Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Blaðsíða 22
Söngkona og skáld trúlofuð n Stór tíðindi hjá Urði og Jóni Atla Þ au gleðitíðindi berast nú um miðborg Reykja- víkur að leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson og söngkonan Urð- ur Hákonardóttir séu búin að trúlofa sig. Greint var frá sam- bandi þeirra í fyrra en telja má líklegt að ástin hafi tekið öll völd ef marka má Facebo- ok-síður þeirra en þar eru þau sögð trúlofuð. Jón Atli er handhafi Gaddakylfunnar sem DV veitt í samstarfi við Hið íslenska glæpasagnafélag en hann á að baki leiksýningarnar Djúpið, Þú ert hér, Góðir Íslendingar, Zombíljóðin og Nóttin nærist á deginum, svo nokkur dæmi séu tekin. Urður Hákonardóttir er hvað þekktust fyrir söng sinn með hljómsveitinni Gus Gus. Hún hefur sungið inn á tvær plötur sveitarinnar, Forever og Arabian Horse, en með- limir sveitarinnar hlutu ný- verið gullplötu fyrir þá síðar- nefndu sem kom út í fyrra og hlaut fantafínar viðtökur jafnt hlustenda sem gagnrýnenda en ásamt því vinnur Urður, sem kallar sig Earth, að sinni fyrstu sólóplötu sem er jafnvel væntanleg á næstunni. Er það mál manna sem stunda mið- bæjarlífið hvað grimmast að hér sé á ferðinni eitt glæsileg- asta og listrænasta par lands- ins, og jafnvel þótt víðar væri leitað. 22 Fólk 23. janúar 2012 Mánudagur Forsetinn kynnir steypu Forseti Íslands er nýkom- inn heim til landsins eftir að hafa verið viðstaddur þegar Ólafur H. Wallevik prófessor kynnti nýja aðferð við gerð steinsteypu í samstarfi við fyrirtækið ReadyMix í Abú Dabí. Steinsteypan hefur verið þróuð af honum og samstarfsmönnum hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands og er talin sú umhverfisvænasta í heimi. Myndirnar glataðar Fyrr í vetur bauð fyrirsætan Ásdís Rán áritað Playboy- blað í fundarlaun til að end- urheimta glataðan iPhone- síma. Hún segir símann hafa verið fullan af myndum af börnunum sínum og sér sjálfri auk persónulegra upp- lýsinga. Síminn er nú kominn í leitirnar með aðstoð lög- reglu sem tókst að finna hann með sérstökum mið- unarbúnaði. Ásdís Rán fór og náði í símann en segir öllum myndum hafa verið eytt af honum sem henni þykir mikill missir. „Ég veit ekki hver stal honum,“ segir Ásdís. „Þeim tókst að finna símann og höfðu samband við þá manneskju sem var með hann og báðu hann vinsamlegast um að skila honum á lögreglustöðina. Sá hinn sami sagðist hafa keypt hann og ekki hafa vitað að hann væri stolinn.“ Hass eins og franskbrauð Í sjónvarpsþættinum Týndu kynslóðinni sem sýndur var á föstudaginn var Idol Stjörnuleit rifjuð upp. Þar var meðal annars talað við kynnana Simma og Jóa og Bubba Morthens sem gegndi dómarastöðu í þætt- inum. Þar rifjuðu þeir upp spennuna sem var á milli Simma og Bubba í þættinum en þeir skutu oft hvor á ann- að í góðlátlegu gríni. Í eitt skiptið fannst Simma Bubbi ganga alltof langt þegar hann sagði í beinni útsendingu að Simmi hefði borðað hass- köku í Amsterdam-ferð Idol Stjörnuleitar. Simmi var afar sár eftir ummælin en Bubba fannst þetta ekki mikið mál þar sem hann segir að fyrir honum sé hass eins og franskbrauð. B óndadegi er fagnað með mis- munandi hætti víða um land og víst er að margar konur voru óvenju góðar við menn sína. Samkvæmt gömlum sið eiga bændur að fagna þorra með því að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gengur í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjardyrunum, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Ekki er víst að margir hafi leikið þennan sið eftir. Steindór kvað rímur fyrir börnin Börnin á leikskólanum Laufásborg héldu bóndadaginn hátíðlegan með því að bjóða í svokallað pabbakaffi. Velflestir feðurnir náðu að skjótast frá vinnu þennan dimma janúarmorg- un. Það var vel þess virði því þegar í skólann var komið biðu krakkarnir þar keikir við morgunverðarborðið, en við hinn hefðbundna morgun- verð var búið að bæta hlaðborði með kaffisopa og þorramat. Þarna mátti finna hangikjöt, súra hrútspunga, kæstan hákarl, sviða- sultu og hvalspik. Þessi ljúfi matur rann ágætlega niður með kaffibollan- um en brennivíni var sleppt. Börnin hikuðu sum dálítið við að tína upp í sig súrmatinn en hangikjötið var vin- sælt. Þegar matnum var lokið mætti svo Steindór Andersen og flutti rímur og kveðskap. Fékk inniskó og hádegisverð Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist hafa fengið höfð- inglegt dekur í tilefni bóndadagsins. Kærasta hans, Tobba Marinós, bauð honum út að borða og gerði sérlega vel við hann. „Maður trítar þetta í drasl,“ segir Tobba. „Hann fékk inni- skó og af því að hann er að fara í leik- hús í kvöld, þá bauð ég honum í há- degismat af fínna taginu. Hann fékk humar-sushi og lamb og var hinn ánægðasti.“ Tobba lét sér ekki nægja að dekra við Karl heldur alla karl- menn á Skjá einum. „Ég er í starfs- mannafélaginu hjá Skjá einum og all- ir karlmenn þar á bæ fengu bjórkippu með slaufu utan um. Ég er alveg búin að komast að því að blómin duga ekki fyrir strákana,“ segir hún og hlær. „Ég er búin að taka á móti fullmikið af kossum í dag fyrir öll góðverkin.“ Dekraði við sig sjálfur Garðar Gunnlaugsson var ekki heiðr- aður á neinn sérstakan hátt á bónda- degi af eiginkonu sinni Ásdísi Rán sem er stödd í Búlgaríu. „Ég fékk ekki neitt dekur. Kon- an mín er náttúrulega stödd hinum megin á hnettinum og ég efast reynd- ar um að hún fatti að sé bóndadagur. Ég er bara á leiðinni á æfingu og þarf svo að sjá um mitt dekur sjálfur og ætli ég fái mér bara ekki einn kaldan,“ segir hann og hlær og á þá við bjór- inn sem hann framleiðir, Krumma. „Mér sýnist á tvíræðu brosi eigin- konu minnar að ég fái einhvers konar bóndadagsmeðhöndlun í kvöld,“ sagði Guðmundur Steingrímsson í Bjartri framtíð. „Ég hlakka nú bara til eins og lítill drengur,“ sagði hann við blaðamann og hló. kristjana@dv.is Bóndadekur á bóndadegi n Pabbamorgunn á Laufásborg n Ásdís Rán dekraði ekkert við Garðar Fékk inniskó og hádegisverð Karl Sigurðsson var dekraður af Tobbu Marinós og fékk inniskó í tilefni bóndadagsins. Fékk ekkert dekur Garðar Gunnlaugsson heldur að eiginkonan hafi ekki hugmynd um bóndadaginn og dekraði við sig sjálfur. Gott kvöld í vændum Guðmundur Steingrímsson sagðist hlakka til kvöldsins eins og lítill strákur og taldi líklegt að mikið dekur væri í uppsiglingu. Listræn Urður og Jón Atli eru frjó þegar kemur að listinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.