Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Blaðsíða 18
Hlátrasköll og stuð Þ að var líklegast ein best heppnaða jólagjöf síð- ari ára, sem keypt var í valkvíðakasti í Elko. PS Move fyrir Playstation 3, sem undirrituð keypti handa 12 ára syni sínum. Búnaðurinn sem er myndavél og fjarstýring með hreyfiskynjara hefur verið á markaði í meira en ár og því nokkurt úrval leikja til. Fáeinir leikir voru valdir með til að spreyta sig á, meðal annars leikurinn Dance Star Party. Sá leikur skemmti allri fjöl- skyldunni út desem bermánuð með tilheyrandi hlátrasköll- um. Þátttakendur spreyta sig á danssporum undir undir- spili og fá stig eftir hreyfigetu. Lögin eru skemmtileg, allt frá sætu diskói í hart rapp. Hægt er að horfa á stutt myndskeið af hverjum keppanda eftir að hann hefur reynt færni sína og þeir sem eru lítið spéhræddir geta sent myndskeiðin beint á Facebook. Sem betur fer er Playstation-tölva heimilisins ekki nettengd svo það reyndi ekki á að börnin á heimilinu sendu út neyðarleg mynd- bönd, af foreldrum sínum í jogginggallanum að hrista af sér jólaspikið, á netið. Tíu 12 ára drengir í afmælisveislu staðfestu svo hversu skemmti- legur leikurinn er og lágu í hláturskasti tímunum saman meðan þeir kepptust við að ná hæsta skori. Frábær leikur, fyrir alla fjölskylduna. 18 Menning 18. janúar 2012 Miðvikudagur Magni og flösu- þeytararnir Magni Ásgeirsson er heillað- ur af gruggi. Tónlistarstefnu sem reið yfir tónlistarheim- inn á níunda áratug síðustu aldar. Föstudaginn 13. janúar voru haldnir heiðurstón- leikar og slegið í allsherjar gruggveislu á Gauknum. Magni tróð upp í veislunni við mikinn fögnuð nær- staddra. Fullt var út úr húsi og var kappanum fagnað sérstaklega þegar hann tók þungarokkssyrpu undir lokin meðan tónleikagestir flösu- þeyttu af miklum móð. Frönsk veisla Í lok janúar hefst frönsk kvik- myndahátíð, árlegur viðburð- ur sem er vinsæll hér á landi. Á hátíðinni í ár ber hæst tvær myndir sem hafa vakið mikla athygli víða um heim. Önnur þeirra er Lista- maðurinn sem síðast var verðlaunuð á Golden Globe. Þá verður sýnd myndin Við stefnum í stríð sem fjallar um unga móður sem lendir í kröppum dansi. Þremur myndanna á há- tíðinni er leikstýrt af konum og segir í tilkynningu frá að- standendum hátíðarinnar að franskur kvikmyndaiðn- aður gangi nú í endurnýjun lífdaga. Að hátíðinni standa Græna ljósið og Háskólabíó, Institut français, Alliance française í Reykjavík ásamt sendiráðum Frakklands og Kanada. Hátíðin stendur yfir dagana 27. janúar–9. febrúar. Konungleg ópera Óperuunnendur fá eitthvað fyrir sinn snúð í janúar. Í Há- skólabíói verður sýnd upp- færsla Royal Opera House á Öskubusku í Covent Garden í London. Þetta er í fyrsta sinn sem óperuhúsið setur upp þessa óperu eftir Frakk- ann Jules Massenet sem er byggð á hinu þekkta ævintýri um Öskubusku. Óperan er merkileg fyrir margar sakir, en þó aðallega fyrir þá staðreynd að söng- konur fara með öll stærstu aðalhlutverkin. Ber þar helst að nefna þær Joyce DiDo- nato og Alice Coote, en þær eru báðar meðal fremstu messósópransöngkvenna í dag. Sýningar verða dagana 18.1–24.1. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Tölvuleikur Dance Star Party Spilast á: Playstation 3 með PS Move Tegund: Einstaklings eða hópleikur Dance Star Party Frábær leikur fyrir alla fjölskylduna B jörn Hlynur Har- aldsson hefur verið einn af burðar- ásum Vesturports frá upphafi. Hann hefur leikið í nær öllum stærri verkefnum hópsins, auk þess sem hann hefur starfað sjálfstætt utan hans, eins og aðrir Vesturportar- ar. Hann hefur leikið, leik- stýrt, skrifað leikrit og gert kvikmynd. Sterkur grunur leikur á að Björn Hlynur hafi oft átt meiri þátt í ýmsum textum Vesturports en aðrir sem hafa einnig verið skrif- aðir fyrir þeim. Fyrir fjórum árum var frumsýnt á Akur- eyri leikrit hans Dubbel- dusch sem hann leikstýrði sjálfur. Það var einkar lipur- lega skrifuð kómedía um al- varlegt efni, tvöfalt siðgæði og yfirborðsmennsku, sorg- leg og fyndin í senn, ágæt- lega leikin og sviðsett. Nú kemur Björn Hlynur aftur fram með eigið verk, Axlar-Björn, sem var frum- sýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins í síðustu viku. Þar er lýst samskiptum geðlækn- is og sjúklings sem gengur með þá ranghugmynd að hann sé Axlar-Björn, morð- vargurinn frægi á Snæfells- nesi. Báðir heita Björn, læknir og sjúklingur, líklega er læknirinn þó ekki Péturs- son, eins og hinn kveðst vera. Doktor Björn er að reyna að fá nafna sinn ofan af þessari firru og beitir til þess ýmsum ráðum. Hann nálgast innlifun þess sjúka í hina gömlu þjóðsögu sem sálrænan varnarhátt til að komast hjá því að horfast í augu við óuppgerðar sak- ir úr æsku, bældan sárs- auka, sektarkennd, skömm, reiði, hatur og annan slíkan ófögnuð sem við erum mörg okkar, sálarfræðinni sam- kvæmt, að burðast með, okkur sjálfum og öðrum til ómældra leiðinda og sorgar. Læknirinn leggur því til atlögu við þennan varnar- múr og er vel vopnaður. Hann hefur meðal annars kynnt sér sögu Axlar-Bjarn- ar vandlega og spurt sig hvers vegna sjúki maður- inn noti einmitt hana. Þar finnur hann glufu í veggn- um, smugu sem gerir hon- um kleift að brjóta sér leið inn í heim óranna, leggja í andlega vegferð sem síðan er sviðsett í sýningunni og væntanlega endar með bata sjúklingsins. Eða var honum ef til vill ekkert batnað þarna í leikslokin? Sat allt við það sama og í upphafi? Og meðal annarra orða: hvert var upphafið að þessu öllu? Hvað hafði sá sjúki eigin- lega gert sem leiddi hann á fund læknisins? Hafði hann drepið mann – eða menn? Eitthvað sýndist mér vera djúpt á svörum við því í text- anum. Nema það hafi farið fram hjá mér á meðan sýn- ingin flaug hjá. Frásögnin er hér svo hröð, skiptingar svo örar og tíðar, og tæpt á ein- stökum atriðum, að maður má hafa sig allan við að missa ekki af neinu. Líflegt og litskrúðugt teater Það krefst mikils af leik- skáldi að búa til andlegar hólmgöngur sem þessar; Björn Hlynur gerir sér ekki auðvelt fyrir með efnisval- inu. Stóru skáldin hafa auð- vitað gert því skil á magnað- an hátt: Ibsen, Strindberg, O´Neill, Lars Norén, Pinter, og fleiri. En þau hafa líka hætt sér lengst ofan í sálar- djúp persónanna; það er víst það sem hefur gert þau stór. Þau hafa náð að bregða upp myndum af margslungnum vef mótsagnakenndra til- finninga, hugsana og hvata, jafnframt því sem þau hafa náð að sérkenna persón- urnar svo að þær hafa staðið okkur fyrir hugskotssjónum sem lifandi einstaklingar. Síðan hafa stórleikararnir komið og fyllt út í myndina með nærveru sinni og tján- ingu. Og þá hefur maður átt stórar stundir í leikhúsinu. Svo langt komast Björn Hlynur og hans liðsmenn ekki að þessu sinni. Það eru einkum hin ytri hjálpartæki sviðsins, ljós, hljóð, tónar, leikmunir og fjölbreytilegar sviðsetningar með vísanir í ýmis þekkt form leikhúss og leikrænna tilþrifa, sem Björn notar til þess að halda okkur við efnið í þær átta- tíu mínútur sem leikurinn tekur, án hlés. Út af fyrir sig gengur það prýðilega, enda hefur hann snjalla menn sér til fulltingis – raunar vill svo til að það eru allt strákar. Söguefnið sjálft er hins veg- ar of rýrt í roðinu, persónu- lýsingarnar tvær dregnar of almennum dráttum, til að maður fái á þeim verulegan áhuga. Ekki ósvipað og verið hefur í sumum fyrri leikj- um Vesturports, einkum þeim sem þau hafa skrifað sjálf: ég nefni aðeins Fást- leik þeirra eða Húsmóður- ina sem okkur eru báðir í fersku minni. Flottar um- búðir utan um frekar banalt efni. Menn leika sér af færni og á stundum galsakenndri hugkvæmni með brellu- verk sviðsins – en leggjast ekki svo djúpt að við finnum til verulegrar samkennd- ar, sterkra hughrifa, séum, þegar lengst gengur, knúin til þess að horfast í augu við okkur sjálf. Atli Rafn Sigurðarson og Helgi Björnsson leika menn- ina tvo. Atli Rafn er óneitan- lega fágaðri leikari, léttari á sér og fimari en Helgi, sem hefur lengi verið fjarri svið- inu; leikur hans er heldur þyngri og grófari í sniðum en leikur Atla. Engu að síður skila þeir báðir sínu snyrti- lega. Á stöku stað brá jafnvel fyrir glampa geðveikinnar í leik Atla Rafns, hrottalegum og ógnandi; það var vel gert af leikaranum. Hljóðheimur sýning- arinnar, tónlist Kjartans Sveinssonar og hljóðlist Eiríks Sigurðssonar, er ákaf- lega vel unninn og saman spunninn. Sömu sögu er að segja um ljós Kjartans Þóris- sonar. Samspil lýsingar og leikmyndar Axels Hallkels er mjög gott. Svo ég leyfi mér að sletta: það er líflegt og litskrúðugt teater sem hér er í boði, en mikið drama er það ekki. Björn á bekknum Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Axlar-Björn Handrit og leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannsson Búningar: Mundi Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Kjartan Sveinsson Leikhljóð: Eiríkur Sigurðsson Sýnt í Borgarleikhúsinu. Vesturport í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur Alblóðugur Axlar-Björn Atli Rafn Sigurðsson í hlutverki illvirkjans Axlar-Bjarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.