Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2011, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 26. október 2011 Miðvikudagur Dúnsængur og koddar fyrir veturinn Ítölsk rúmföt frá Bellora Laugavegi 87 - Sími: 511 2004 Fermingargjöfin í ár er Dúnsæng frá Dún og Fiður Laugavegi 87 l sími 511-2004 FERMINGARTILBOÐ D V E H F. 2 01 1 Metfjöldi heim- sótti DV.is Alls heimsóttu 192.626 notendur DV.is í liðinni viku samkvæmt tölum Modernus og hafa aldrei fleiri not- endur heimsótt vefinn í einni viku. Til samanburðar má geta þess að í sömu viku í fyrra heimsóttu 160 þúsund notendur DV.is og í sömu viku fyrir tveimur árum voru notendurnir 115 þúsund. Fjölgunin á einu ári nemur því 17 prósentum og á tveimur árum 40 prósentum. Flettingar á vefnum í nýliðinni viku voru 4,85 milljónir og innlit rétt rúm- lega milljón talsins. DV.is er þriðji mest lesni vefur landsins á eftir vísi.is og mbl.is sem er mest lesinn, samkvæmt tölum Modernus sem birtar eru á hverjum mánudegi. Baráttan heldur áfram: „Við erum að veiða kvótalausir“ „Við erum að veiða kvótalausir og erum að landa fiski á fiskmarkað til að knýja stjórnvöld til að efna loforð sem þau gáfu í kosningabaráttunni um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu svo menn geti lifað á því,“ segir Gísli Páll Guðjónsson, kvótalaus sjómaður sem réri til fiskjar frá Akranesi á þriðjudag, þrátt fyrir að að hafa ekki yfir kvóta að ráða. Hann var á leið í land þegar DV ræddi við hann. „Við erum að fara fram á rétt okkar til að stunda þá at- vinnu sem við viljum og kjósum,“ seg- ir hann og telur sig vera í fullum rétti til að veiða. „Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru stjórnvöld að brjóta á okkur með því að banna okkur að kjósa þá atvinnu sem við viljum. Þetta er brot á atvinnufrelsi okkar.“ Hann segist ekki óttast langan arm laganna í kjölfar þess að hann réri án kvóta. „Ef þeir svipta okkur veiðileyfi þá fer það alla leið fyrir dómstóla. Það er bara það sem þeir hafa ekki þorað að gera hingað til. Ég er ekki sá fyrsti sem hefur farið út án kvóta og það verða fleiri. Þeir hafa ekki svarað tölvupóstum og símtölum og vilja ekki gefa upp hvað þeir ætla að gera.“ Hann segir fiskeríið hafa verið sæmilegt: „Ég rétt skaust út og náði í svona 20 kíló af þorski til að landa.“ Þ orvaldur Þorvaldsson tré- smiður og stofnfélagi í Vinstri grænum hefur boð- ið sig fram gegn Steingrími J. Sigfússyni í formanns- kjöri á landsfundi flokksins sem fram fer um helgina. Hefði Þorvaldur ekki boðið sig fram væri Steingrímur sjálfkjörinn í stöðuna, en hann hefur verið formaður frá stofnun flokksins árið 1999. Þorvaldur segir að Steingrímur hafi sveigt VG langt frá þeirri braut sem flokksmenn vilji að flokkurinn sé á. Forysta flokksins hafi beinlínis gengið í berhögg við stefnuyfirlýs- ingu flokksins. „Það á við um aðildar- umsókn að ESB og með því að hygla bönkunum og fjármálaauðvaldinu á kostnað almennings. Kreppunni er velt yfir á almenning og fjármálaauð- valdið hirðir gróðann en almenning- ur tekur á sig tapið,“ segir Þorvaldur formannsefni í viðtali við DV. Vilja ekki breyta kerfinu Steingrímur J. hefur verið nokkuð sterkur sem formaður en ákveðinn hópur innan flokksins vildi ekki láta það gerast að hann fengi rússneska kosningu á landsfundinum sem fram fer um helgina. Þorvaldur er því stig- inn fram á sjónarsviðið og freistar þess að komast til æðstu metorða. „Í kreppu er lag fyrir fólkið að samein- ast, rísa upp og breyta forsendunum í samfélaginu. Það þarf að breyta regl- unum svo að markaðurinn ráði ekki. Það þarf að brjóta upp þetta kerfi þar sem markaðurinn stjórnar öllu. Kap- ítalískt markaðskerfi veltir bara upp vaxandi ójöfnuði,“ segir Þorvaldur. Hann segist ekki hafa fundið neinn raunverulegan vilja hjá Stein- grími J. eða öðrum í forystu flokks- ins til þess að breyta þessu kerfi hér á landi. „Ekki nóg með það þá hefur forystan ekki einu sinni samráð við flokksmenn. Steingrímur J. er mjög fælinn við að ræða við sína flokks- menn, maður við mann um, ágrein- ingsmál. Hann kemur bara upp í pontu og heldur langar ræður og svo fá aðrir tvær mínútur til að tjá sig. Það er líka mjög erfitt að fá hann á fund,“ segir Þorvaldur og nefnir dæmi um hóp sem stofnaður var fyrir tveimur árum til að krefjast umbóta á sviði húsnæðislána. „Hópurinn vildi létta byrðinni af almenningi og var að vissu leyti í anda Hagsmunasamtaka heimilanna. Hópurinn vildi ræða við Steingrím en hann kom sér allt- af undan því. Þetta er eitt af mörgum dæmum þar sem hann hefur farið sínar eigin leiðir. Ég tel að óbreytt ástand sé nánast að eyðileggja flokk- inn.“ Reynslumeiri Það ætti að teljast óvinnandi vegur fyrir óþekktan mann að sigra sitj- andi formann til 11 ára og forystu- mann í ríkisstjórninni. Þorvaldur er þó hvergi banginn. „Ég hef lengri reynslu af pólitísku starfi en Stein- grímur J. Ég hef verið stöðugt í pólitík síðan 1974 þegar ég gekk í Alþýðu- bandalagið. Ég er stofnfélagi í VG en Steingrímur hefur kerfisbundið komið í veg fyrir að ég hafi áhrif eða gegni trúnaðarstörfum í VG – ekki bara hann heldur hópur í kringum hann. Ég hef hins vegar heilmikla og víðtæka félagsmálareynslu og hef þannig séð víðtækari og breiðari reynslu en Steingrímur og aðra skír- skotun en hann.“ Þorvaldur vill breyta því fyrir- komulagi þar sem formaðurinn raðar „já-bræðrum í kringum sig“, eins og hann orðar það. Lýðræðis- leg og sanngjörn niðurstaða þurfi að koma úr umræðum. „Ekki bara að einn maður hafi alla þræði á sinni hendi og geti bara stjórnað þannig. Þessi þráðapólitík er eitt af því sem hefur háð VG.“ Albaníu-Valdi Þorvaldur segir að þó hann sé ekki jafnþekktur stjórnmálamaður og Steingrímur J. þá sé hann vel þekktur í ákveðnum hópum. Hann gengst aðspurður við því að vera lengst til vinstri í Vinstri grænum. Hann hefur einnig fengið viður- nefnið Albaníu- Valdi, sem hann segir að gefi þó ekki alveg rétta mynd af sér, en Albaníu var áratug- um saman stjórnað af kommúnist- um. „Ég var formaður í Albaníufélag- inu á sínum tíma og fór þangað nokkrum sinnum. Ég hef orðið var við það í gegnum tíðina að margir hafa haft ranghugmyndir um mig og talið að ég væri óhæfur í samstarfi, væri sérvitur, þvergirðingslegur og fleira í þeim dúr. Svo hefur fólk sagt að það hafi skipt um skoðun eftir að hafa kynnst mér og starfað með mér. Ég veit að í gegnum 30 ár hefur ver- ið kerfisbundið breidd út um mig staðal ímynd sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Þorvaldur, formanns- efni í VG. Í formannsslag við Steingrím J. n Þorvaldur Þorvaldsson býður sig fram til formanns Vinstri grænna n Segir Steingrím hafa kerfisbundið ýtt sér til hliðar n Nú er nóg komið af foringjaræðinu Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Ég hef lengri reynslu af pólitísku starfi en Steingrímur J. Formannsefni VG „Ég hef verið stöðugt í pólitík síðan 1974 þegar ég gekk í Alþýðubandalagið. Ég er stofnfélagi í VG en Steingrímur hefur kerfisbundið komið í veg fyrir að ég hafi áhrif eða gegni trúnaðarstörfum í VG,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson. MyNd EyÞóR ÁRNASoN Árni vill að ráðherrar svari n Vill vita hversu margir hafa verið ráðnir án auglýsingar M ér hefur fundist að það þurfi að vera gerður skýr grein- armunur á milli starfa sem eru pólitísk í eðli sínu og fag- legra starfa í ráðuneytum,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, sem lagt hefur fram fyrir- spurn á Alþingi til allra ráðherra um ráðningar í ráðuneytum án auglýs- inga. Árni spyr hversu margir starfs- menn hafa verið ráðnir til starfa, annarra en afleysingastarfa í ráðu- neytunum án þess að það væri aug- lýst, á árunum 2007–2011. Hann vill fá svarið sundurliðað eftir árum og hversu margir þessara starfsmanna eru enn starfandi í ráðuneytunum. „Að sjálfsögðu eru í ráðuneytinu pólitísk störf, svo sem ráðherra og að- stoðarmaður hans. Mér hefur fundist að það ætti að vera mjög skýr greinar- munur. Ákveðin störf eru pólitísk sem koma og fara með ráðherrum en svo eru önnur fagleg störf inni í ráðuneyt- unum og þau á að auglýsa,“ segir Árni Þór. Hann segist með fyrirspurnunum vilja draga þá umræðu upp á borðið aftur. „Það hefur verið umræða af og til, meðal annars í vor, um ráðningar án auglýsinga og síðan var í tengslum við stjórnarráðsfrumvarpið sem var afgreitt í september rætt um hvernig ætti að standa að ráðningum. Þetta gerði það að verkum að mig langaði að fá að vita hvort það væri mikið um ráðningar af þessum toga,“ segir Árni. Hann bendir á að þeir sem ráðnir eru inn í ráðuneyti án auglýsingar séu yfirleitt ráðnir undir þeim formerkj- um að um tímabundin störf sé að ræða. „Svo vilja þessi ráðningartímabil stundum dragast og það er auðvitað það sem ég er að reyna að draga fram, hvort það sé mikið um það. Þess vegna spyr ég einnig hvort menn séu ennþá í þessum störfum.“ valgeir@dv.is Árni Þór Sigurðsson „Að sjálfsögðu eru í ráðuneytinu pólitísk störf, svo sem ráðherra og aðstoðarmaður hans. Mér hefur fundist að það ætti að vera mjög skýr greinarmunur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.