Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Blaðsíða 16
E
nn er ekki ljóst hvort verður
af formannsslag í Sjálfstæðis
flokknum. Hanna Birna
Kristjánsdóttir, leiðtogi
borgarstjórnarflokks Sjálf
stæðisflokksins, hefur látið í veðri
vaka að hún hyggist bjóða sig fram
gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi
formanni. Vikum saman hefur óviss
an legið í loftinu en hún hikar. Fylk
ingar innan flokksins takast á neðan
jarðar, gráar fyrir járnum. Fyrrverandi
samherjar berjast nú með öllum til
tækum ráðum. Fræg óhróðursvél
flokksins er komin í gang.
DV hefur fjallað ítarlega um við
skiptatengsl Bjarna Benediktssonar
við þokkapilta útrásarinnar. Þar var
um að ræða menn sem tæmdu með
al annars bótasjóð tryggingafélagsins
Sjóvár og komu því félagi í þrot. Al
menningur á Íslandi þurfti að reiða
fram milljarða króna til að rétta fé
lagið af. Nú er komið á daginn að sér
stakur saksóknari metur aðild Bjarna
að málum ekki sem lögbrot. Hann
er því saklaus í skilningi laganna en
situr uppi með að hafa verið í slæm
um félagsskap. Þá er því haldið á lofti
að hann sé fæddur með silfurskeið
í munni. Allt þetta mál hefur gert
Bjarna erfitt fyrir á formannsstóli. Við
bætist að hann er gjarn á að skipta um
skoðun. Niðurstaðan er sú að efast er
um Bjarna sem leiðtoga.
Hanna Birna á sér enga fortíð í við
skiptum. Andstæðingar hennar inn
an flokksins hafi það helst fram að
færa að hún og maður hennar séu í
vinfengi við Þór Sigfússon, fyrrver
andi framkvæmdastjóra Sjóvár og
ábyrgðarmann bótasjóðsins. Þá er
henni legið á hálsi fyrir að hafa ekki
þekkingu á utanríkismálum. Þá hafa
áróðursmeistarar haldið því á lofti að
hún hafi lekið könnun sem sýndi yfir
burðafylgi hennar sem formannsefn
is. Einnig átti hún, samkvæmt rógs
mönnum, að hafa látið leka því til DV
að Bjarni væri saklaus en hefði ver
ið yfirheyrður. Að öðru leyti virðist
Hanna Birna vera vammlaus.
Bjarni og bandamenn hans hafa
mestan styrk í því að hafa kortlagt
ítarlegar lausnir í efnahagsmálum
og hafa yfirburðaþekkingu á mála
flokknum. Þá efast enginn um að for
maðurinn er í dag réttsýnn og með
siðferðiskennd. Nánir samherjar
Bjarna segja að hann sé með gull
hjarta. Vandi hans er aðeins fortíðin
sem fólk leggur á vogarskálarnar þeg
ar kemur að vali á formanni.
Hanna Birna verður að taka for
mannsslaginn ef hún ætlar að eiga
von um frekari frama innan flokks
ins. Hún mun þola að tapa með
litlum mun en hjáseta gengisfellir. Í
þeim efnum mun henni ekki duga
varaformannskjör. Hún er búin að
gefa of mikið undir fótinn með for
mannskjörið. Framboð hennar til for
mennsku verður að fela í sér uppgjör
milli stríðandi fylkinga. Fyrir Bjarna
er nauðsynlegt að endurnýja umboð
ið undir þeim þrýstingi sem mótfram
boð veitir. Aðalatriðið er að stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn komi
sterkur út úr kjöri á efstu mönnum og
veiti umdeildri ríkisstjórn verðugt að
hald frá hægri. Það yrði gott fyrir lýð
ræðið.
16 | Umræða 24. október 2011 Mánudagur
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar
Bókstaflega
Meint svik
forsætisráðherra
n Það andar fremur köldu frá
Vestfirðingum í garð Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra
þessa dagana.
Ástæðan er sú að
Jóhanna lofaði
að komið yrði á
stöðu prófessors
sem kenndur
yrði við Jón
Sigurðsson. Átti
prófessorinn að
hafa aðsetur fyrir
vestan. Í auglýsingu Háskóla Íslands
um stöðuna er vikið frá staðsetn
ingunni og Vestfirðingar telja sig illa
svikna. Þetta bætist við að Jóhann
hélt um tíma að fæðingarstaður
Jóns, Hrafnseyri við Arnarfjörð, væri
við Dýrafjörð.
Riddari í Brussel
n Björn Bjarnason eftirlaunaþegi
hefur undanfarið dvalist í Brussel
eins og upplýst var í sandkornum.
Gárungar héldu að Björn væri
á styrk frá ESB að grafa undan
ESB. Þetta þvertekur Björn fyrir á
heimasíðu sinni og talar um lygaá
róður. Aftur á móti viðurkennir hann
að Evrópuvaktin hafi fengið styrk úr
sjóðum almennings. Þeir peningar
hafa væntanlega farið að hluta í
að fjármagna ferð hans til Brussel
þar sem hann hefur lagt til atlögu.
Barátta Björns gegn Evrópusam
bandinu vekur víða aðdáun og þykir
um margt minna á riddarann Don
Kíkóta og stríð hans.
Mannorð Gunnars!
n Gunnar Birgisson, fyrrverandi
bæjarstjóri í Kópavogi, er talinn vera
náinn samherji Bjarna Benedikts-
sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Gunnar hraktist af bæjarstjórastóli í
kjölfar ýmissa mála sem DV fjallaði
ítarlega um. Þeir félagar náðu
miklum samhljómi á fundi Sjálf
stæðismanna í Kópavogi. Fréttatím
inn sagði frá ávarpi Gunnars sem
taldi sig og Bjarna vera fórnarlömb
óvæginnar umfjöllunar DV. Í því
sambandi nefndi hann mannorð sitt
sem orðið hefði fyrir hnjaski líkt og
hjá formanninum.
Agnes fær vegtyllu
n Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri við
skipta á Morgunblaðinu, lætur af
því starfi og kveður Moggann. Hann
mun ganga til
liðs við ráðgjafar
fyrirtæki bróður
síns. Arftaki hans
mun vera er
enginn annar en
Agnes Bragadóttir.
Hún gegndi
sömu stöðu fyrr
á árum en hætti
af óljósum ástæðum en blaðamenn
viðskipta munu ekki hafa grátið miss
inn. Reyndar hafa mannaforráð ekki
þótt sterkasta hlið Agnesar. Lítt hefur
frést af fagnaðarlátum núverandi við
skiptafréttamanna Morgunblaðsins
við þessi tíðindi. Sagt er að Agnes
hafi verið á hálfgerðum vergangi á
ritstjórninni síðan guðfaðir hennar
á blaðinu, Styrmir Gunnarsson, hvarf
af vettvangi. Væntanlega er þeim
vergangi nú lokið.
Sandkorn
S
ölvi Tryggvason, bloggari og
sjónvarpsmaður, birtir oft
ótrúlegar sögur á blogginu
sínu. Á dögunum birti hann
bréf undir titlinum „Harm
saga í Reykjavík“, sem hann sagði vera
frá fjögurra barna föður og fyrrver
andi stjórnanda hjá opinberu fyrir
tæki. Þessi grandvari maður er sár og
reiður út í „velferðarstjórn“ Jóhönnu
Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfús
sonar. Hann þarf nefnilega að selja sig
öðrum karlmönnum til að eiga fyrir
salti í grautinn.
Á
meðan ráðherrar ríkisstjórnar
innar rifust um það hvort kjósa
ætti um Icesave eða ekki, var
verið að djöflast í afturend
anum á mér,“ útskýrir maðurinn. „Ég
gerði það sem ég hélt aðeins að konur
gerðu. Ég seldi blíðu mína fyrir karl
menn. Já, ég gerðist hóra!“
A
ð sögn mannsins eru þetta
fyrst og fremst broddborgarar
sem kaupa blíðu hans. „Þetta
eru vel menntaðir menn, vel
klæddir og á flottum bílum,“ segir
hann. Þar með er það ljóst. Í landi Jó
hönnu og Steingríms taka auðmenn
irnir almúgann í afturendann, bók
staflega.
Þ
að er ekki eins og maðurinn
sé að fjármagna eiturlyf eða
flatskjái með því að selja sig
auðmönnum. „Ég var ekki að
fjármagna eiturlyf eða áfengi, eða
skuldir. Ég er ekki hommi, og hef
aldrei stundað samlíf með karlmönn
um. Ég var einfaldlega að reyna lifa og
reyna að veita börnunum mínum mat
og sjálfum mér.“
K
annski er þetta allt hluti af áætl
uninni. Það er ekki langt síðan
ákveðið var að gera sölu vændis
löglega. Svo eru menn skattp
índir, gerðir atvinnulausir og settir á
svívirðilega lágar bætur, þannig að þeir
verða að selja auðmönnum aðgang að
líkama sínum.
M
aðurinn sem selur sig veitir
nýja sýn á ríkisstjórnina.
„Þessi ríkisstjórn sem stimpl
aði sig sem velferðarstjórn
jafnaðarmanna og vinstrimanna, er
aum eins og sveitti maðurinn sem
djöflast aftan á mér, kastar svo í mig
peningunum með lítilsvirðingu!“
segir hann. Og skórinn kreppir enn
að. Hann mun þurfa að selja sig aftur
á næstunni. „Þetta verð ég að að gera
á næstunni því ekki lagast ástandið!“
Þung og margvísleg ábyrgð hvílir á
herðum Steingríms og Jóhönnu, eins
og maðurinn útskýrir. „Ég veit ekki
hvort nokkur lesi þetta og hvað þá
nokkur af þingmönnum þessa lands.
En eitt veit ég að ég hef sagt frá broti
af þeim ömurleika sem á sér stað á Ís
landi í dag, á meðan ríkisstjórnin er
að þráast við að hætta og eltast við
sérduttlunga um Evrópusamband,
virkjanakosti, álversframkvæmdir
og fleira.“
H
ver veit nema þarna úti sé svo
sem einn Húsvíkingur, sem nú
þarf að selja sig, vegna þess að
ríkisstjórnin vildi ekki neyða
Landsvirkjun til að virkja og selja orku
á þeim tíma og því verði sem Alcoa
vildi? Vill ríkisstjórnin frekar láta bora í
Húsvíkinga en í jörðina?
Seldi Sig út af
jóhö u
„Ég var að koma þangað í
fyrsta skipti og daginn
eftir að ég mæti réðst
Hells Angels-gaur að
mér.“
n Ómar „Swarez“
Hauksson gerði upp tímana
með Quarashi í helgarviðtali.
– DV
„Mig langar bara alls ekki
í samband. Ég er ekkert
að hugsa um það.“
n kastljósstjarnan Brynja Þorgeirs-
dóttir er skilin og á leið í nám. Hún er
einnig að gera heimildamynd um elvu
gunnarsdóttur sem glímir við versta
tilfelli túrett á íslandi. – DV
„Maður getur alltaf treyst
því í Grapevine að textinn
um Blaz, Rottweiler og
íslenska hip hop-ið er
alltaf eitthvað „bull-
shit“.“
n Erpur Eyvindarson, Blaz roca, vill
ekki að útlendingar skrifi um íslenska
tónlist. – DV
„Við horfum
auðvitað gaum-
gæfilega á
þessar tölur og
tökum allt svona föstum
tökum.“
n Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri
Skjás eins um dvínandi áhorf á sjónvarps-
þátt tobbu Marinós sem aðra vikuna í röð
kemst ekki inn á topp tíu lista Skjás eins.
– Fréttablaðið
„Sem unglingur missti ég
alveg af ljóðum.“
n Á nýrri plötu tónlistarkonunnar Lovísu
Elísabetu Sigrúnardóttur, Lay Low,
syngur hún eigin lög við ljóð íslenskra
skáldkvenna. – Fréttablaðið
Voru þetta 6-í
úrslit?
„Nei, það fannst mér ekki. Ég er eins
og grenjandi smábarn yfir þessu,“
sagði Sigurður Hlöðversson um
úrslit leiks Manchester united og
Manchester City sem fram fór á
sunnudaginn. City-menn
unnu með 6 mörkum
gegn 1. Sigurður sem er
ritari Stuðningsmanna-
klúbbs united og var
staddur á Old trafford og
horfði á sína menn
tapa leiknum.
Spurningin
Svarthöfði
Hanna Birna hikar
Samkvæmt bréfi til Sölva Tryggvasonar þarf
ónefndur maður að selja karlmönnum líkama
sinn vegna stefnu ríkisstjórnarinnar.
M
y
N
D
iN
E
R
S
V
ið
SE
T
T
„Efast er um Bjarna
sem leiðtoga.