Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 110 Reykjavík - S: 580-8900 M.BENZ E 200 KOMPRESSOR Árg. 2004, ekinn 103 Þ.km, bensín, Verð 2.490.000. #321810. Benz-inn glæsilegi er á staðnum! RENAULT TRAFIC MINIBUS 01/2007, ekinn 283 Þ.km, dísel, sjálf- skiptur, 9 manna. Tilboðsverð 1.690.000 stgr. Kíktu á raðnr 350441 á www.bilalind. is eða komdu við því bíllinn er á staðnum! MMC MONTERO ANNIVERSARY 33“ Árgerð 2003, ekinn 106 Þ.km, sjálf- skiptur. Verð 2.290.000. Kíktu á raðnr 320179 á www.bilalind.is eða komdu við því jeppinn er á staðnum! PORSCHE 944 Árgerð 1987, ekinn 147 Þ.km, sjálf- skiptur GULLMOLI. Verð 1.490.000. Kíktu á raðnr 283389 á www.bilalind.is eða komdu við því bíllinn er í salnum! SKODA OCTAVIA AMBIENTE 08/2004, ekinn 149 Þ.km, 5 gíra, ný nagladekk! Verð 890.000. Kíktu á raðnr 283904 á www.bilalind.is eða komdu við því bíllinn er á staðnum! DODGE DURANGO 4WD LIMITED 05/2005, ekinn aðeins 101 Þ.KM, sjálf- skiptur ofl. Gott verð 2.890.000. Kíktu á raðnr 283661 á www.bilalind.is eða komdu við því jeppinn er á staðnum! www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN n Raflagnir n Tölvulagnir n Loftnetslagnir og uppsetningar n Gervihnatta- móttakarar n Ljósleiðaralagnir og tengingar n Raflagnateikningar n Lýsingarhönnun og ráðgjöf n Þjónustusamningar Pétur Halldórsson löggiltur rafverktaki petur@electropol.is, 8560090 Til sölu Honda CRV Árgerð 2007. Keyrður innan bæjar 55.000 km. Svartur, aðeins einn eigandi og mjög vel farinn. Ásett verð 3.900.000 kr eða besta tilboð. Hann er á nýlegum heilsársdekkjum. Abs bremsur,geisladiskaspilari, leðurklædd sæti. Aldrif og enginn áhvílandi lán á bílnum. uppl. í síma 891-9139. Völu hrósað í sturtu n „Ó, guð, vá, þetta er svo flott!“ H ún kom bara að mér í sturtu og sagði: „Ó, guð, vá, þetta er svo flott. Maður er búinn að pæla svo mikið í þessu. Ég trúi ekki að það hafi verið skaufi hérna áður,“ segir Vala Grand um frekar furðulega reynslu sem hún varð fyrir í sturtuklefanum í World Class í Laugum á dögunum. Þar var Vala í sturtu eftir æfingu þegar kona sem hún þekkti ekki vatt sér upp að henni og byrjaði að hrósa kynfærum hennar en Vala er, eins og alþjóð veit, nýbúin að fara í kynskiptiaðgerð. Völu var nokkuð brugðið eftir at- vikið. „Ég var bara í sjokki, ég var enn þá með sjampó í hárinu og sagði bara: Uuu, takk. Svo var hún bara farin og ég sá hana ekki betur. Maður fær ekki að þrífa píkuna á sér í friði. Þetta er ógeðslega óþægilegt og ég hef ekki lent í þessu áður. Ég er bara nýbyrjuð að þora að fara í sund og svona. Ég held samt hún hafi kannski ekki meint neitt illt með þessu en þetta er samt frek- ar furðulegt. Ég er náttúru- lega búin að vera rosalega opinber manneskja þannig að þetta er kannski svolítið mér að kenna en þetta er samt rosalega óþægilegt.“ Eftir atvikið hefur hún ekki farið í ræktina. „Ég fer kannski bara í aðra stöð eða eitthvað,“ segir Vala sem hlær þó að atvikinu þó að vissulega hafi henni ekki þótt þetta viðeigandi. Vala hafði nýlega byrjað að æfa með kærastanum sín- um sem dreif hana af stað. „Hann er búinn að vera að draga mig á æfingar og það gengur bara mjög vel.“ Hún launar honum greiðann með því að vera einstaklega góð kærasta að eigin sögn. Þegar blaða- maður náði tali af Völu var hún að undirbúa að koma kærastanum á óvart í tilefni bóndadagsins. Þá dekr- aði hún aldeilis við sinn mann. „Þegar kemur að því að þjóna karlinum er ég ógeðslega góð í því. Ég er rosalega rómantísk týpa og vinkonur mínar hlæja að mér, hvað ég er ýkt því, ég geng svo langt í þesstu. Ég ætla að elda einhvern geð- veikt góðan mat fyrir hann, svo ætla ég að kaupa geð- veikt flott korselett, kveikja á kertum og dreifa rósum sem leiða svona að rúminu og þar ætla ég að nudda og mata hann. Ég fer alla leið í þessu,“ segi Vala hlæjandi að lokum. viktoria@dv.is Fólk 23Mánudagur 23. janúar 2012 Hrósað í sturtu Ókunnug kona vatt sér upp að Völu í sturtunni og hrósaði kynfærum hennar. Hrútspungarnir stálu senunni n Áfram ásamt Regínu Ósk í Söngvakeppni Sjónvarpsins L agið Hey, samið og flutt af Magnúsi Hávarðarsyni, stal senunni í Söngva- keppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Þjóðlegur bragur var yfir laginu en Hrútsp- ungarnir sem sungu með Magn- úsi fóru algjörlega á kostum og var lagið kosið áfram. Baksviðs voru þeir félagar enn þjóð- legri og gæddu sér á þorramat við misjafnar viðtökur annarra sem voru fastir með þeim í litla, græna herberginu uppi í Efsta- leiti. Regína Ósk, söngkonan flotta, er einnig komin áfram í úrslit en hún söng lagið Hjartað brennur eftir Maríu Björk Sverr- isdóttur. Eiga þrjú lög Sveinn Rúnar Sigurðsson á þrjú lög í söngvakeppninni en Þórunn Erna Clausen samdi textann við þau öll. Nammi, namm Það var þjóðlegt baksviðs. Stýrir græna herberginu Ástríður Viðars- dóttir sér um græna herbergið í söngvakeppninni. Flottastir Þjóðlegir í græna herberginu.. Engin Nína Eyfi var hress á laugardagskvöldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.