Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn U pp á síðkastið hefur Vinstri- hreyfingin – grænt framboð sýnt sínar verstu hliðar. Andstæðingar vinstri- grænna vísa yfirleitt til sund- urlyndis og óraunsæis til að rökstyðja að þeir séu óhæfir til að stýra landinu. En stjórnmálamenning er önnur í VG en hinum stóru flokkunum. Eftir hrunið kynnti Ögmundur Jónasson ný stjórnmál. Í þeim fólst að þing- menn ættu að fylgja eigin sannfær- ingu fremur en forystu eigin flokks. Þetta var andsvar við foringjaræði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar. Hugsun Ög- mundar fylgdi aukin áhersla á sterk- ara þingræði, og minna flokks- og for- ingjaræði. Samkvæmt stefnu Ögmundar er styrkleikamerki að geta skipt um skoðun. Þess vegna veigrar hann sér ekki við að leggja til að hætt verði við landsdómsmál gegn Geir Ha- arde, þótt það hafi verið ákveðið fyrir löngu og þótt það sé komið langt á leið. Snúningur Ögmundar, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og Atla Gíslasonar er nýjasta birtingarmynd hinna nýju stjórnmála VG. Þar eru þingmennirn- ir komnir í andstöðu við eigin ákvarð- anir og farnir að vinna gegn þeim. Þau vísa til þess að Geir hefði ekki átt að vera ákærður einn, en það eru 16 mánuðir síðan þær upplýsingar komu fram. Guðfríður Lilja vill afturkalla landsdóm vegna þess að ýmislegt annað hefur ekki gerst í uppgjöri vegna hrunsins. Á föstudag messaði hún yfir öðrum þingmönnum fyrir að „læra ekkert af hruninu“. Hún var ekki ímynd eigin full- komnu stjórnmálamenningar þegar hún fór fram af vænisýki með ásak- anir gegn þeim sem voru ósammála henni. Hún ýjaði að því að hún hefði orðið fyrir „heitingum og formæling- um“ og „hótunum og svívirðingum“, án þess þó að útskýra í hverju þessar ofsóknir gegn henni fælust. Hún sagði að Alþingi hefði ekki burði til að takast á við málið. Sama manneskja vildi fá málið aftur fyrir Alþingi, frekar en að láta hlutlausan dómstól um að klára það. „Ég vil raunverulegt upp- gjör,“ sagði hún, um leið og hún vildi uppræta eina raunverulega uppgjörið gagnvart lagalegri ábyrgð ráðherra sem þó náðist í gegnum þingið, gegn vilja sjö vanhæfra samráðherra Geirs og samflokksmanna hans. Kannski hefði verið heilbrigðara að ákæra fleiri ráðherra, en það fór ekki þannig. Það hefði verið betra að setja líka upp sannleiksnefnd, en það var ekki gert. En málið gegn Geir fyrir- byggir alls ekki „raunverulegt uppgjör“. Það er vitlaust að hætta við þann hluta uppgjörs sem er kominn í ferli, vegna þess að það vantar meira uppgjör. Þá væri betra að hætta við að leggja Al- þingi undir hvernig megi hætta við það litla uppgjör sem þó er í gangi, og byrja frekar að beina orku Alþingis í að finna fleiri leiðir til uppgjörs. Flokks- og foringjaræðið í Sjálf- stæðisflokknum var skaðlegt, eins og sýnir sig ennþá í ofuráherslu hans á að afturkalla málið gegn Geir. Nú eru nýju stjórnmálin Ögmundar farin að valda brenglun á Alþingi. Vandamál Íslendinga er ekki að Geir Haarde sé fyrir dómi vegna ráðherraábyrgðar, þótt það sé „for- gangsmál“ sjálfstæðismanna að aftur- kalla það. Það er hins vegar orðið vandamál að löggjafarsamkoman er undirlögð af sjálfsprottnum sveiflum sveimhuga. Vinstri-grænir hafa nú sannað gagnrýni helstu andstæðinga sinna. Hver veit hvenær þeir lenda næst í deilu við sjálfa sig löngu eftir að málin hafa verið afgreidd. „Crap“ Vigdísar n Þingmaðurinn Vigdís Hauks- dóttir er mikill unnandi alls íslensks og þjóðrækin mjög, eins og sam- flokksmenn hennar í Framsókn. Til að há- marka fyrir- litningu sína á tillögum til nýrrar stjórnarskrár, sem 25 lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings unnu að í fimm mánuði, greip hún til erlendr- ar tungu og kallaði tillögurnar „crap“. Það er slangurorð á ensku yfir hægðir eða úrgang. Vigdís þykir hafa einstakt lag á að tala skýrt til fólksins og hef- ur að því leyti verið líkt við Te- boðshreyfinguna í bandaríska repúblikanaflokknum. Þor- valdur Gylfason stjórnlagaráðs- maður brást við á Facebook á sama tungumáli: „You can’t win them all.“ Sigmundur hringsnerist n Bæði Vigdís Hauksdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son hafa farið mikinn í and- stöðu sinni við stjórnlagaráð og breytingar á stjórnar- skránni. En Framsóknarflokk- urinn beinlínis krafðist þess að stjórnlagaþing yrði sett á fót. Stjórnlagaþingið var eitt af þremur skilyrðum sem Fram- sókn setti fyrir því að verja minnihlutastjórn VG og Sam- fylkingar 2009, eins og Eygló Harðardóttir framsóknarþing- maður upplýsti á þingi 12. júní 2010: „Við settum fram þrjú skilyrði og eitt af þeim var stjórnlagaþingið.“ En það var þá. Atli þá og nú n Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar sem mælti með ákæru á hendur ráðherrum til lands- dóms, lýsti því á Alþingi að hann hefði skipt um skoðun. Ástæðan var að aðeins einn hefði verið ákærður, en ekki fleiri. Í lok september 2010 var hann spurður í Fréttablaðinu hvort honum þætti réttlátt að Geir Haarde væri ákærður, en ekki allir fjórir. Svar hans var: „Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki.“ Fulltrúar kvenna n Félag kvenna í atvinnu- rekstri hefur háleit markmið á borð við að „auka sýnileika og tækifæri kvenna í viðskipta- lífinu, og einnig að stuðla að virðingu og verðskuldaðri at- hygli samfélagsins á framlagi fyrirtækja sem rekin eru af konum“. Forsprakkar félags- ins hafa vakið „verðskuld- aða athygli“ í viðskiptalífinu. Formaður félagsins er Hafdís Jónsdóttir í World Class, en hún og eiginmaður hennar settu rekstur þess í þrot og keyptu síðan eignir þess á slikk og reka það áfram á nýrri kennitölu. Varaformaðurinn er síðan Svava Johansen sem rekur hið ofurskuldsetta NTC tískuverslanafyrirtæki. Utan hins skuldsetta NTC rekur hún svo fataverslanir á tveim- ur öðrum kennitölum. Þú færð enga vinnu Pabbi er enginn morðingi Valgeir Guðjónsson um það að vera sextugur. – DV Rapparinn Kristmundur Axel í einlægu viðtali. – DV Sveimhugarnir „Vinstri grænir hafa nú sannað gagnrýni helstu andstæðinga sinna B úsáhaldabyltingin átti þriggja ára afmæli sl. föstudag, daginn sem Alþingi samþykkti með 31 atkvæði gegn 29 að taka þings- ályktunartillögu frá formanni Sjálf- stæðisflokksins til þinglegrar meðferð- ar. Tillögu um að grípa inn í dómsmál sem nú er til umfjöllunar gegn fyrr- verandi formanni Sjálfstæðisflokksins hjá landsdómi samkvæmt ákæru frá því sama Alþingi og nú hefur sam- þykkt að fjalla um hvort grípa beri inn í störf réttvísinnar með því að draga ákæruna til baka og senda saksóknara skilaboð um að ákæra þingsins hafi verið bjölluat. Tók ómakið af landsdómi Á Austurvelli, vettvangi Búsáhalda- byltingarinnar, sá ég ekki aðra mót- mælendur en eina geðveika konu sem var að reyna að laða gæsahóp að dyrum þinghússins með því að fleygja til hans brauðmolum þegar líða tók að því að meirihluti þingsins lýsti sig samþykkan því að tímabært væri að hætta málssókn á hendur fyrrverandi forsætisráðherra. Þeir viðkvæmustu sögðu að það væri siðleysi að draga einstæðinga fyrir rétt og láta félaga þeirra ganga lausa og því best að gleyma öllu saman. Aðrir voru meira lögfræðilega þenkjandi og útlistuðu í löngum ræðum að í þessu sérstaka máli hefði Alþingi heimild til að taka fram fyrir hendurnar á réttvísinni, því að þingið væri ákærandi og réði þessu öllu saman. Meira að segja dóms- málaráðherra landsins lét sig ekki muna um að kveða upp úrskurð í mál- inu og taka þar með ómakið af þar til bærum aðilum sem starfa við lands- dóm. Þetta var sérkennilegur afmælis- dagur og þegar ég sá konugreyið fyrir utan þinghúsið flaug mér í hug að kannski hefði Búsáhaldabyltingin ekki verið bylting heldur aðeins uppreisn hverrar áhrif væru nú að fjara út. Nýja Ísland var hvergi í sjónmáli, hvorki innan þinghúss né utan þar sem að- eins gat að líta þessa einu byltingar- manneskju af öllum þeim sem tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni og barði ekki lengur potta né pönnur heldur laðaði að sér gögl með brauðmolum. Fjórtándi júlí er talinn vera afmæl- isdagur áhrifamestu byltingar vest- rænnar sögu, Frönsku stjórnarbylting- arinnar, sem hófst þegar almenningur réðst á Bastilluna/Hegningarhúsið í París og hleypti föngunum út og jafn- aði virkið við jörðu. Kóngurinn, Lúð- vík sextándi, var staddur í höll sinni í Versölum og hafði spurnir af þessum ófriði og spurði: „Er þetta uppreisn?“ Og François hirðgæðingur og hertogi af Rochefoucauld og Liancourt, varð fyrir svörum og sagði hin frægu orð: „Nei, herra, þetta er bylting.“ Þetta varð að áhrínsorðum. Þremur árum síðar voru byltingarmennirnir Georges Jacques Danton, Maximilien Robespierre, Camille Desmoulins, Fabre d’Églantine, Jean-Paul Marat og fleiri og fleiri orðnir að byltingarstjórn í landinu og Lúðvík sextándi var orð- inn valdalaus ásamt yfirstéttinni sem hafði ríkt yfir Frakklandi svo langt sem sögur ná. Þetta var bylting sem stóð í tíu ár og breytti mannkynssögunni, jafnvel þótt byltingin sjálf endaði á því að ættlítill maður frá Korsíku tæki sér keisaranafn og alræðisvald. Ein galin kona Þremur árum eftir Búsáhaldabylt- inguna á Íslandi stóð ein galin kona eftir fyrir utan Alþingishúsið og hafði ekki stuðning af öðrum en gæsahópi sem virðist vera áhugasamari um mola af gömlu brauði en hugmyndir um Nýtt Ísland. Og inni í húsinu var meirihluti Alþingis að búa sig undir að taka þátt í inngripi í dómsmál til að koma í veg fyrir að einn einasti stjórnmálamaður komi fyrir rétt vegna Hrunsins, sem nú heitir í daglegu tali „svokallað hrun“ í munni þeirra sem Hruninu ollu, og Búsáhaldabyltingin heitir í þeirra munni „pottaglamrið“. Voru átökin í nafni Nýs Íslands raunveruleg Búsáhaldabylting? Voru þau aðeins skammvinn upp- reisn? Eða var þetta bara pottaglamur? Það veit ég ekki. Það er ekki á mínu valdi að kveða upp dóm um það frekar en sýknu eða sekt stjórnmálamanna í aðdraganda Hrunsins. Um sýkn eða sekt eiga dómstólar að fjalla í lýðræð- isríki en ekki löggjafarsamkundan. Hvort Búsáhaldabyltingin var bylt- ing, uppreisn eða pottaglamur er í höndum þjóðarinnar að ákveða. Það er hennar að ákveða hvort byltingin lifir eða fjarar út eins og ómur af fjar- lægu glamri í pottum. Í atkvæðagreiðslunni á afmælis- degi Búsáhaldabyltingarinnar kom í ljós að a.m.k. 29 þingmenn eru ekki búnir að gleyma því að ákveðið var að gera upp við Hrunið. Það er þó nokkur þingstyrkur og ekki útilokað að fá fleiri á okkar band – og Nýja Íslands. Lifi byltingin! Bylting, uppreisn eða pottaglamur? Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 23. janúar 2012 Mánudagur Kjallari Þráinn Bertelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.