Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 3
Fréttir 3Mánudagur 29. apríl 2013 Ú rslit alþingiskosninganna sem fram fóru um helgina eru söguleg af ýmsum ástæðum. Ein stærstu tíð­ indin eru án efa hið mikla fylgishrun Samfylkingarinnar sem á sér fá eða engin fordæmi í stjórn­ málasögu Íslands. Frá stofnun flokksins árið 1999 hefur hann ver­ ið næststærsta stjórnmálaafl lands­ ins og fengið fylgi upp á 27 til 31 prósent í þingkosningum. Nú fær flokkurinn 13 prósenta kjörfylgi og aðeins níu þingmenn. Samanlagt töpuðu ríkisstjórnarflokkarnir tveir tæplega 28 prósenta stuðningi milli kosninga sem er Íslandsmet í fylgis­ tapi. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig tæplega þremur prósentustig­ um frá síðustu kosningum og hef­ ur nú endurheimt stöðu sína sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Þrátt fyrir það er um að ræða næst­ verstu úrslit Sjálfstæðisflokksins í al­ þingiskosningum frá upphafi. Ljóst er að þar á bæ eru margir uggandi yfir stöðu mála. Getur hugsast að yfir burðir flokksins í íslenskri pólitík heyri nú sögunni til? Pólitískar hamfarir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og einn af stofnendum flokksins, var auð­ mjúkur og afdráttarlaus í samtali við blaðamann DV þegar ljóst var hvert stefndi: „Okkur bregður hvorki við sár né bana, það er sterk hryggsúla í okkur. En þetta var meira en land­ skjálfti. Þetta voru pólitískar ham­ farir hvað okkur varðar.“ Samfylk­ ingin hefur beðið skipbrot. En er tími hennar sem leiðandi stjórnmálaafls liðinn? Eða á flokkurinn sér upp­ reisnar von? „Þetta er óskemmtileg lífsreynsla. Hins vegar ert þú að tala við mann sem hefur lifað margt af, bæði mikla sigra og mikil töp. Og það fer alveg eftir því hvernig Samfylkingin vinnur úr þessu, og hvort hún hefur kjark til þess að horfast í augu við sjálfa sig, hvernig henni reiðir af,“ segir Össur og bætir við að hann telji ýmislegt hafa mátt betur fara í kosningabar­ áttu flokksins. „Við þurfum að skoða vel okk­ ar verk, skoða okkar kosningabar­ áttu og áherslur. Það er ekki hægt að draga neina ályktun aðra en þá að áherslur okkar í kosningabarátt­ unni hafi farið þokkalega vel á ská við kjósendur. Sömuleiðis tel ég að það hafi eitt skort upp á í þessari kosn­ ingabaráttu, og það var að leyfa sér þann munað að vera stolt af verkum ríkisstjórnarinnar.“ Nauðvörn sjálfstæðismanna Þegar litið er til skoðanakannana síðustu vikna má segja að sjálfstæð­ ismenn geti hrósað happi yfir úrslit­ um kosninganna. Flokkurinn hlaut tæplega 27 prósenta fylgi og 19 þing­ menn. Þó bendir Össur á að niður­ staðan geti tæplega talist sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við kjöraðstæð­ ur er Sjálfstæðisflokkurinn að fá næst verstu úrslit í sögu sinni. Hann er rétt að slefa yfir þau verstu, sem flokk­ urinn fékk í síðustu kosningum. Undir engum kringumstæðum er hægt að lýsa Sjálfstæðisflokkinn sig­ urvegara kosninganna,“ segir Össur. Þetta er aðeins í þriðja skipti frá því Sjálfstæðisflokkurinn var stofn­ aður árið 1929 sem flokkurinn fær innan við 30 prósent atkvæða í al­ þingiskosningum. Árið 1987 hlaut flokkurinn rúmlega 27 prósenta fylgi undir forystu Þorsteins Pálssonar en þá höfðu margir sjálfstæðismenn fylkt sér í lið með Alberti Guðmunds­ syni undir fána Borgaraflokksins. Á vormánuðum 2009 hlaut flokkurinn svo tæplega 24 prósent atkvæða. Bjarni Benediktsson, formað­ ur Sjálfstæðisflokksins, vildi þó ekki meina að um varnarsigur væri að ræða þegar blaðamaður DV leitaði eftir viðbrögðum hans við þessari niðurstöðu. „Ef við skoðum það sem gerst hefur í stuðningi við flokkinn síðustu þrjá mánuði, þá er ekki hægt að segja neitt annað en að við höf­ um snúið mjög þröngri stöðu upp í glæsilegan kosningasigur. Það er samt alveg rétt að þetta er ekki ásætt­ anlegt fylgi ef við berum það saman við sögu flokksins. En traust verður ekki unnið á einum degi.“ Þá tók Hanna Birna Kristjánsdótt­ ir, varaformaður flokksins, í svipaðan streng. Hún telur að undir venjuleg­ um kringumstæðum ætti flokkurinn að fá meira fylgi. „Það er auðvit­ að hárrétt, Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem á að vera vel yfir 30 pró­ sentum.“ Bjarni slapp fyrir horn Þó árangur Sjálfstæðisflokksins hljóti að teljast slakur í sögulegu tilliti ættu flokksmenn að geta unað ágætlega við sitt. Þegar allt kemur til alls hlaut flokkurinn flest atkvæði allra. Þar að auki var útlitið vægast sagt svart fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir fáeinum vik­ um þegar flokkurinn dansaði í kring­ um 20 prósentin í skoðanakönnun­ um. Viðsnúningurinn hófst þegar Bjarni Benediktsson sagði frá því í einlægu sjónvarpsviðtali á RÚV að hann íhugaði alvarlega að stíga niður af formannsstóli vegna slælegs geng­ is í könnunum. Þá tók fylgið kipp og flokkurinn sigldi fram úr Framsókn. Segja má að Bjarni hafi sloppið fyrir horn. Staða hans var afar veik um tíma en nú getur formaðurinn andað léttar. Þó er ljóst að róðurinn verður óhjákvæmilega þungur fyr­ ir Bjarna fari svo að hann verði ekki forsætisráðherra. Og verði flokk­ urinn ekki í ríkisstjórn, annað kjör­ tímabilið í röð, er allt eins líklegt að Bjarni neyðist til þess að taka pok­ ann sinn. Stjórnarmyndunarviðræð­ ur næstu daga gætu því skipt sköpum fyrir pólitískan feril Bjarna Bene­ diktssonar. Veik staða Árna Páls Ólíkt sjálfstæðismönnum hafa stuðn ­ ings menn Samfylkingarinnar enga ástæðu til þess að fagna. Flokkurinn tapaði fylgi jafnt og þétt allt kjör­ tímabilið og náði engri viðspyrnu svo að heita megi á lokametrunum. Það bendir til þess að kosningabarátta flokksins hafi mistekist hrapallega. Það kann einnig að skýrast af því að töluverðrar sundrungar hefur gætt á meðal forsvarsmanna flokksins á síðustu misserum. Árni Páll Árna­ son, nýkjörinn formaður, hefur legið undir þungri gagnrýni innan flokks­ ins vegna framgöngu hans í stórum málum. Ólína Þorvarðardóttir, sem læt­ ur nú af störfum sem þingkona Samfylkingarinnar, gagnrýnir Árna Pál Árnason og Ástu Ragnheiði Jó­ hannesdóttur, fráfarandi þingfor­ seta, harðlega í bloggfærslu á Eyj­ unni undir yfirskriftinni „Sundrað sverð og syndagjöld“. Þar segir hún að ný forysta flokksins hafi engri fót­ festu náð á þeim fáu vikum sem liðu frá kjöri hennar fram að kosning­ um. „Formaðurinn tók þá ákvörðun að skilja sig frá verkum ríkisstjórnar­ innar í von um að fá á sig betri ásýnd. Um leið yfirgaf forystan þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins – málin sem ítrekað höfðu verið skilgreind sem þau þrjú mál sem Samfylkingin bæri helst fyrir brjósti og myndi ljúka,“ skrifar hún. Ljóst er að staða Árna Páls er afar veik eftir hrakfarir Samfylkingarinn­ ar í kosningunum og vera kann að kallað verði eftir tiltekt í flokknum. Hvað sem því líður liggur í augum uppi að stuðningsmenn Samfylk­ ingarinnar eiga ærið verkefni fyrir höndum ef flokkurinn á að standa undir nafni sem breiðfylking jafnað­ armanna á Íslandi. n Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Sögulegar hrakfarir n Samfylkingin hefur beðið skipbrot n Næstversta útreið Sjálfstæðisflokksins frá upphafi Þungt yfir Árna Það var ekki djarft upplitið á nýkjörnum formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, þegar ljóst var hvert stefndi. MyNd sigtryggur ari „Pólitískar hamfarir Varnarsigur Sjálfstæðisflokkurinn má svo sannarlega muna fífil sinn fegurri. Flokkurinn hlaut tæplega 27 prósent atkvæða í í þingkosningunum um síðustu helgi. MyNd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.