Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Blaðsíða 18
Dularfullir
atburðir í
Ísþjóðinni
18 | Menning 24. október 2011 Mánudagur
Eins og íslenskur útrásarvíkingur
R
oger er aðeins 168 sentí-
metrar á hæð, hann
er giftur stórglæsilegri
konu, er einn farsælasti
hausaveiðari landsins og býr
í húsi sem er einhvers konar
hönnunarhöll sem myndi prýða
ágætlega forsíðu einhvers glæsi-
legs hönnunartímarits.
En hvað gera litlir menn sem
hræðast umfram allt að verða
innistæðulausir í lífinu? Þeir
deyða yndið sitt, svífast einskis
og haga sér eins og fífl. Og það
gerir Roger fyrir allan pening-
inn. Undir yfirborðinu er allt í
vitleysu. Vitleysan minnir á stef
úr lífi ímyndaðs íslensks útrásar-
víkings. Yfirdrátturinn er í botni
og Roger á ekki fyrir næstu af-
borgun af glæsivillunni. Konan
þráir að eignast barn en Roger
litli er svo mikill naggur að hann
þolir ekki tilhugsunina um að
eignast með henni barn sem
stelur af honum ást og athygli,
afbrýðisemin kraumar undir
niðri í hverju spori sem hann
tekur og hann trompar fífla-
lætin með því að halda framhjá
eiginkonunni sem hann elskar
svona mikið en helvíti illa. Til að
toppa það hvað konan er illa gift
þá fjármagnar Roger lífsgæða-
kapphlaupið og metorðin með
ránum.
Roger heldur að það hafi
hlaupið á snærið hjá sér þegar
hann kemst í kynni við hinn
glæsilega Claes Greve. Hann
hefur leitað að nýjum forstjóra
fyrirtækisins Pathfinder og
Greve er draumakandídatinn
og þegar hann kemst að því að
hann á forláta upprunalegt mál-
verk tugmilljóna virði þá held-
ur Roger að hann hafi dottið í
lukkupottinn fyrir fullt og allt.
Atburðarásin sem fer af stað
er með ólíkindum. Það er eitt-
hvað frábært að gerast í norskri
kvikmyndagerð. Myndin er
spennandi, áhorfendur halda
með nagginum honum Roger
þrátt fyrir asnaganginn og flétt-
an er eiginlega alveg mögnuð
og sérlega hjartnæm því inni í
öllu ruglinu leynist hin falleg-
asta þroska og ástarsaga. Í lok
myndarinnar hittum við nefni-
lega fyrir annan mann. Hann
heitir Roger. Hann er ennþá
bara 168 sentímetrar á hæð.
En hann er allt annað en inni-
stæðulaus.
Myndin er ekki einung-
is spennandi. Hún er fynd-
in, áferðarfalleg og verulega
ógeðsleg og þá er það upptal-
ið það sem hægt er að krefjast.
Fullt hús stiga og hreint út sagt
frábær mynd.
Kristjana
Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Bíómynd
Headhunters
IMDb 7,6
Leikstjóri: Morten Tyldum
Handrit: Lars Gudmestadog Ulf
Ryberg, byggt á bók Jo Nesbo
Leikarar: Nikolaj Coster-Waldau, Aksel
Hennie and Julie R. Ølgaard
98 mínútur
Uppvakn-
ingahátíð
Bíó Paradís kynnir í samstarfi
við hljómsveitina Malneirop-
hrenia uppvakningahátíð sem
haldin verður dagana 29. og
30. október á allraheilagra-
messu.
Malneirophrenia er kamm-
erpönksveit og hefur valið
fimm sígildar uppvakninga-
myndir sem sýndar verða yfir
tvö kvöld frá klukkan 18 til
miðnættis. Í myndavali var
áhersla lögð á lítt þekktar perl-
ur geirans og fyrst og fremst
eldri myndir, sjaldséð eða
gleymd meistarastykki, sem
hafa staðist tímans tönn og slá
út flest það sem ber upp á hvít
hryllingstjöld samtímans. Sýnt
verður af DVD.
Hljómsveitin sér alfarið
um dagskrá hátíðarinnar, en
hún mun auk þess standa fyrir
kvikmyndatónleikum laugar-
dagskvöldið kl 20.00 við fyrstu
ítölsku kvikmyndina í fullri
lengd, þögla meistaraverkið
L’Inferno (1911), sem fagnar
einmitt aldarafmæli í ár.
Sýna nýtt
verðlaunaverk
Nemendaleikhús Listaháskóla
Íslands hefur hafið æfingar á
verkinu Jarðskjálftar í Lund-
únum eftir Mike Bartlett í þýð-
ingu Heiðars Sumarliðasonar.
Verkið er glænýtt en það var
frumsýnt árið 2010 í National
Theatre í Lundúnum við góðar
undirtektir og var Bartlett í
kjölfarið hampað sem ferskri
rödd í bresku leikhúslífi. Verk
þetta hefur fengið fullt hús í
dómum ytra og gaman verður
að sjá hvernig tekst til í Nem-
endaleikhúsinu.
Allt kom
það nær
Ný ljóðabók eftir Þorstein frá
Hamri, Allt kom það nær, er
komin út. Þorsteinn frá Hamri
(f. 1938) er meðal fremstu ljóð-
skálda sem
ort hafa á ís-
lenska tungu.
Hann hefur
hlotið marg-
víslegar
viðurkenn-
ingar fyrir
skáldskap
sinn, meðal
annars Stíl-
verðlaun Þórbergs Þórðarsonar
1991 og Íslensku bókmennta-
verðlaunin árið 1992 fyrir ljóða-
bókina Sæfarann sofandi. Þá
var hann tilnefndur til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna árið
1995 fyrir Það talar í trjánum og
1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þor-
steinn fékk Ljóðaverðlaun Guð-
mundar Böðvarssonar 2004 og
verðlaun á degi íslenskrar tungu
árið 2009.
G
löggir áhorfendur Ís-
þjóðarinnar í síðustu
viku tóku eftir upp-
ákomu í lok þáttarins
sem var nokkuð for-
vitnileg. Í þættinum kynnti
Ragnhildur Steinunn fyr-
ir áhorfendum ljósmyndar-
ann Sögu Sigurðardóttur, sem
þrátt fyrir ungan aldur hef-
ur tekið tískuljósmyndir fyrir
stærstu blöð heims. Í lok þátt-
arins ganga þær á Þingvöllum
og ræða um drauga og yfirskil-
vitlegar verur þegar steinvarða
sem þeir eiga leið hjá hrynur
til grunna. Ragnhildur Stein-
unn hrópar upp yfir sig og spyr
tökuliðið hvort það hafi séð
þetta, augljóslega forviða yfir
atvikinu.
Varðan hrundi
Ragnhildur Steinunn seg-
ir uppákomuna hafa verið
skondna. „Það var undarlegt
og mjög eftirminnilegt því
ein varðan hrundi niður þeg-
ar við gengum hjá meðan við
vorum að tala um drauga og
yfirskilvitlegar verur. Ég veit
ekki hvað það var, hvort það
var rokið, þyngdarkrafturinn
eða eitthvað þeim mun dular-
fyllra sem felldi vörðuna,“ segir
Ragnhildur Steinunn og hlær.
Vildi ekki klippa þáttinn
niður
Saga Sigurðardóttir sem um
var fjallað í þættinum ólst upp
á Þingvöllum og sagði íslenskt
landslag hafa kennt sér að taka
myndir þegar hún var aðeins
átta ára. Hún er mikið nátt-
úrubarn og býr nú í London.
Hún lauk nýverið BS-prófi í
tískuljósmyndun þar í borg og
er nú þegar orðin eftirsóttur
tískuljósmyndari. Í þættinum
kemur fram að henni finnst
stundum erfitt að búa í stór-
borg. Ragnhildur Steinunn var
heilluð af viðmælanda sínum
og átti bágt með að halda sig
við tilskilda lengd á þættinum.
„Hún er svo ótrúlega laus við
alla stæla, hún er alveg sönn.
Ég er ekki að grínast, þegar ég
klippti þennan þátt þá vildi
ég að hann væri bara einn og
hálfur tími. Ég gat ekki feng-
ið nóg af henni. Um leið og ég
hitti hana í fyrsta sinn þá fann
ég að hún var mjög sérstök.“
Tekur ekki myndir af
þvengmjóum fyrirsætum
Tískubransinn er harður heim-
ur og Ragnhildur Steinunn var
sérstaklega hrifin af því að
Saga tekur ríka ábyrgð í brans-
anum. Hún vill ekki að á ljós-
myndum sínum séu fyrirsætur
sem eru stúlkum slæm fyrir-
mynd og tekur því til að mynda
ekki myndir af þvengmjóum
fyrirsætum. Netið hefur fleytt
henni áfram í þessum heimi og
Saga er dugleg að nýta sér síðu
sína Saganendalausa.blogs-
pot.com til að vekja athygli á
verkum sínum. Staða hennar
er svo góð að hún verður ekki
verkefnalaus allt árið.
„Hún er samkvæm sjálfri
sér,“ segir Ragnhildur Stein-
unn. „Mér fannst rosalega
flott þegar hún talaði um
hvað það er mikilvægt að sýna
ábyrgð. Hún á eftir að kom-
ast langt og hún segir það líka
sjálf. Mamma hennar minnt-
ist líka á það að hún hefði svo
mikla trú á sjálfri sér og vildi
hvetja aðrar ungar stúlkur til
hins sama. Trúin fleytir manni
rosalega langt. Því hvernig
ætlar maður að láta aðra trúa
því ef maður trúir því ekki
sjálfur?“
n Steinvarða hrundi meðan þær Saga Sigurðardóttir og Ragnhildur Steinunn ræddu um drauga
n Ragnhildur Steinunn heilluð af viðmælandanum n Saga Sigurðardóttir eftirsótt í London
Úr nýlegri myndatöku
Mynd: Saga Sig
Stílisering: Masha Orlov
Förðun Andrea Helga-
dottir og aðstoð Ísak Freyr
Fyrirsætur: Vera/Elite &
Kolbrun/Eskimo Models
Aðstoð Ellen Lofts
Náttúrubarn í stórborg Saga Sigurðardóttir býr og starfar í London og
finnst það stundum erfitt enda er hún mikið náttúrubarn.
Draugagangur? Ragnhildur
Steinunn segist hafa orðið forviða
yfir undarlegu atviki í tökum á
Ísþjóðinni. Steinvarða hrundi til
grunna þegar þær Ragnhildur Stein-
unn og Saga Sigurðardóttir gengu
hjá og ræddu um drauga.
Síðasti þátturinn Saga Sigurðardóttir var
síðasti viðmælandi Ragnhildar Steinunnar
Jónsdóttur í þáttunum Ísþjóðinni. Þættirnir
eru framleiddir af henni og Eiríki Böðvarssyni.
Norsk kvikmyndagerð er á uppleið Headhunters er farsælasta
kvikmynd Noregs síðustu misseri og ekki að undra. Frábær mynd.