Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Blaðsíða 12
Adolf Hitler
Hitler var leiðtogi nasista í Þýskalandi og komst til valda eftir að hafa bar-
ist sjálfur í fyrri heimstyrjöldinni og eftir að hafa setið í fangelsi eftir mis-
heppnað valdarán í heimalandi sínu Austurríki. Undir hans stjórn hófst
seinni heimsstyrjöldin og þjóðarmorð á gyðingum.
12 | Erlent 24. október 2011 Mánudagur
n Muammar Gaddafi kemst ekki á topp 10 listann yfir hættulegustu einræðisherrana n Adolf Hitler, leiðtogi nasista, í þriðja sæti n Kommúnistar hafa verið hættulegastir í gegnum tíðina
Hættulegustu einræðisherrarnir
E
inræðisherrann Muammar
Gaddafi réð ríkjum í Líbíu í 42
ár, allt frá því að hann leiddi
uppreisn hersins gegn kon-
ungi landsins. Hann var al-
gjörlega einráður yfir Líbíu og stjórn-
aði landinu með harðri hendi allt þar
til hans eigin þjóð gafst upp á þess-
um fyrrverandi frelsara sínum og
gerði uppreisn gegn honum og fylg-
ismönnum hans. Því fer þó fjarri að
Gaddafi hafi verið illskeyttasti ein-
ræðisherra sögunnar sé litið til þess
hversu mörg líf þeir hafa kostað.
H
eiM
ild
ir
: TH
e d
A
ily
B
eA
s
T, W
iK
ip
ed
iA
Líf sem hann kostaði: 45 - 75 milljónir
Hvers konar leiðtogi: Kommúnisti
Ár á valdastóli: 34 (1943–1976)
Banamein Mao: Hjartaáfall
Jósef Stalín
Stalín var leiðtogi Sovétríkjanna
á árunum 1941–1953. Hann kom
upp vinnubúðum víðsvegar um
Sovétríkin þar sem afbrotamenn
jafnt sem pólitískir fangar var
þrælað út og jafnvel teknir af lífi.
Líf sem hann kostaði: 40–62 milljónir
Hvers konar leiðtogi: Kommúnisti
Ár á valdastóli: 12 (1941–1953)
Banamein Stalíns: Hjartaáfall
Líf sem hann kostaði: 2–12 milljónir
Hvers konar leiðtogi: Herforingi
Ár á valdastóli: 2 (1969–1971)
Endalok Khan: Óþekkt
„Hvað gerði ég þér?“
n síðustu orð Gaddafis
Líf sem hann kostaði: 17–20 milljónir
Hvers konar leiðtogi: Fasisti (nasisti)
Ár á valdastóli: 11 (1934–1945)
Endalok Hitlers: Sjálfsmorð
Líf sem hann kostaði: 2 milljónir
Hvers konar leiðtogi: Einræðisherra
Ár á valdastóli: 34 (1969–2003)
Endalok Hussein: Tekinn af lífi
H
vað gerði ég þér?“ spurði
Muammar Gaddafi, leið-
togi Líbíu, rétt áður en hann
var skotinn til bana. Þetta
kemur fram í fréttaskýr-
ingu breska blaðsins Guardian. Þar
er atburðarás þeirri sem á endanum
leiddi til dauða Gaddafis lýst í smá-
atriðum. Áður hefur komið fram að
síðustu orð Gaddafis hafi verið: „Ekki
skjóta, ekki skjóta.“ Sögum ber ekki
saman en ýmsir sjónarvottar segja
nú að hann hafi að lokum spurt þá
sem réðust á hann, hvað hann hefði
gert þeim sem gerði að verkum að
hann verðskuldaði slíka meðferð.
Lík Gaddafis var dregið eftir göt-
um heimabæjar hans, Sirte, eftir að
hann var drepinn. Myndband og
myndir af atburðinum hafa vakið
óhug margra. Sögum ber ekki saman
um hvernig og hvers vegna hann
var drepinn. Guardian segir að til sé
myndband af honum slösuðum þar
sem hann reykir sígarettu og fær sér
sopa af vatni. Nokkru síðar sé hann
látinn. Réttarmeinafræðingur sem
hefur skoðað lík Gaddafis segir að
hann hafi látist af skotsárum.
Víg þessa leiðtoga Líbíu hefur
vakið afar misjöfn viðbrögð. Margir
vildu sjá réttað yfir honum. And-
stæðingar Gaddafis sögðu hann ill-
ræmdan einræðisherra sem hefði
pyntað og myrt andstæðinga sína.
Þeir hafa fagnað dauða hans und-
anfarna daga. Stuðningsmenn hans
voru hins vegar á því að hann hefði
fært auðinn í hendur líbísku þjóð-
arinnar, meðal annars með því að
þjóðnýta olíuauð landsins. Hann
átti sér því hóp stuðningsmanna
sem vörðu hann allt fram á síðustu
stundu. Óljóst er hvað verður um
þessa stuðningsmenn í Líbíu fram-
tíðarinnar en framundan eru kosn-
ingar og uppstokkun á stjórnkerfi
landsins.
síðustu andartökin Gaddafi er sagður hafa beðið uppreisnarmennina að þyrma lífi sínu.
1
2 3
98
Saddam
Hussein
Hussein var einráð-
ur í Írak á tímabilinu
1969–2003 þegar fjöl-
þjóðlegt herlið hand-
samaði hann eftir
innrás í landið. Hann
sendi hersveitir sínar
af stað í miklar þjóð-
ernishreinsanir á
Kúrdum sem bjuggu
norðarlega í Írak á
tímabilinu 1986–1989.
Yahya Khan
Khan komst til valda eftir að
Ayub Khan, forseti Pakistan,
sagði af sér. Í sinni fyrsti opin-
beru ræðu sem forseti lýsti
hann því yfir að búið væri að
setja herlög í landinu. Í til-
raunum sínum til að koma
á reglu og friði í landinu hóf
hann hernaðaraðgerðir í vest-
urhluta landsins. Þær hern-
aðaraðgerðir leiddu til þjóð-
armorðs á Bengölum sem
bjuggu á landsvæðinu, sem í
dag er hluti af Bangladess.
Mao Zedong
Mao formaður, eins hann er iðu-
lega kallaður, leiddi kínversku
kommúnistabyltinguna árið
1949. Hann varð fyrsti leiðtogi
alþýðulýðveldisins Kína eftir
stofnun þess að byltingunni lok-
inni. Mao er talinn eiga stóran
þátt í hungursneyð sem geisaði
um nokkurra ára skeið í Kína, frá
árinu 1958 til 1961, með þeim
ákvörðunum sem hann tók um
efnahagsstefnu ríkisins.
Merkel og
Sarkozy
skamma
Berlusconi
Þó að skuldavandi Grikkja sé efst
á dagskrá á fundi leiðtoga Evrópu-
sambandsins í Brussel þá beina þeir
einnig sjónum sínum að versnandi
efnahag Ítalíu. Sér í lagi eru það
Þjóðverjar sem eru órólegir varð-
andi stöðu mála á Ítalíu enda hafa
þeir greitt hvað mest af Evrópusam-
bandsþjóðum til að bjarga Grikk-
landi. Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, var því dreginn á teppið af
kanslara Þýskalands, Frakklandsfor-
seta og forseta Evrópusambandsins.
Þjóðarskuld Ítala er nú 120 prósent
af landsframleiðslunni en það er
helmingi meira en leyfilegt er í lönd-
um innan Evrópusambandsins.
Hátt í þúsund
látnir
Óttast er að allt að þúsund manns
hafi látið lífið í öflugum jarðskjálfta
sem skók austurhluta Tyrklands á
sunnudaginn. Tölur um látna eru þó
enn á reiki. Samkvæmt bandarísku
jarðvísindastofnuninni var skjálft-
inn 7,3 stig á Richter en fjöldi eftir-
skjálfta fylgdi í kjölfarið. Skjálftinn
átti upptök sín skammt frá borginni
Van og varð hann á aðeins fimm
kílómetra dýpi. Eyðileggingin er
mikil en hundruð bygginga féllu í
skjálftanum, þar á meðal sjúkrahús,
og vinna björgunarmenn nú hörð-
um höndum að því að bjarga fólki úr
rústunum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
mannskæður skjálfti skekur landið
en árið 1999 riðu tveir skjálftar yfir
vesturhluta Tyrklands. Voru þeir
báðir yfir 7 stig á Richter en þá týndu
meira en tuttugu þúsund manns lífi.
Kosningar í
Túnis
Fyrstu kosningar arabíska vorsins
svokallaða fóru fram í Túnis um
helgina. Kjörsókn var vonum framar
en þegar enn voru tveir tímar til lok-
unar kjörstaða höfðu 70 prósent af
sjö milljónum kjósenda kosið. Þetta
eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar
í landinu síðan það varð sjálfstætt
ríki árið 1956 en fyrrverandi forseta
landsins var steypt af stóli fyrir níu
mánuðum eftir fjöldamótmæli. Kos-
ið er um 217 sæti á stjórnlagaþinginu
sem mun útnefna bráðabirgðafor-
seta og ríkisstjórn til eins árs.