Listin að lifa - 01.12.2015, Blaðsíða 22
Landsmót UMFÍ 50+
Fjölmenni mætti til leiks á Blönduósi
Hressar konur á 50+ tnótinu á Blönduósi.
Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á
Blönduósi dagana 26. — 28. júní í sumar.
Þetta var í 5. sinn sem slíkt mót er haldið
á Islandi undir merki Ungmennafélags
íslands. Mótshaldari voru auk UMFI,
Ungmennasamband Austur-Húnvetn-
inga og Blönduósbær.
Keppnisgreinar á módnu voru 14
talsins: Boccia, bridds, dráttarvélaakst-
ur, frjálsíþrótdr, golf, hestaíþrótdr, línu-
dans, lomber, pútt, ringó, skák, stígvéla-
kast, sund og víðavangshlaup.
Keppnin hófst um hádegi á föstudegi
en mótssetning var þá um kvöldið í
félagsheimilinu. Gríðarlega góð mætíng
var á setninguna og fylltíst húsið gjör-
samlega. Það var Helga Guðrún Guð-
jónsdóttir formaður UMFI sem settí
mótíð, en einnig fluttu ávörp þeir Illugi
Gunnarsson mennta- og menningar-
málaráðherra, Einar Kristján Jónsson
formaður Landsmótsnefndar 50+,
Haukur Ingibergsson formaður Lands-
sambands eldri borgara og Hilmar Val-
garðsson fulltrúi Blönduósbæjar.
Veðrið lék við mótsgesti alla helgina
og ekki hefði verið hægt að óska sér
betra veðurs. Sólin baðaði mótsgesti og
vissulega hjálpaði veðrið til við fram-
kvæmdina og gerði allt léttara.
Allir dagskrárliðir fóru vel fram og
keppt var af heiðarleika. Keppendur
tókust vissulega á en fyrst og síðast var
það ungmennafélagsandinn sem skap-
aði frábæra umgjörð og stemmningu á
þessu móti.
Næsta mót verður haldið á Isafirði
dagana 10. — 12. júm' á næsta ári.
t—*
Nokkrar mjndir frá mótinu sem varmjög vel hepptiað.
22
HHHHHHHHHIHHi
I