Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Blaðsíða 14
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 240,3 kr. 252,7 kr.
Algengt verð 240,1 kr. 252,5 kr.
Algengt verð 240,0 kr. 252,4 kr.
Algengt verð 240,3 kr. 252,7 kr.
Algengt verð 242,4 kr. 252,7 kr.
Melabraut 240,1 kr. 252,5 kr.
14 Neytendur 18. janúar 2012 Miðvikudagur
Góð þjónusta
n Lofið fær verslunin Bata en
ánægður viðskiptavinur vildi koma
lofinu á framfæri. „Ég kaupi mér
skó um það bil 4 til 6 sinnum á
ári og hef alltaf lent í vandræðum
vegna stærðar það sem ég nota skó
númer 35. Þessar stærðir hafa bara
ekki fengist hérna á Íslandi en um
daginn heyrði ég um verslunina
Bata og fór þangað. Ég fékk
frábæra þjónustu og stelp
urnar þar voru frábærar að
finna fyrir mig stígvélin
sem mér líkaði. Það
besta var að það voru
til um 8 tegundir af
stígvélum í stærð 35.“
Gat ekki notað
gjafakort
n Lastið að þessu sinni fær Ice
landair en viðskiptavinur sendi
eftirfarandi: „Icelandair lagðist í
auglýsingaherferð og auglýsti lág
fargjöld í jólagjafir. Þegar kom að
því að finna ferð í febrúar til Þýska
lands, kom í ljós að svo mörg gjafa
kort höfðu selst að þessi örfáu sæti
sem eru laus í ódýru ferðirnar eru
ekki lengur til. Þannig að ef ég vil
nota gjafakortið mitt, þarf ég að
borga 32.000 krónur í viðbót. Hjá
Icelandair fást þau svör að það séu
svo fá sæti á þessum tilboðum að
ég geti ekki notað gjafabréf mitt
nema borga á milli. Haft var sam
band við Guðjón Arngrímsson,
upplýsingafulltrúa hjá Icelandair
og lastið borið undir hann. „Það
er ekki hægt að bóka þessi fargjöld
hvenær sem er og mér finnst líklegt
að það sé skýringin hér. Það koma
dagar sem þessi tilboðssæti eru
búin því það er ekki öll vélin sem
er notuð undir sætin sem voru seld
á þessum kjörum. Heilt yfir voru
þó langtum fleiri sæti
tekin undir þetta en
fjöldi jólapakkanna.
Hann hefur því lík
lega verið óheppinn
með dagsetninguna
sem hann valdi. Það
er sú skýring sem ég hef á
þessu,“ sagði Guðjón.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is
Ektafiskur hefur ætíð og eingöngu
notað vottað matvælasalt frá
Saltkaupum í allar sínar vörur!
Þessigamligóði
virðing
gæði
E
f mataræði þitt er ríkt af víta
mínum og Omega 3 fitu
sýrum áttu minni hættu á
heilarýrnun og að fá Alz
heimersjúkdóminn. Þetta
eru niðurstöður rannsóknar sem
birtust í vefritinu Neurology, lækna
riti American Academy of Neuro
logy, 28. desember. Það er því miki
vægt að borða rétt „heilafæði“.
Rannsóknin sýndi enn fremur
að þeir sem borða mat sem er rík
ur af Omega 3 og vítamínunum C,
D, E og B standa sig betur á prófum
sem reyna á minnið. Fitusýruna fær
maður aðallega úr fiski en vítamínin
úr grænmeti.
Aftur á móti eiga þeir sem borða
mat sem inniheldur mikla trans
fitu meiri hættu á heilarýrnun og
koma verr út úr minnisprófum en
þeir sem forðast transfituna. Hana
fáum við til dæmis úr forpökkuðum
og steiktum mat, í skyndibita og til
búnu frosnu bakkelsi. Fituna má þó
einnig finna í feitum mjólkurvörum
og feitu kjöti.
Hefur áhrif á rúmmál heila
Rannsóknin náði yfir 104 manna
hóp þar sem meðalaldur var 87
ára og þátttakendur voru ekki í
áhættuhópi vegna minnisvanda
mála. Blóðprufur voru teknar til að
meta næringu í blóði hvers og eins
þátttakanda og allir voru þeir látnir
taka hugsunar og minnispróf. Eins
fóru 42 þeirra í heilaskanna til að
mæla heilavirknina. Í heildina voru
þátttakendur vel staddir næringar
lega séð en sjö þeirra skorti B12 og
25 prósent þeirra skorti Dvítamín.
Niðurstöðurnar sýna að matar
æðið hefur mikið að segja en ákveð
in næringargildi í blóði sýna tengsl
við bæði breytileika í rúmmáli heila
og niðurstöður úr minnis og hugs
unarprófum. Gildi ákveðinna nær
ingarefna í blóði skýrðu 17 prósent
af breytileika í niðurstöðum próf
anna, á meðan aðrir þættir eins
og aldur, lengd menntunar og hár
blóðþrýstingur skýrðu 46 prósent af
breytileikanum. Gildi þessara nær
ingarefna í blóði skýrði hins vegar
37 prósent af breytileika þegar litið
var á rúmmál heila.
Fyrst sinnar tegundar
Stjórnandi rannsóknarinnar, Gene
Bowman, segir að sannreyna þurfi
niðurstöðurnar en það sé afar
spennandi að sjá að hægt sé að
hægja á heilarýrnun og halda skýrri
hugsun lengur með því að breyta
um mataræði. Rannsóknin var sú
fyrsta til að nota markefni í blóð
inu sem mælikvarða til að rann
saka áhrif mataræðis á minni og
hugsunarfærni og heilarýrnun. Í
fyrri rannsóknum hafa aðeins verið
skoðaðar fáar tegundir fæðu í hvert
skipti eða spurningar verið notaðar
til að kortleggja mataræði fólks. Til
þess að fá nákvæmar upplýsingar
hvað það varðar verða þátttakend
ur að hafa gott minni og þá hefur
ekki verið tekið til greina hversu
mikil upptaka næringarefna er hjá
viðkomandi en hún getur minnkað
með aldrinum.
n Omega 3 og vítamín hjálpa til í stríðinu gegn Alzheimer n Breytt mataræði getur
dregið úr líkum á að fá sjúkdóminn n Neysla transfitusýra eykur líkur á Alzheimer
Minnkaðu líkurnar
á að fá Alzheimer
„Niðurstöðurnar
sýna að mataræð-
ið hefur mikið að segja
en ákveðin næringargildi
í blóði sýna tengsl við
bæði breytileika í rúm-
máli heila og niðurstöður
úr minnis- og hugsunar-
prófum.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Matur sem
skal forðast
Þessi matur inniheldur transfitusýrur
og getur því, samkvæmt rannsókn-
inni, valdið Alzheimer:
n Forbakaðar vörur, svo sem kex,
muffins og kökur og bakkelsi eins og
vínarbrauð og keinuhringir
n Örbylgjupopp
n Snakk og franskar kartöflur.
n Ýmsar tilbúnar og frystar vörur, svo sem
fiskiputtar, snitsel og því um líkt
n Feitt kjöt og kjötafurðir svo sem
pylsur og kjötfars
n Feitar mjólkurvörur, svo sem rjómaís
og smjör
n Súpur í dósum, pakkasúpur og -sósur
og tacoskeljar
Listinn er langur og því ætti fólk að skoða
vel innihaldslýsingar ef það vill sneiða hjá
þessari óhollu fitu.
Þetta er Alzheimer
Alzheimer-sjúkdómurinn er hrörnunarsjúk-
dómur sem herjar helst á miðaldra fólk eða
aldraða. Hann leiðir til minnistruflana og
annarra truflana við hugsun og heilastarf-
semi. Fólk fær Alzheimer-sjúkdóm vegna
þess að heili þess hrörnar; taugafrumum
fækkar og sömuleiðis taugatengingum á
milli þeirra.
Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands
Einkenni Alzheimer
Sjúkdómurinn byrjar oft lymskulega með hægfara breytingum, sem svo magnast
með árunum. Fyrstu einkenni Alzheimer:
n Minnistap – nýjar upplýsingar festast ekki í
minninu. Fólk gleymir nöfnum, mikil-
vægum dagsetningum eða viðburðum.
Það spyr sömu spurninganna aftur og aftur
og verður háð hjálpartækjum, svo sem
dagatölum og áminningum í farsíma.
n Vandamál við að framkvæma hvers-
dagslega hluti eins og að matreiða, fylgja
uppskrift, nota sjónvarp eða stunda
frístundir eða áhugamál sem það hefur
gert í mörg ár.
n Talvandamál – Skiptir út orðum eða man þau ekki. Tannbursti getur til dæmis orðið
„hluturinn sem maður setur í munninn“. Stoppar í miðri setningu eða endurtekur hluti.
n Ráðleysi – Fólk á erfitt með að gera sér grein fyrir stund og stað og ruglar saman
dögum og jafnvel mánuðum. Það getur til dæmis beygt inn ranga götu eða man ekki
hvernig það komst á þann stað sem það er.
n Dómgreindarleysi – Fólk tekur undarlegar eða slæmar ákvarðanir, til dæmis að klæða
sig í föt sem henta ekki veðrinu eða eyðir stórum upphæðum af peningum.
n Vandamál með rökhugsun – Skilningur á hugmyndum, hugtökum og reiknings-
dæmum verður erfiðari. Fólk getur átt erfitt með lestur og að meta fjarlægðir eða liti.
n Týnir hlutum – Fólk á það til að setja hluti á ranga staði, straujárn endar til dæmis í
ísskápnum eða gleraugun inni í skáp. Fólk á oft erfitt með að muna hvar það lagði
hlutina.
n Skapgerð og hegðun breytist – Miklar skapsveiflur án ástæðu og fólk kemst auðveld-
lega í uppnám, dregur sig til baka og einangrar sig.
n Persónuleikabreytingar – Fólk verður auðveldlega ringlað og hrætt. Oft verður það
háð því að allt fari eftir plani og það verður háðara öðrum fjölskyldumeðlimum.
n Minnkandi frumkvæði – Aðgerðaleysi, til dæmis situr fólk tímunum saman fyrir
framan sjónvarp eða sefur óeðlilega mikið.
Upplýsingar af Forskning.no og The Alzheimer’s Association
Rétt mataræði
skiptir sköpum
Þeir sem borða
mat sem inniheldur
mikla transfitu eiga
frekar á hættu að
fá Alzheimer en þeir
sem neyta þeirrar
fæðu ekki.