Listin að lifa - 01.12.2015, Blaðsíða 10

Listin að lifa - 01.12.2015, Blaðsíða 10
Þær klæða landið skógi Tvær forystukonur í félögum eldri borgara, þær ióna Valgerður Kristjánsdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir eiga sameiginlegt áhugamál í skógræktinni og sinna því af alúð hvor á sinni jörðinni. Önnur í Dölum á Vesturlandi og hin í Reykhólasveit á Vestfjörðum. Þórunn dyttar að trjánum á jörð sinni Svarfhóli í Dölum. Hvað er það sem fær tvær forystukonur í félagsmálum til að fara út í skógrækt þegar þær eru komnar á fullorðinsár? Hættar í fastri launaðri vinnu og gætu nú farið að hafa það náðugt, stunda ferða- lög og sinna fjölskyldunni og félags- málunum meira en hingað til. Okkur í ritnefnd Listarinnar að lifa langaði til að fræðast meira um þetta áhugamál þeirra og hvernig það kom til að þær helltu sér útí skógrækt. Þórunn (ÞSVJ: „Mér skilst að ég sé fædd með græna putta og svo er makinn alinn upp í landgræðsluumhverfinu . Við Þórhallur festum kaup á 43 hektara landi í Dölunum árið 2000 en það voru móar, mýrar, holt og fjöll úr landi Svarfhóls við hlið Fellsenda í Miðdölum. Þetta var mjög spennandi verkefni en við höfðum verið að planta tjám í um 15 ár á undan í minningarreit um foreldra Þórhalls sem nú er orðinn skógur. Við vildum halda áfram þvf bakterían var komin. Svo kom að því að girða og friða landið sem tókst á um 3 árum og þá fór birkið að koma upp af sjálfu sér og víðir af nokkrum tegundum. Svo fórum við að banka uppá hjá Vesturlandsskógum og þá kom í ljós að við þurftum að vera með lögbýli. Sóttum við um og það tókst þrátt fyrir alla skriffinnskuna. Svo kom að húsbygg- ingu smátt og smátt þó gist væri í vinnu- skúr í 2-3 ár. Þá byrjuðum við að planta til að koma þessu af stað meðan beðið væri eftir aðild að Vesturlandsskógum. Aliir græðlingar sem við náðum í notaðir og fræ af birki líka. Fórum svo í námið Grænni skógar 1 sem er gott nám, en of dreift á mörg ár. Tvö ár ættu að duga til að halda samfellu“, segir Þórunn. Jóna Valgerður (JVK): „Mér hefur allt- af þótt gaman að rækta eitthvað, ég ann náttúrunni og ég hef ánægju af öllum gróðri. Þegar við hjónin fluttum fyrir 19 árum í Reykhólasveitina og festum kaup á jörðinni Mýrartungu 2, þá fannst mér kjörið að láta þann draum rætast að fara að rækta meira. Um þetta leyti voru skógræktarverkefni landshlut- anna öll að komast á legg. Eg byrjaði á þessu í samstarfi við Skjólskóga á Vest- fjörðum. Eg fór á námskeið hjá þeim til að læra byrjunaratriðin og seinna í námið Grænni skógar 1 sem tekið var á þremur árum. Eg fékk svo samning í tveimur áföngum um að setja niður tæplega 100.000 plöntur á jörðinni. Þá þurfd auðvitað fyrst að girða af allt landið. Reyndar eru 24 hektarar ræktað land innan girðingarinnar og því vildi ég ekki breyta. En þetta hefði ekki verið hægt nema vegna þess að börnin mín hafa h'ka þennan áhuga og þau voru til í að gera þetta með mér.“ Hve lengi hafa þessi skóg- ræktarverkefni staðið og hvernig hefur framkvæmd þeirra gengið? JVK: „Við byrjuðum aðeins á þessu árið 2001, en síðan 2002 þegar ég var hætt að vinna hafa verið settar niður á hverju ári frá 5- 10.000 plöntur og það gerðum við með því að fjölskyldan kom saman í eina viku í júni og vann að gróðursetningu. Stundum fékk ég svo verktaka bæði í vélavinnu og til viðbót- ar í gróðursetningu, en mest af þessu var unnið af fjölskyldunni. Það var fjöl- mennt í heimili á meðan stundum allt að 20 manns með börnum. En það hef- ur hka þjappað fjölskyldunni saman og barnabörnin náð að kynnast verulega vel. Að því búa þau alla ævi. Svo þetta verkefni hefur haft margþætt áhrif. Svo er ákaflega gaman að sjá hvernig landið er að klæðast skógi, því nú er verulega farið að togna úr trjánum. Við munum næsta sumar klára að setja niður sam- kvæmt samningnum. Sveitungar mínir höfðu ekki mikla trú á því að það væri hægt að rækta skóg í Mýrartungu, þar væri alltaf svo hvasst, en reynslan sýnir annað. Og svo breytir það hka veður- farinu nú þegar skógurinn stækkar.“ ÞSV: „Þetta er gífúrleg vinna en svo líkamlega góð að maður sefúr eins og engill eftir útíveru ahan daginn. Við höfum plantað yfir 30 þús plöntum en eigum ennþá eftir um 15.000. svo því væri hægt að ljúka á 2 árum ef þær plönmr verða til sem helst vantar inn í áætlunina. Aspir hefur verið erfiðast að fá þannig að við ræktum árlega 100-200 stk upp af græðhngum. Gleðin er mikil þegar trén dafna vel en veður hafa líka verið erfið af og tíl og hægt á trjávexti." 10

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.