnuna Yorke. Breska press-
an gekk á eftir henni með
grasið í skónum en Kristrún
neitaði að selja sögur af kær-
astanum enda lifði hún í vel-
lystingum með Yorke. Þegar
sambandi þeirra lauk lét hún
hafa eftir sér að peningar og
frægð hefðu ekkert í ástina að
gera.
„Ég viðurkenni það al-
veg að ég hugsaði um að vera
bara með honum. Þá hefði ég
ekki þurft að hugsa um neinn.
Það hefði bara verið eins og
að vera í lúxusutanlandsferð
alla ævi en ég er sjálfstæð og
stolt og það kom bara ekki til
greina,“ sagði Kristrún í DV í
fyrra.
22 | Fólk 5. september 2011 Mánudagur
Með útlitið með sér Þorvaldi
Davíð er spáð frægð og frama í
Hollywood en hann er fluttur til
englaborgarinnar þar sem hann
hyggst freista gæfunnar.
Þorvaldur Davíð trúlofaður
n Einn eftirsóttasti piparsveinn Íslands giftir sig á næsta ári
Veit ekki hVer
pabbinn er
Ekki pabbinn Knatt-
spyrnustjarnan Dwight
Yorke kemur ekki til greina
sem faðir ófædda barnsins.
Sjálfstæð Kristrún Ösp sagði í
viðtali við DV í fyrra að hún hefði leitt
hugann að því að eyða ævinni með
knattspyrnumanninum. Það líf hefði
verið eins og lúxusutanlandsferð en
þar sem hún væri sjálfstæð hefði
slíkt ekki komið til greina.
n Dwight Yorke kemur ekki til greina sem faðir barnsins
n Er haldin óléttupirringi n Mögulegir pabbar áhugalausir
Popppunktur
þreyttur
Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson
skýtur á tónlistarspurninga-
þátt þeirra Dr. Gunna og Felix
Bergssonar á bloggsíðu sinni
þar sem hann segir: „Popp-
punktur er vinsæll þáttur en
þreyttur. Hvaða þáttur yrði ekki
vinsæll í ríkissjónvarpi klukkan
19.40 á laugardagskvöldi?“
Popppunktur mældist í síðustu
fjölmiðlakönnun Capacent
með 17,6 prósenta áhorf í flokki
12–49 ára og var fjórði vinsæl-
asti þáttur RÚV vikuna 22.–28.
ágúst. „Sendið þáttinn út á
þriðjudagskvöldum klukkan
21.30 og tékkið á áhorfinu,“
skrifar Eiríkur Jónsson.
Ánægð með
Ljósanótt
Ljósanæturhátíðin fór fram í
Reykjanesbæ um helgina en
metfjöldi fólks sótti hana að
þessu sinni. Talið er að um
60.000 manns hafi lagt leið sína
til Reykjanesbæjar og notið
hátíðarinnar. Þar var að vanda
hægt að fara á ýmsa menn-
ingarviðburði og á laugardags-
kvöldinu voru risatónleikar.
Hápunkturinn var eins og
alltaf flugeldasýningin sem sló
heldur betur í gegn en Hlín
Einarsdóttir, ritstjóri kvennave-
fjarins bleikt.is, ritaði á Fa-
cebook-síðu sína: „Dásamleg
Ljósanæturhátíð. Flugeldasýn-
ingin á Menningarnótt var bara
„krapp“ miðað við þessa!“
Fótbolta-
menn nýttu
sér fríið
Eins og allir knattspyrnuunn-
endur vita er landsleikjahlé
en íslenska landsliðið tapaði á
föstudagskvöldið gegn Noregi
og mætir svo Kýpur á þriðju-
dagskvöldið. Vegna leikjanna
er hlé í efstu deild hér heima og
nýttu margir fótboltakappar sér
tækifærið og skelltu sér út á lífið
á föstudagskvöldið enda langt
í næsta leik. HK-ingar, ÍR-ingar
og Stjörnumenn voru nokkuð
áberandi og þá voru Fylkis-
menn áberandi á skemmti-
staðnum B5. Þar mátti sjá fyrr-
verandi atvinnumanninn Gylfa
Einarsson, markvörðinn Fjalar
Þorgeirsson og Tómas Joð Þor-
steinsson, son Þorsteins Joð,
lyfta sér upp, meðal annarra.