Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 2
2 Fréttir 29. apríl 2013 Mánudagur Útgáfa DV í vikunni DV kemur ekki út miðvikudaginn 1. maí, á verkalýðsdaginn. Næsta blað kemur því út föstudaginn 3. maí. Starfsmenn DV óska lesend- um gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn sem er að baki. Úrslit kosninga Framsóknarflokkurinn vann stór- sigur í þingkosningunum á laugar- dag og bætti við sig 9,6 prósentu- stigum frá síðustu kosningum. Flokkurinn er með 19 þingmenn og hlaut 24,4 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk jafn- marga þingmenn en stendur uppi sem stærsti flokkurinn með 26,7 prósent atkvæða. Athygli vekur að hann bætti aðeins við sig þrem- ur prósentustigum frá kosning- um ársins 2009. Samfylkingin beið afhroð og fékk aðeins 13 pró- sent atkvæða og níu þingmenn. Vinstrihreyfingin grænt framboð fylgdi fast á eftir Samfylkingunni og fékk 10,9 prósenta fylgi og sjö þingmenn. Björt framtíð fékk sex þingmenn og Píratar þrjá. Önnur framboð náðu ekki inn manni. Tölvuleikja- hátíð í Hörpu Eve Fanfest, 10 ára afmælishá- tíð tölvuleiksins Eve Online, var haldin með pompi og prakt í Hörpu um helgina. Að sögn forsvarsmanna hátíðarinnar gekk hún afar vel en þar voru nýjungar kynntar við tölvuleiki CCP, það er Eve Online og DUST 514. Sin- fóníuhljómsveit Íslands lék tón- listina úr Eve Online á tónleik- um í síðustu viku og var gefinn út geisladiskur með tónlistinni í til- efni hátíðarinnar. Jafnframt kom út 200 blaðsíðna bók um sögu leiksins og vöxt og viðgang fyrir- tækisins. K osningavökur stjórnmála- flokkanna fóru fram víðs vegar um Reykjavík að kvöldi laugardags. Blaðamenn DV fóru í heimsókn til nokkurra flokka, fylgdust með stemningunni og ræddu við frambjóðendur. Sigurstemning á Borginni Sigurstemning og gleði var ríkjandi á kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á Hótel Borg á laugar- dagskvöld. Formanninum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var fagnað sem hetju þegar hann leit við á vök- unni skömmu eftir miðnætti. „Ég er fyrst og fremst ánægður með þess- ar tölur vegna þess að nú er Fram- sóknarflokkurinn í stöðu til að ná í gegn þeim málum við höfum barist fyrir,“ sagði hann þegar DV náði tali af honum og vísaði sérstaklega til skuldaniðurfellinganna sem flokk- urinn boðar. Flokkurinn vann sögulegan sig- ur um helgina með 24,4 prósent at- kvæða og 19 þingsæti. Þannig hef- ur fylgi flokksins tvöfaldast undir forystu Sigmundar sem tók við for- mennskunni í janúar árið 2009. Sigmundur steig stórt skref þegar hann varði minnihlutastjórn Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna það ár og hafa sjálfstæðismenn uppnefnt hann sem „guðföður vinstristjórnarinnar“ vegna þess. Á kjörtímabilinu sem nú var að ljúka hafa framsóknarmenn hins vegar tekið einarða afstöðu gegn öllum stærstu málum ríkisstjórnarinn- ar. Andstaða flokksins við Icesave- samningana, dómur EFTA-dóm- stólsins í málinu og síðast en ekki síst háleit loforð um niðurfellingu skulda hafa eflaust átt stærstan þátt í stórsigri flokksins. „Best að vera bara jákvæður“ Sigmundur var afar eftirsóttur á kosningavökunni en að honum þyrptust stuðningsmenn flokks- ins, glaðir í bragði, og föðmuðu hann að sér. Þá vildu ófáar ung- meyjar að teknar væru myndir af sér með hinum sigurstranglega formanni. Hann lét sig snemma hverfa og sagðist þurfa að líta við á fleiri stöðum. Frosti Sigurjónsson, sem kjörinn var á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður, var einn helsti arkitektinn á bak við stefnu flokksins í skulda- málum og hörkuna sem flokkurinn hefur lofað að beita kröfuhafa og „hrægammasjóði“. Hann var kampa- kátur þegar DV náði af honum tali. „Þetta er náttúrulega bara frábært,“ sagði hann. „Okkar kosningabarátta hefur byggst á jákvæðni og hún hef- ur verið málefnaleg. Og það virkar stundum best að vera bara jákvæð- ur.“ Þegar Frosti var spurður hvort hann teldi líkur á að Framsóknar- flokkurinn myndaði ríkisstjórn með vinstriflokkum sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til að svara því. „Við viljum bara starfa með þeim flokkum sem eru tilbúnir að starfa með okkur að okkar málum,“ sagði hann. Sorgarbragur Samfylkingar Það var vægast sagt dapurleg stemn- ing á kosningavöku Samfylkingarinn- ar sem fram fór í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni. Þegar blaðamann DV bar að garði var fámennt á staðnum en viðstaddir sungu Maístjörnuna í tregafullum moll. Upp úr miðnætti, þegar línurnar voru teknar að skýr- ast, tíndust frambjóðendur flokksins til síns heima, en þá var ljóst að Sam- fylkingin hefði beðið afhroð í kosn- ingunum. Þungt var yfir Árna Páli Árna- syni, formanni flokksins, þetta kvöld en Össur Skarphéðinsson, einn af helstu forsvarsmönnum Samfylk- ingarinnar frá stofnun hennar, tók ósigrinum af æðruleysi. Hann sagð- ist hafa séð tímana tvenna í stjórn- málunum en var augsýnilega afar svekktur yfir niðurstöðum kvöldsins. Sjálfstæðismenn í sveiflu Það var allt annað uppi á teningunum á kosningavöku sjálfstæðismanna á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Þegar formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, mætti á svæðið var honum fagnað gríðarvel af flokksfé- lögum sínum með dynjandi lófataki og fagnaðarópum. Undir hljómaði þemalagið úr Star Wars-kvikmynd- unum sem færði innkomu for- mannsins ákveðinn hetjublæ. Blaðamaður DV ræddi stuttlega við Bjarna að loknum ræðuhöldum og þurfti hann að hafa sig allan við til þess að yfirgnæfa dúndrandi dans- tónlist sem barst innan úr veislu- sal Nordica. Sjálfstæðismenn höfðu ágæta ástæðu til þess að fagna í ljósi þess að flokkurinn fékk mest fylgi allra og virtist meginþorri viðstaddra hæstánægður með úrslitin. Þó mátti heyra á formanni og varaformanni að tilfinningarnar voru blendnar enda niðurstaðan talsverð vonbrigði þegar litið er til sögu flokksins. Þegar leið á kvöldið létu frambjóðendur sig hverfa en við tók allsherjarpartí þar sem ung- liðar flokksins voru í broddi fylkingar. Mikill meðbyr síðustu dagana Það var létt yfir Katrínu Jakobs- dóttur, formanni Vinstrihreyfingar- innar græns framboðs, þegar DV sló á þráðinn til hennar eftir að endan- leg kosningaúrslit höfðu verið kunn- gerð. „Við fundum mjög mikinn meðbyr síðustu dagana fyrir kosn- ingar og getum verið stolt af okkar baráttu. Hún hófst í mikilli lægð en við unnum okkur upp,“ segir Katrín. Aðspurð hvort flokkurinn sé farinn að setja sig í stjórnarandstöðustell- ingar segir Katrín að nú muni flokks- menn bíða og sjá. „Við erum ekki í neinum stelling- um. Það tekur auðvitað bara alltaf við óvissa eftir kosningar, en aðalat- riðið hjá okkur er að halda málefn- unum okkar áfram á lofti. Við höf- um náð gríðarlegum árangri í því að breyta umræðunni um atvinnumál, umhverfismál og skattamál á undan- förnum árum. Við ætlum að halda þessu áfram, sama á hvaða vettvangi við gerum það.“ n Fagnað sem hetju n Ólík stemning á kosningavökum n Maístjarnan kyrjuð á vöku Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Vinsæll formaður Sigmundur Davíð Gunn- laugsson er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Honum var vel fagnað á kosningavöku Fram- sóknarflokksins sem fram fór á Hótel Borg. Með öndina í hálsinum Hanna Birna Kristjánsdóttir, Friðjón Friðjónsson og Illugi Gunnarsson fylgdust með nýjustu tölum með mikilli eftirvæntingu. Vonbrigði Valgerður Bjarnadóttir og Helgi Hjörvar hafa skemmt sér betur en síðastliðið laugardagskvöld. Þau halda þó bæði þingsætum sínum. „Hún var búin að segja það við fjölmiðla sem hún ætlaði að segja,“ voru svörin sem fjölmiðla- menn fengu þegar þeir spurðu forsetann að því hvers vegna Jó- hanna Sigurðardóttir, lét sig hverfa út um aukadyrnar á fundarher- bergi á Bessastöðum eftir fund með forseta Íslands, þar sem Jó- hanna baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Jóhanna og Ólaf- ur Ragnar ræddu að hans sögn í drjúga stund um liðið kjörtímabil. Jóhanna vildi ekki veita fjölmiðla- mönnum sem biðu hennar viðtal. Út um hliðardyr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.