Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 14
Sandkorn
K
osningaúrslitin fela í sér þau
stórtíðindi að Framsóknar
flokkurinn hefur fengið umboð
kjósenda til þess að afskrifa
öll húsnæðislán sem hvíla
á íslenskum heimilum. Fyrir kosn
ingarnar árið 2009 lofaði flokkurinn að
lækka lánin almennt um 20 prósent.
Þar skipti lánsfjárhæðin engu. Í kosn
ingabaráttunni gerði flokkurinn út á
sama loforð. Heimilin voru sett efst á
loforðalistann og það átti að leiðrétta
samkvæmt þeim forsendubresti sem
varð við hrunið. Næstum fjórði hver
kjósandi keypti þann málflutning og
kaus flokkinn. Skilningur flestra var sá
að 20 prósenta boðið stæði ennþá.
Og nú er runninn upp sá tími að
staðið verði við loforðin. Til þess þarf
Framsóknarflokkurinn að fara í rík
isstjórn. Að því gefnu er engin leið til
annars en að á allra næstu mánuðum
njóti heimilin veglegrar skuldaniður
fellingar. Loforð Sjálfstæðisflokksins
ganga út á skattalækkanir og lægra
veiðigjald í sjávarútvegi. Sameigin
lega ganga tillögur flokkanna tveggja
út á það að lækka álögur á almenning
og skerða tekjur ríkisins. Þetta er það
sem kosið var um. Öll viljum við lægri
skatta og skuldaniðurfellingar í ein
hverju formi. Takist nýrri ríkisstjórn
það án þess að til efnahagslegrar koll
steypu komi blasir við pólitískur stöð
ugleiki. Vandi nýrra stjórnarherra er
hins vegar sá að mæta útgjöldunum
með einhverjum hætti.
Hvorugur flokkanna útlistaði það
hvernig ríkið getur sparað í rekstri sín
um. Fyrir liggur að báknið er ofvaxið
og ótal tækifæri til að skera þar niður.
Fækka þarf opinberum starfsmönnum
til að spara á móti útgjöldum. Það ætti
raunar að hugnast Sjálfstæðismönn
um vel að draga saman ríkisrekstur og
blása lífi í einkageirann. Það er gjör
samlega útilokað að menn geti staðið
við kosningaloforðin án þess að taka
jafnframt á öðrum útgjöldum í rekstri
ríkisins. En það verður erfitt og mun
þurfa sterk bein.
Óljóst er hvort Bjarni Benedikts
son og Sigmundur Davíð Gunnlaugs
son ná saman um myndun ríkisstjórn
ar. Sjálfstæðismenn hafa sumir hverjir
lýst loforðum Framsóknar um skulda
niðurfellingu sem Barbabrellu sem
muni kosta verðbólguskot. Væntan
lega munu þeir ekki leggja nafn sitt
við tillögurnar. Þá er erfitt fyrir Bjarna
að láta frá sér forsætisráðherrastólinn
til Sigmundar. Það eru því mörg ljón í
veginum. Eitt er þó víst. Framsóknar
flokkurinn verður að fara í ríkis
stjórn til að það reyni á loforðin. Það
er niðurstaða hamfarakosninganna. Í
versta falli ættu aðrir flokkar að tryggja
minnihlutastjórn hans hlutleysi og láta
flokknum þannig eftir að framfylgja
loforðunum.
Venjulega er talað um að hveiti
brauðsdagar nýrra ríkisstjórna séu 100
talsins. Að þeim tíma liðnum komi
í ljós hvort hún heldur meðbyrnum
eða lendir í hörðum mótbyr. Ólíklegt
er að samstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks hafi svo langan tíma.
Helmingur kjósenda styður ekki þessa
flokka og eru fullur vantrausts og reiði.
Óróleikinn liggur í loftinu. Þetta er ekki
ríkisstjórn sem nýtur þolinmæði. Það
gæti því farið svo að það syði upp úr og
mótmælendur létu til sín taka eins og
árið 2009. Það er stutt á Austurvöll. n
Eggjahljóð í Össuri
n Össur Skarphéðinsson utan
ríkisráðherra er síður en svo
bugaður þótt flokkur hans
hafi beðið afhroð með því
að helmingur fylgisins hvarf.
Össur viðurkenndi fúslega í
útsendingu á RÚV að ,,ham
farir“ hefðu dunið á Samfylk
ingunni. Í framhaldinu kom
mikið eggjahljóð í hann þar
sem hann hældi Sigmundi
Davíð fyrir öfluga kosninga
baráttu. Duldist þá engum
daðrið.
Hrap siðfræðings
n Eitt stærsta stjörnuhrap
á síðari tímum var þegar
Stefán Einar Stefánsson, sið
fræðingur og
þáverandi
formaður
VR, var felld
ur með yfir
burðakosn
ingu Ólafíu
Rafnsdóttur.
Stefán Einar hefur verið af
skaplega umdeildur en var
talinn eiga sér mikla framtíð
í Sjálfstæðisflokknum sem
formaður í landsins stærsta
stéttarfelagi. Nú er tíðin önn
ur og ferillinn er í dimmum
skugga fallsins.
Fallinn og reiður
n Sú ákvörðun að skipa
Bryndís Hlöðversdóttur, fyrr
verandi þingmann og laga
prófessor,
sem formann
stjórnar VR
leggst mis
jafnlega í
menn. Helgi
Magnússon,
fráfarandi
formaður, varar við því að
fyrrverandi stjórnmálamað
ur sé valinn til verka. Harka
legustu mótmælin koma þó
frá hinum fallna formanni
VR, Stefáni Einari Stefáns-
syni, sem er reiður og hyggst
skipta um lífeyrissjóð.
Þorsteinn virtur
n Þorsteinn Pálsson, fyrrver
andi formaður Sjálfstæðis
flokksins, situr nú á friðar
stóli og nýtur
gríðarlegr
ar virðingar.
Aftur á móti
hefur margur
íhaldsmað
urinn skömm
á Davíð Odds-
syni, ritstjóra Moggans, sem
á sínum tíma felldi Þorstein
sem formann. Sigmundur
Ernir Rúnarsson þingmaður
vekur á bloggi sínu athygli
á stöðu þessara tveggja for
manna og kemst að því að
Davíð hafi tapað á endanum.
„Varla hefur nokkur maður
tapað jafn stórt“.
Ég hef alltaf verið
mjög straight
Hafa af mér
lífshlaup mitt
Andri Snær Magnason hefur aldrei notað eiturlyf – DV Aðalbjörn Jóakimsson tapaði öllu og kennir bankanum um – DV
Stutt á Austurvöll
„Fram sóknar flokkurinn
verður að fara í ríkisstjórn
E
nga þarf að snoppunga til skiln
ings á því hver var hin skýra
niðurstaða kosninganna. Á
morgni – sem fyrir okkur í Sam
fylkingunni rann upp blóðrauður –
skeiðaði Framsókn heim í hlað sem
hinn óumdeildi sigurvegari. Hún fékk
að sönnu ríflega 2% minna en Sjálf
stæðisflokkurinn, en jafnmörg þing
sæti, og bætti sig um miklu meira
fylgi. Í ofanálag hverfðist umræðan
öll um það málefni sem hún bar frek
ast fram – skuldalækkun heimilanna.
Úrslitin leiddu því fram að mínu viti
skýran vilja til að Framsókn fái að
spreyta sig á að leiða landsstjórn með
það sem forgangsverkefni að lækka
höfuðstól skulda eftir Framsóknar
leiðinni. Niðurstaða kosninganna
getur því varla hnigið að öðru en Sig
mundur Davíð fái fyrstur umboð til
að reyna stjórnarmyndun.
Blóðrauður morgunn
Varla er trúverðugt að skilgreina Sjálf
stæðisflokkinn sem sigurvegara þó
hann hafi fengið slyndrunni meira af
atkvæðum en Framsókn. Við bestu
hugsanlegu aðstæður var fengur hans
í lok kjördags næstversta útkoma
flokksins í sögunni. Fylgi hans er
langt undir sögulegri stærð fyrir utan
að vera miklu minna en langvarandi
kannanir sýndu fram að landsfundi.
Hins vegar fær Bjarni Benediktsson
pre fyrir þá skapandi túlkun að skil
greina útkomuna sem „glæsilegan
sigur.“ Athygli vakti, að Hanna Birna
var á annarri skoðun.
Ég get ekki leyft mér sama munað
og Bjarni í túlkun á afdrifum Sam
fylkingarinnar. 12,9% hlutur jafnað
armanna er vitaskuld ekkert annað
en afhroð í dýpsta skilningi þess orðs
og hafa jafnaðarmenn vítt um álfuna
líklega aldrei lifað blóðugri morgun.
Sigrarnir miklu, þegar fylgið lá við
32% í kosningum til sveitarstjórna
2002 og alþingis 2003, rifja hins vegar
upp hvers jafnaðarmenn eru megn
ugir. Skein þá í gliti sólar fífilbrekkan í
gömlu formannsminni.
Misjöfn stríðsgæfa ríkisstjórnar
flokkanna á lokaspretti kosninganna
– sem yfirleitt skiptir miklu, stundum
mestu – var einkar athyglisverð. VG
lagði á stökkið heldur laskaðri en við
og mældist með 7,4% í kringum sinn
eigin landsfund. Frá þeirri könnun
vann flokkurinn ríflega þrjú prósent
meðan Samfylkingin tapaði næstum
þremur. Frá landsfundi fór hún úr
15,6% fylgi í könnun CapacentGallup
í 12,9% í kosningunum. Væntan
lega munu menn ekki skirrast við að
greina þær ástæður sem að baki liggja
– enda sérstök áhersla lögð á það af
flokknum að segja þjóðinni satt.
Líf Framsóknar liggur við
Fyrir utan mikla ósigra í kosningum
er mín reynsla sú að fátt sé óhollara
formönnum en miklir sigrar. For
maður Framsóknarflokksins er
einkar vel að sínum kominn. Hann
hefur sýnt fágæta staðfestu, nú síðast
í að berja fremst á dagskrána Fram
sóknarleiðina um skuldalækkanir
heimila. Fram á síðustu stundu, og
jafnvel eftir að henni sleppti, hamr
aði Sigmundur Davíð á því að Fram
sóknarleiðin væri algjört úrslitaatriði
við stjórnarmyndun. Undir lagði for
maðurinn ekki bara æru Framsókn
ar, heldur sitt góða nafn – og þjóðin
trúði honum.
Nú fær hann að spreyta sig – sem
réttmætt er. Hann lofaði þeim sem
vöknuðu með stökkbreyttar skuld
ir daginn eftir hrun skjótri úrlausn.
Þegar ég benti á merkilegt svar
Frosta Sigurjónssonar sem mátti
túlka þannig að að lækkanirnar ættu
að koma á 20 árum gullu þeir jafn
harðan við, Framsóknarmenn, og
sögðu að skuldaniðurfellingarnar
kæmu strax – gegnum banka með
sérstökum samningum (sem ríkið
greiddi svo bönkunum á 20 árum). Á
efndum þessa loforðs verður Fram
sókn, og Sigmundur Davíð persónu
lega, vegin og metin. Framkvæmd og
efndir skipta því ekki bara skuldara
máli – heldur er trúverðugleiki flokks
og formanns undir.
Kaldar ástir
Milli Framsóknar og Sjálfstæð
ismanna ríkir heldur engin ást.
Þægindahjónaband er að sönnu
kostur millum stórvelda, en það
verður hins vegar snúið að koma
slíku brullaupi á í samningum við
Bjarna. Þeim góða dreng verður
ekki úr háska borgið – með hýen
ur flokksins einlægt japlandi á hæl
um sér – nema hann nái því að leiða
Sjálfstæðismenn til forystu og verði
sjálfur forsætisráðherra. Það getur
Sigmundur Davíð trauðla fallist á í
nýrri stöðu. Hinn mikli sigur gerir
að verkum, að hann mun bregðast
vonum hins nýja, víðfeðma baklands
ef hann tekur sér ekki valdið, sem
er hans í dag, til að verða forsætis
ráðherra. Að því hefur hann fleiri
en eina leið, og fleiri en tvær. Hefur
hann ekki kjarkinn? – munu menn
spyrja. Oft, og lengi.
Spurningarnar tvær, um forystu
í ríkisstjórn, og um Framsóknar
leiðina í málefnum skuldara, munu
því ráða hvort þeim pólitísku frænd
um Sigmundi Davíð og Bjarna tekst
þrátt fyrir kaldar ástir flokka sinna
að berja saman ríkisstjórn. Gangi
það eftir, ræðst síðan framtíðar
gæfa Framsóknar sem flokks, og
Sigmundar Davíðs sem stjórnmála
manns, af því hvernig tekst að fram
kvæma skuldalækkanirnar.
Ég spái því, að Sigmundur Dav
íð og Framsókn hafi 100 daga til að
sýna hvort þeir geti staðið við lof
orðin. Ég óska þeim gengis í því –
enda hef ég lagt nokkrar hugmyndir
inn í það púkk á bloggi mínu. n
Höfundur er endurkjörinn al-
þingismaður.
Sigmundur Davíð hefur 100 daga
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 29. apríl 2013 Mánudagur
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Aðsent
Össur
Skarphéðinsson