Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Blaðsíða 20
20 | Sport 24. október 2011 Mánudagur
V
elgengni Newcastle hélt
áfram í ensku úrvals-
deildinni um helgina
þegar liðið lagði Wigan,
1–0, á heimavelli. Eina mark
leiksins kom eftir franska sam-
vinnu en þá skoraði nýi mað-
urinn, Yohan Cabaye, með
flottu skoti eftir undirbúning
annars Frakka, Sylvain Mar-
veaux, sem einnig samdi við
liðið fyrir tímabilið. Það dugði
til sigurs gegn spræku Wigan-
liði sem átti líklega meira skilið
út úr leiknum.
Newcastle hefur verið
spútnik liðið til þessa á tíma-
bilinu en það er enn ósigrað
eftir níu leiki. Það hefur unn-
ið fimm leiki og gert fjögur
jafntefli og er eina ósigraða
liðið ásamt toppliði Manches-
ter City. Newcastle-menn eru
fyrstir til þess að viðurkenna
að þetta gengi komi þeim sjálf-
um á óvart.
„Við viðurkennum það fús-
lega að gengi okkar til þessa
hefur komið okkur á óvart. Það
verður samt að líta yfir þessa
fyrstu leiki og horfa til þess að
við hljótum að vera með ein-
hver gæði í liðinu fyrst það eru
komin 19 stig í hús. Í þremur
til fjórum leikjum hefur fólk
eflaust hugsað að við höfum
verið nokkuð heppnir að hafa
sigur. Við höfum vissulega ver-
ið svolítið heppnir hér og þar
en það er líka annað sem býr
að baki þessum sigrum,“ segir
Alan Pardew, knattspyrnu-
stjóri Newcastle.
Það mun svo sannarlega
reyna á gæði Newcastle á
næstu vikum því það er á leið
inn í rosalegt leikjaprógramm.
Í næstu fimm leikjum mæt-
ir liðið Stoke á útivelli, Ever-
ton heima og svo Manchester
City, Manchester United og
Chelsea hverju á fætur öðru.
Röð leikja sem hvaða lið væri
smeykt við.
„Hvernig lið við erum sést
þegar mótlætið lætur á sér
kræla. Við höfum ekkert unn-
ið ennþá og ekkert afrekað. Við
erum bara með fínt lið og höf-
um verið heppnir hvað meiðsli
varðar. Hvað gerist svo í fram-
haldinu verður að koma í ljós,“
segir Alan Pardew.
Hefur komið sjálfu sér á óvart
n Newcastle taplaust en er á leið í rosalegt leikjaprógramm
M
anchester Uni-
ted mátti þola sitt
stærsta tap í efstu
deild í 85 ár þegar
liðið var niðurlægt af
nágrönnum sínum, 6–1, á Old
Trafford á sunnudaginn. Með
sigrinum náði City fimm stiga
forskoti á toppi úrvalsdeild-
arinnar og sendi um leið skýr
skilaboð um það að liðið ætli
sér Englandsmeistaratitilinn
ekki seinna en á þessu tíma-
bili. Veislan hófst á 22. mínútu
þegar vandræðagemsinn Mar-
io Balotelli skoraði gott mark.
Daginn áður hafði hann kveikt
í húsinu sínu með því að leika
sér með flugelda innandyra en
hann, ásamt City-liðinu, hélt
öðruvísi flugeldasýningu á Old
Trafford. Balotelli bætti við
öðru marki, Edin Dzeko skor-
aði tvö og þeir Sergio Agüero
og David Silva hvor sitt markið
í þessum stórsigri. Eina mark
United skoraði Darren Fletcher
í stöðunni 3–0.
Verstu úrslit í minni sögu
Sir Alex Ferguson var eðli máls-
ins samkvæmt niðurbrotinn
eftir tapið og fór ekkert í felur
með hversu slæmt tapið var.
„Þetta er versti dagur í sögu
okkar,“ sagði hann í viðtali eft-
ir leikinn. „Þetta voru verstu
úrslit á mínum ferli. Ég tapaði
ekki einu sinni 6–1 sem leik-
maður. Ég hreinlega trúi ekki
hvernig leikurinn fór. Fyrsta
markið var áfall en það á að
vera hægt að koma til baka í
stöðunni 1–0. Brottvísun Jonny
Evans drap okkur. Við héldum
áfram að sækja 4–1 undir í stað
þess að bara að sætta okkur við
tap,“ sagði Ferguson sem var
óánægður með eldri leikmenn-
ina í liðinu.
„Við héldum bara áfram að
sækja og þeir komu til baka og
mættu okkur þrír á móti tveim-
ur. Þetta var ruglaður fótbolti.
Ég hélt að með alla reynsluna
inni á vellinum hjá leikmönn-
um eins og Rio Ferdinand og
Patrice Evra að við myndum
verjast meira. En við héldum
bara áfram að sækja. Stund-
um þurfa menn aðeins að nota
skynsemina. Þetta var alveg
hræðilegur dagur,“ sagði Sir
Alex Ferguson sem hefur trú á
að sínir menn verði komnir í
gang fyrir janúar.
„Við komum aftur. Þegar
janúar gengur í garð verðum við
í fínu lagi. Vanalega förum við í
gang á seinni helmingi mótsins
og þannig verður það áfram að
vera. Við erum núna búnir að
spila við öll liðin í kringum okk-
ur og þau eiga eftir að spila við
hvert annað. Seinni hluti tíma-
bilsins verður okkur því mikil-
vægur,“ sagði Ferguson.
Auðveldara eftir rauða
spjaldið
Það kom mörgum á óvart að
sjá Jonny Evans í byrjunar-
liði Manchester United en Phil
Jones var geymdur á bekknum
og Vidic var utan hóps. Evans
var of seinn að koma sér fyr-
ir skot Balotellis í fyrsta mark-
inu og lét reka sig út af eftir rétt
rúma mínútu í seinni hálfleik.
Evans lék því ansi stórt hlutverk
í niðurlægingunni sem United
mátti þola.
„Það varð allt auðveldara eft-
ir rauða spjaldið en við vorum
að spila vel,“ sagði glaðbeittur
Robert Mancini, knattspyrnu-
stjóri Manchester City, eftir
leikinn. „Fyrstu 25 mínútur
leiksins spilaði United vel en
fékk engin færi. Við spiluðum
líka vel fannst mér. Þetta voru
mikilvæg þrjú stig og gott að
spila vel hér. Það verða ekki
mörg lið sem munu koma
hingað og vinna sigur. Ég ber
jafnvel enn meiri virðingu fyrir
United eftir þennan leik því
þrátt fyrir að vera manni færra
hélt það áfram að spila fótbolta
og reyna að skora. Þetta lið hef-
ur ótrúlegt hugarfar,“ sagði sig-
urreifur Mancini.
n Montrétturinn er í bláa hluta Manchester-borgar eftir niðurlægingu á Old Trafford
n City rústaði United, 6–1 n „Versti dagur í sögu okkar,“ segir Sir Alex Ferguson
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti
6–1 Edin Dzeko skoraði
tvö undir lokin fyrir City.
MyNd reUTerS
Hvað er að gerast? Ferguson og aðstoðarmenn hans horfa upp á niður-
læginguna. MyNd reUTerS
Niðurlæging!
Aron Einar
skoraði tvö
Landsliðsmaðurinn í knatt-
spyrnu, Aron Einar Gunn-
arsson, skoraði tvö mörk fyrir
Cardiff er liðið lagði Barns-
ley að velli, 5–3, í ensku
Championship-deildinni um
helgina. Þetta var þriðja mark
Arons Einars í tveimur leikjum
en hann skoraði einnig í leik
liðsins í miðri viku. Aron Einar
hefur ekki lagt það í vana sinn
að skora mörg mörk en von-
andi fara fleiri að detta inn hjá
norðanmanninum. Cardiff er í
8. sæti ensku Championship-
deildarinnar með tuttugu stig
en aðeins er eitt stig upp í um-
spilssætin.
Rúnar Kára
hafði betur
Skyttan Rúnar Kárason og fé-
lagar í Bergischer HC höfðu
betur gegn Björgvini Páli
Gústavssyni og félögum hans
þegar liðin mættust í þýsku
úrvalsdeildinni í handbolta
um helgina. Rúnar og félagar
höfðu sigur, 40–31, en þetta
er aðeins annar sigur liðsins
á leiktíðinni. Rúnar skoraði
fimm mörk fyrir Bergischer í
leiknum og Björgvin Páll kom
við sögu hjá sínu liði, Mag-
deburg. Þetta var þriðja tapið
hjá Björgvini og félögum sem
sitja í 7. sæti deildarinnar með
tíu stig.
Bjargvættur Yohan Cabaye
skoraði eina markið gegn Wigan.
MyNd reUTerS
Heiðar hetjan
Heiðar Helguson skoraði í
sínum öðrum leik í röð í ensku
úrvalsdeildinni á sunnudag-
inn þegar hann
tryggði sínum
mönnum í
QPR óvænt-
an sigur á
Chelsea, 1–0.
Markið skoraði
Heiðar úr víta-
spyrnu á 10. mínútu en spyrn-
una fiskaði hann sjálfur. Chel-
sea missti tvo menn af velli
með rauð spjöld í fyrri hálf-
leik. Bosingwa fyrir að brjóta
á Shaun-Wright Phillips þegar
hann var að sleppa í gegn
en Drogba fyrir ljóta, tveggja
fóta tæklingu. QPR er í tíunda
sæti úrvalsdeildarinnar eftir
sigurinn en Chelsea mistókst
að komast upp fyrir United í
annað sætið og er áfram í því
þriðja með nítján stig.