Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 9
Fréttir 9Mánudagur 29. apríl 2013 samkynhneigð sé ekki afrísk, að hún sé synd, að við séum andsetnar eða að okkur sé borgað fyrir þetta. Mér skilst að hér á Íslandi sé það þannig að ef þú þolir ekki samkyn- hneigða þá eigir þú við vanda að stríða. Í Úganda er það öfugt, ef þú ert samkynhneigður stendur þú frammi fyrir vanda.“ Lífstíðarfangelsi liggur við því að stunda samkynhneigð en Kasha segir að stjórnvöld vilji ganga lengra og gera það refsivert að lýsa yfir samkynhneigð. Þá hefur verið til umræðu að herða lögin þannig að dauðarefsing liggi við samkyn- hneigðum kynmökum og margir virðast ekki gera greinarmun á því og barnaníði. „Ástandið hefur versn- að mikið á síðustu árum. Á hverjum degi hugsa ég að þetta sé of mikið fyrir mig, út af depurðinni, reiðinni og stressinu sem fylgir óréttlætinu. Þess vegna verð ég að gera eitthvað í því. Þess vegna ferðast ég um heim- inn til þess að tala við fólk og þess vegna er ég komin hingað. Ég mun aldrei gefast upp.“ n „Mun aldrei gefast upp“ n Kasha berst fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda n Hefur þurft að þola hótanir, líkamsárásir og handtökur 26. apríl 2013 n Þrettán samtök skipuleggja Grænu gönguna 1. maí „Náttúru Íslands verði hlíft!“ Þ rettán samtök um náttúru- vernd hafa boðað til Grænu göngunnar á miðvikudaginn, þann 1. maí. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í grænum föt- um og verður gengið niður Lauga- veg í kjölfar kröfugöngu verkalýðs- félaga. Í tilkynningu samtakanna kemur fram að efnt sé til göngunn- ar til að hvetja nýkjörið þing til góðra verka í umhverfismálum. „Þingið hefur ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúr- unnar. Á því kjörtímabili sem nú er að hefjast verða teknar ákvarðanir um mörg verðmæt náttúrusvæði, til dæmis Mývatn og Reykjanesskaga. Landskipulagsstefna sem gerir ráð fyrir háspennulínu og virkjunum á hálendinu mun koma til afgreiðslu hjá Alþingi og fyrir liggur krafa um stórar háspennulínur meðal annars á Reykjanesskaga, í Skagafirði og víðar á Norðurlandi. Krafa grænu göngunnar er að náttúru Íslands verði hlíft.“ Lítið var rætt um umhverfismál í aðdraganda þingkosninganna sem nú eru afstaðnar. Kannanir benda þó til þess að meirihluti Íslendinga sé andsnúinn aukinni stóriðju. Þannig reyndust 44 prósent aðspurðra andvíg virkjanaframkvæmdum í Bjarnarflagi við Mývatn en 30,5 pró- sent fylgjandi í nýlegri könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Land- vernd. Í sömu könnun sögðust 51,3 prósent vera andvíg því að fleiri ál- ver yrðu reist hér á landi en 30,9 pró- sent voru því hlynnt. Þrátt fyrir þetta nutu þeir tveir flokkar mest fylgis í kosningunum sem tekið hafa afger- andi afstöðu gegn því að umhverfinu sé hlíft. Lagt verður af stað frá Hlemmi klukkan 13:30 og lýkur göngunni með því að grænum fánum verður stungið niður á Austurvelli. n johannp@dv.is Leggjast gegn stóriðju 13 samtök um umhverfisvernd boða til Grænu göngunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.