Listin að lifa - 01.12.2015, Blaðsíða 11
Jóna Valgeröur á jörö sinni Mýrartungu II,
meÖ tveimur barnabarna sinna þeim Kristjáni
He/ga 12 ára og Guömundi Alex 3 ára.
En lýkur þessu verkefni
einhvern tímann?
ÞSV: „Nei, ég held ekki að því ljúki
alveg. Klippingar og snyrting t.d. klipp-
ing á víði tekur margar helgar yfir
veturinn. Aburður, helst sauðatað þarf
árlega og svo er stígagerð og umönnun
mikið verk. En þetta verða börnin
okkar og þetta er svo gott og gaman
að fara í almennilegan údgalla og fara
um á fjórhjóli sem gefur fullkomna
frelsistilfinningu. Barnabörnin munu fá
af þessu tekjur og ánægju og eru sum
þeirra farin að vinna með okkur. Helst
vil ég fá að sofna upp í hlíð þegar kallið
kemur á stað sem er mér svo kær.“
JVK: „Þegar búið er að gróðursetja
eins og samningurinn segir, þá tekur við
að hlúa að plöntunum, bera á áburð,
síðan að fylla í skörð sem myndast,
því að ekki lifir allt sem sett er niður.
Síðan getur þetta orðið atvinnuvegur
með tímanum, þ.e. að nýta viðinn í
ýmislegt og svo jafnharðan að bæta við
nýjum plöntum. Ég vona að þetta skili
landinu betra til næsm kynslóðar og
jafnvel að þetta skapi at\dnnu til fram-
d'ðar. Og það hefur gefið mér ákaflega
mikið að standa í þessu og ég gleðst á
hverju sumri yfir því að fylgjast með því
hvernig trén þroskast og stækka.“
Þar með ljúkum við þessu smtta sam-
tali við þessar forysmkonur. Það er
greinilegt að þær láta ekki síður til sín
taka í áhugamálum eins og skógrækdnni
frekar en félagsmálunum. Listin að lifa
óskar þeim til hamingju með árangurinn.
NYTT OG ENDURBÆTT
VÍteyeSAUGNVÍTAMÍN
ÍNÝJUM UMBÚÐUM!
Viteyes er andoxunarvítamín með sinki,
lúteins og zeaxantíns og er ætlað aðallega
við aldursbundinni augnbotnahrörnun.
Nú er vítamínið með endurbættri formúlu
sem gerir það enn betra en áður.
provision
e <•» ®
Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og
er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.
11