Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Síða 12
Nota þeir gas í Sýrlandi?
n Brot á alþjóðlegum samþykktum ef rétt reynist
S
íðastliðna daga hafa frá-
sagnir um notkun efna-
vopna (sarin-gas) borist frá
Sýrlandi. Ástandið þar virð-
ist sífellt fara versnandi og talið er
að um 70.000 manns hafi látið líf-
ið í átökum sem hafa staðið yfir í
rúmlega tvö ár.
Fjölmiðlar birtu um helgina
myndir af særðu fólki sem virðist
sýna einkenni um eiturefnavopn
og ræddi Sky-fréttastofan við lækni
sem sagðist hafa meðhöndlað fólk
með slík einkenni.
Reynist þetta rétt hafa átökin í
Sýrlandi tekið á sig nýja mynd og
færst á mun alvarlegra stig. Tak-
ist að sanna að eiturefnavopn séu
notuð í átökunum, er það brot á
alþjóðlegum samningi um bann
við notkun efnavopna, sem undir-
ritaður var árið 1993. Til að fá hið
sanna í ljós, þyrfti að fá erlenda og
óháða sérfræðinga til að rannsaka
málið.
Myrti eigin þegna
með efnavopnum
Efnavopn voru notuð með skelfi-
legum afleiðingum í stríði Íraka og
Írana á árunum 1980–1988 og talið
að allt að 100.000 hermann Írana
hafi látið lífið vegna slíkra vopna.
Í mars árið 1988 gerði Saddam
Hussein árás á kúrdíska bæinn
Halabja og myrti þar þúsundir eig-
in þegna með efnavopnum, með-
al annars sinnepsgasi og sarin-
gasi. Þúsundir létust einnig vegna
áhrifa eiturefnanna á árunum eft-
ir árásina. Flest fórnarlambanna
voru almennir borgarar. Sá ráða-
maður í ríkisstjórn Íraks sem stjórn-
aði aðgerðunum var eftir þetta kall-
aður ,,kemíski-Ali“. Hann var síðar
dæmdur til dauða fyrir þátttöku í
þessum aðgerðum gegn Kúrdum.
Gas notað í Helförinni
Efnavopn voru einnig notuð í fyrri
heimsstyrjöldinni og þá má einnig
flokka þjóðarmorð Þriðja ríkisins á
gyðingum í seinni heimsstyrjöld í
Helförinni sem notkun á efnavopn-
um. Um sex milljónir gyðinga voru
myrtar í gasklefum Adolfs Hitlers.
Fari svo að sögur um efnavopn
í Sýrlandi reynist sannar, hlýtur al-
þjóðasamfélagið að taka til sinna
ráða og að minnsta kosti mótmæla
því kröftuglega. Hvort gripið verður
til annarra ráða og aðgerða er hins
vegar of snemmt að segja til um. n
Þ
eir svífa næstum hljóð-
laust um loftin blá, en eru
þungvopnaðir og með skæð-
ustu vopnum nútímans.
Þetta eru „drónarnir“, litlar
ómannaðar flugvélar, sem notaðar
eru í auknum mæli gegn andstæðing-
um Bandaríkjanna víða um heim.
Bandaríkin eru þeir sem nota þessa
tækni mest í dag, en allra síðustu
daga hafa komið fréttir um að Bretar
séu einnig byrjaðir að beita drónum.
Vélarnar taka yfir?
Veruleiki kvikmyndanna er hér. Við
höfum horft á myndir á borð við Star
Wars og The Terminator, þar sem
vélar stunda hernað. Í Terminator-
myndinni Rise of the Machines er til
dæmis leikið með þá hugmynd að
láta vélar sjá um stríð. Þær hafa engar
tilfinningar og kosta minna. Engu
blóði er úthellt, engir ættingjar her-
manna sem syrgja.
Þetta er orðið að veruleika með
tilkomu drónanna, sem stjórnað er
frá Nevada-fylki í Bandaríkjunum
og eru sendir til loftárása til dæmis
í Pakistan. Segja má að þetta sé angi
af því sem George Bush yngri hóf og
er kallað „War on Terror,“ eða Stríð-
ið gegn hryðjuverkum. Það hófst eft-
ir árásir Al-Kaída samtakanna á Tví-
buraturnana í New York árið 2001.
Stjórnað frá Nevada
Í mjög áhugaverðri franskri heim-
ildamynd frá þessu ári, sem sýnd var
í sænska sjónvarpinu fyrir skömmu,
var dregin upp mynd af þessum
nýja kafla í nútíma hernaði. Þar voru
mennirnir sýndir sem sitja í niður-
gröfnum hvelfingum í eyðimörkinni
í Nevada og stjórna „drónunum.“ Frá
stjórnstöðinni liggur kapall þvert yfir
Atlantshafið og yfir til Evrópu og í
gegnum hann eru skipanirnar sendar
í drónana, sem eru vopnaðir tækni-
legustu flugskeytum sem bandaríski
herinn hefur yfir að ráða.
Yfir 3.000 fórnarlömb í Pakistan
Í myndinni kemur fram að yfir 3.000
manns hafa til dæmis verið myrtir í
Pakistan með drónum. Aðallega eru
tvær stofnanir sem sjá um árásirnar;
CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna
og fyrirbæri sem heitir „Joint Special
Operation Command“ og væri hægt
að kalla „Miðstöð sérstakra aðgerða“
í Fort Bragg herstöðinni í N-Karólínu.
Að loknum vinnudegi fara stjórn-
endur, sem nota „gleðipinna“ eða
„Joystick“ til að framkvæma aðgerðir
sínar, rétt eins og í tölvuleikjum, heim
til barnanna sinna, borða kvöldmat
og hjálpa þeim við lærdóminn.
Landamæri skipta engu
Árásir af þessu tagi hófust árið 2004
og samkvæmt listum sem hugsmiðj-
an New American Foundation hefur
tekið saman hafa um 350 árásir ver-
ið framkvæmdar, bara í Pakistan, frá
2004. Þetta er staðfest af bandarískum
samtökum sem stunda rannsóknar-
blaðamennsku. Árásir hafa verið
gerðar í fleiri löndum, svo sem Jemen.
Drónarnir geta farið hvert sem er og
spyrja ekki um landamæri, þau skipta
ekki máli í þessu samhengi.
Náðu hámarki 2010
Hámarki náðu þessar árásir árið 2010
undir stjórn Baracks Obama, forseta
Bandaríkjanna, en ári fyrr hlaut hann
friðarverðlaun Nóbels. Alls voru um
120 árásir framkvæmdar í Pakistan
árið 2010, þar sem Bandaríkjamenn
telja að Talíbanar og liðsmenn Al-
Kaída hafist hvað mest við. Sérstak-
lega á svæði á landamærum Pakistans
og Afganistans, sem heitir Waziristan.
Í árásunum er talið að um 600–1.000
manns hafi fallið. Þar á meðal börn og
almennir borgarar. Því þrátt fyrir að
bandarískir ráðamenn segi að árás-
ir þessar séu sérstaklega nákvæmar
(kallað „surgical strikes“ á ensku og
þar með líkt við nútíma skurðlækn-
ingar) er það yfirleitt svo að einhverjir
aðrir en skúrkarnir falla líka.
Í heimildamyndinni eru mynd-
skeið af fjölda árása sem sýna í raun
hve fullkomlega varnarlaust fólk er
gagnvart þessu nýja vopni. Einnig er
sagt frá árásum þar sem bandarísk-
ir ríkisborgarar hafa fallið. Þar með
vaknar stór spurning: Standa banda-
rísk yfirvöld að aftökum á eigin ríkis-
borgurum?
Engar tilfinningar
Tilkoma drónanna þýðir að nýr kafli
er hafinn í nútíma hernaði. Ekki er
um það að ræða að lífum flugmanna
sé stofnað í hættu, flugmanna sem
kostar milljónir dollara að þjálfa.
Drónar geta verið á lofti 24 klst. á sól-
arhring og þurfa enga hvíld. Drónar
hafa enga samvisku og engar tilfinn-
ingar. Drónar spyrja engra spurninga
og þekkja ekki efa. Þeir gera það sem
fyrir þá er lagt. Velkomin í tæknistríð
21. aldarinnar! n
ÁrÁs drónanna
n Bylting í hernaði um þessar mundir n USA notar ómannaða dróna til loftárása
Umdeild vopn Mikil umræða á sér stað um þessar mundir um notkun dróna í hernaði og
sýnist sitt hverjum. Myndin er frá æfingastöð fyrir dróna í Nýju-Mexíkó, þar sem drónunum er
stjórnað með fullkomnum myndavélum og „gleðipinnum.“
12 Erlent 29. apríl 2013 Mánudagur
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
blaðamaður skrifar
„Rándýrið“ Nafngiftin „Predator“ – rándýrið,
er kannski við hæfi, enda drónar sem notaðir
eru til árása, þungvopnaðir, meðal annars laser-
stýrðum Hellfire-flugskeytum, sem eru hönnuð
til að granda brynvörðum skriðdrekum.
Syrgir ættingja Íraskur
Kúrdi syrgir ættingja í kirkju-
garði þar sem fórnarlömb
Halabja-árásarinnar hvíla.