Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Síða 15
N
okkrum vikum fyrir kosningar
skrifaði ég grein í þetta blað
undir fyrirsögninni Sú gamla
kemur kannski aftur. Nú er hún
að koma. Í greininni benti ég á þessar
staðreyndir um væntanlega stjórnar-
flokka:
„Þeir eru á móti nýjum náttúru-
verndarlögum og ætla að breyta þeim
strax og þeir taka við.
Þeir eru á móti auðlindaákvæðum
stjórnarskrárinnar.
Þeir eru á móti nýjum Landspítala.
Þeir eru á móti viðræðum við ESB
og munu slíta þeim strax.
Þeir eru á móti því að breyta lög-
um um Lánasjóð íslenskra náms-
manna eins og menntamálaráðherra
lagði til.
Þeir eru á móti rammaáætlun og
ætla að breyta henni í sumar.
Þeir eru með fleiri álverum.
Þeir vilja fá að einkavinavæða
bankana aftur.
Þeir vilja lækka skuldir heimilanna
eins og skatta um hundruð milljarða.
Þeir hafa ekki svarað því hvernig á
að afla fjár á móti: Er það með niður-
skurði? Hvaða? Er það með öðrum
skattahækkunum hvaða? Er það með
halla á ríkissjóði?“
Þetta var ekki hægri sigur
Þjóðin vissi þetta en stórum hluta
kjósenda var alveg sama þegar kom
í kjörklefann. Það er hins vegar mik-
ilvægt að hafa í huga að þeim grænu
félagslegu sjónarmiðum sem var vikið
að hér að ofan var ekki hafnað í kosn-
ingunum. Litlu framboðin sem ekki
fengu mann voru mörg hver félags-
lega sinnuð og umhverfisvæn í mál-
flutningi sínum. Það er því hægt að
fullyrða að A, S og V og þessi framboð
hafi fengið um 40 % atkvæða. Stjórn-
arflokkarnir væntanlegu verða því að
vara sig á því að vera ekki of hrokafull-
ir gagnvart þeim sjónarmiðum sem
rakin voru í greininni snemma í apríl.
Var kosningasigur flokkanna í
gær hægri sigur? Píratar unnu sigur
og komust inn þrír. Þeir eru hvorki
hægri né vinstri flokkur. Það er ekki
hægt að kalla það hægri sigur. Björt
framtíð vann sigur. Björt framtíð er
ekki – samkvæmt eigin skilgreiningu
– vinstri flokkur, frekar grænn miðju-
flokkur eins og Radikale venstre í
Danmörku. Björt framtíð sækist eftir
aðild að Liberal International. Sigur
Bjartrar framtíðar er ekki hægri sig-
ur. Björt framtíð hafði auk þess stað-
ið með vinstri stjórninni undanfarna
mánuði og kjósendur hennar litu
flestir á hana sem vinstri kost. Hver
vann þá hægri sigur? Hægri græn-
ir fengu 1,7% atkvæða. Ekki var það
hægri sigur. Sjálfstæðisflokkurinn fékk
næstverstu kosningar í sögunni 26,7%.
Fylgistölur Sjálfstæðisflokksins í 50 ár
eru þessar í hlutföllum á landvísu:
41,4%, 37,5%, 36,2%, 42,7%, 32,7%
35,4%, 38,7%, 27,2% (Borgaraflokkur
bauð fram líka), 38,6%, 40,7%, 33,7%,
36,6%, 2009: 23,7%. Með öðrum orð-
um: Sjálfstæðisflokkurinn er að fest-
ast undir þrjátíu prósentum og í þetta
skiptið hefur hann það naumlega að
vera stærsti flokkurinn.
Þetta var því ekki hægri sigur.
Hvað heitir þessi stefna aftur?
Hvaða sigur þá? Af hverju vannst sig-
urinn? Það var held ég fráfarandi rík-
isstjórn sem tók upp slagorðið um
skjaldborg heimilanna. En hún ræddi
það aldrei nógu skýrt hvað það þýddi.
Það opnaði leið fyrir yfirboðsflokka
til að bjóða í atkvæði þjóðarinnar. Að
tala um heimili sem eitt hugtak á Ís-
landi er fjarstæða, bull. Sum heim-
ili eru fátæk, önnur rík, flest þar ein-
hvers staðar á milli. En slagorðið varð
svo sterkt að margir flokkarnir eltu
uppi Framsóknarflokkinn sem í kosn-
ingabaráttunni talaði um skuldamál
heimilanna án frekari skilgreiningar.
Og Framsóknarflokkurinn gerði það
svo markvisst allt kjörtímabilið að það
hafði myndast gríðarlegt uppistöðu-
lón þegar leið að kosningum. Svo kom
Icesave dómurinn. Framsókn fékk þá
niðurstöðu sem enginn bjóst við: Að
Ísland þyrfti ekki að borga – en samt
erum við að vísu að borga. En þjóðin
upplifði það þannig að með dómnum
hefði þjóðin frelsast undan Icesave,
Framsókn var eini flokkurinn sem
alltaf hafði verið á móti því að semja
um Icesave. Það sem sanna átti hafði
verið leitt fram: Framsóknarflokk-
urinn skírskotaði til staðfestu sinnar í
Icesave málinu og sagði: Ég bjargaði
þjóðinni undan Icesave – ég get líka
leyst skuldavanda heimilanna. Þjóðin
sem átti að vera algerlega á hausnum
samkvæmt sama Framsóknarflokki
átti nú allt í einu þrjú hundruð milj-
arða sem átti að sáldra yfir alla þjóð-
ina. Framsókn opnaði uppstöðulónið
og atkvæðafljótið streymdi fram.
Er þetta hægri stefna? Það er
spurningin. Samhliða þessari ein-
stefnu Framsóknar sem margir flokk-
ar gáfust upp fyrir – ekki VG – þá var
keyrð áfram þjóðremba í nýjum hæð-
um. Íslenski fáninn var alltaf hafður
við hliðina á formanninum og svo
var talað illa um útlendinga, þeir sem
vildu semja við útlendinga voru kall-
aðir landráðamenn. Og svo var kallað
á sterka manninn. Fyrst var það Ólaf-
ur Ragnar Grímsson sem vísaði mál-
um ótt og títt í þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur. Og var svo endurkjörinn forseti
með 52,8% atkvæða eða svipaðri tölu
og D og B fengu í núna 51,1 % enda að
stórum hluta til sama fólkið. Og Sig-
mundur Davíð steig inn í áru sterka
mannsins eins og Ólafur Ragnar. En
hvað heitir þessi stjórnmálastefna aft-
ur: Sterkur maður, popúlismi, þjóð-
remba, útlendingaandúð, yfirboð í
sambland við vinsæla tillögu sem allir
geta grætt á?
Framsókn rak listilega kosninga-
baráttu og vann sigur. Það fer ekkert
á milli mála. En þetta er ekki hægri
stefna. Í framsókn er fjöldi góðra
vinstri manna. Framsókn fékk 23,3%
1995; núna 24,4. Það tók tólf ár að
éta upp þann sigur. Verða þá næstu
stjórnarskipti 2025?
Grein minni í byrjun apríl lauk ég
með þessum orðum:
„En nú er kosningabaráttan að
byrja. Það getur margt gerst. En margt
bendir til þess að gömlu stjórnar-
flokkarnir taki aftur við í maí. Þeir
voru í tólf ár; 1995–2007. Það var
komið nóg en er það svo? Kosn-
ingarnar leiða það í ljós.“
Þjóðin vildi meira. Það er komið í
ljós um helgina.
Þau skoði sinn gang
Og svo er það fráfarandi ríkisstjórn.
Skoðum báðar hliðar.
Samfylkingin hafði við hliðina á
sér flokk sem var með alveg sömu
stefnuna í grundvallaratriðum, Bjarta
framtíð. Leiðtogi Bjartrar framtíð-
ar var oft góður og öruggur í viðtals-
þáttum sjónvarpanna en auk hans
var margt álitlegt fólk í sveitinni. Nú
hefur formaðurinn skilgreint flokk-
inn sem grænan frjálslyndan miðju-
flokk. Hann tók til sín það fylgi sem
nýji formaður Samfylkingarinnar vildi
standa fyrir, miðjufylgi. Þannig var
hinn nýji formaður fylgislega landlaus
í kosningabaráttunni af því að hann
reyndi líka að fjarlægja sig því verki
sem ríkisstjórnin hafði unnið. Hann
taldi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur of langt til vinstri!
Þá bauð fram Lýðræðisvaktin. Hún
bar fyrir brjósti mál sem Jóhanna
Sigurðardóttir hafði gert að sínu að-
almáli. Stjórnarskrármálið. Samtals
fengu Björt framtíð og Lýðræðisvakt-
in 10,7% atkvæða. Það er engin fjar-
stæða að ætla að Samfylkingin hefði
átt að geta fengið nær allan þennan
stuðning. En fékk bara 12,9% atkvæða.
Það er hrun. Hvar er flokkurinn sem
við stofnuðum forðum úr Alþýðu-
bandalaginu, Alþýðuflokknum, Þjóð-
vaka og Kvennalistanum? Átti að fá
30% minnst. Vissulega gerði Samfylk-
ingin mörg mistök á upphafsárum
sínum, mistök sem urðu að nokkru
leyti undirstaða Vinstri hreyfingar-
innar græns framboðs. Nefni ESB og
Kárahnjúkavirkjun. En Samfylkingin
hélt þá um 30% atkvæða. Nú 12,9%.
Svar okkar við stóru stjórninni hjá
Davíð og Halldóri 1995 var að reyna
að sameina alla vinstri flokkana. Það
gekk ekki og verður ekki reynt á sama
hátt aftur. Ekki á sama hátt. En menn
hljóta að leita nýrra leiða. Þessi staða
nú með fjóra smáflokka á móti tveim-
ur flokkum með 25% hvor er algerlega
fráleit. Samfylkingin verður því að
skoða sinn gang
En það þurfa Vinstri grænir líka
að gera. Þeim tókst að vísu betur
upp. Ýmislegt lagðist gegn þeim. Í
fyrsta lagi var eitt framboð sérstak-
lega og mér liggur við að segja ein-
göngu stofnað til höfuðs Vinstri
hreyfingunni grænu framboði og sér-
staklega fyrrverandi formanni henn-
ar. VG tókst að verjast þessari atlögu
snilldarlega og halda svo vel á ESB-
málinu allt frá landsfundi í febrúar
að flokkurinn stóð af sér atlögu Jóns
Bjarnasonar og félaga. Fullyrða má að
verulegur hluti af því litla fylgi sem J-
listinn fékk hefði átt að fara til VG. Það
var að vísu ekki nema eitt prósent, en
það munar um allt. Sérstaklega var
reyndar athyglisvert að í norðvest-
ur kjördæmi fékk listi Jóns Bjarna-
sonar aðeins 4,5% og hafði með því
nærri tekist að fella Lilju Rafneyju, út
af þingi. Sá bráðskemmtilegi maður
Bjarni Harðarson sagðist kvöldið fyr-
ir kosningar finna mikinn stuðning;
hann reyndist hvorki meira né minna
en eitt og hálft prósent. En með þessu
litla fylgi sem ella hefði fallið á VG
tókst þeim Jóni Bjarnasyni að koma i
veg fyrir að Arndís Soffía efsti maður
VG á Suðurlandi kæmist á þing. Og
augljóst er að þeim Jóni og félögum
tókst að skaða VG meira á Suður- og
Norðvesturlandi en annars staðar.
Enda var það meiningin.
Það verður að muna að síðustu
misserin hefur VG haft tíu til ellefu
manna þingflokk. Rauntapið er því
ekki eins stórt og samanburður á
kosningatölum gefur til kynna.
En af hverju tapaði VG? Svarið
er margþætt. VG tapaði ekki vegna
þeirra verka sem ráðherrar flokks-
ins unnu. Steingrímur J. Sigfússon á
stuðning og aðdáun fyrir verk sín og
afrek í efnahagsmálum. Í umhverfis-
málum varð kerfisbreyting á Íslandi, í
grænum hópum eru VG langsterkasti
flokkurinn. Margvíslegir áfangar unn-
ust í mannréttindamálum og framlög
til menningarverkefna voru marg-
földuð. Allt þetta hjálpaði VG. Líka vel
rekin og smekkleg kosningabarátta.
Konurnar komu VG til liðs. Í einni
könnuninni hafði VG 11% á landsvísu
6% karla en 15% kvenna. VG var á
fljúgandi ferð síðustu daga kosninga-
baráttunar. Það sést til dæmis á því að
VG lækkaði í lokatölunum, það er at-
kvæðunum utan kjörfundar sem voru
greidd þegar flokkurinn lá í 6–7%
atkvæða. Það sem varð VG þyngst í
skauti voru átökin innan flokksins allt
kjörtímabilið. Þau átök voru ekki um
ESB af því að flokkurinn er á móti að-
ild að ESB. Þau átök voru persónuleg,
um völd og ráðherrastóla. Afleiðingin
sést í þeim kjördæmum þar sem VG
er með einstafstölu í fylgi.
En styrkur VG í dag liggur í því að
flokkurinn er algerlega samstæður.
Þar er sátt um formanninn sem stóð
sig glæsilega í kosningabaráttunni.
Hún á því að geta leitt flokkinn til
endurnýjunar og endurreisnar. Það er
ekki eins auðvelt fyrir formann Sam-
fylkingarinnar.
Hér hefur verið farið yfir aðalat-
riðin varðandi stjórnmálaflokkana og
úrslitin. Enn er óskrifað um heildar-
samhengið. Hvert stefna stjórnmálin
á nýrri öld? Við glímum við þá spurn-
ingu síðar. n
Ég spái góðu
sumri
Ég varð að
komast burt
Páll Bergþórsson fyrrv. veðurstofustjóri spáði í veðrið – DVAngella Ojara flúði frá Úganda til Íslands – DV
Verða næst stjórnarskipti 2025?
1 Þetta eru þingmennirnir sem taka við Alþingi 27 nýir þingmenn
náðu kjöri í alþingiskosningunum um
helgina.
2 Helga Vala: „Ætli hún sé ekki bara svona óþekk“
Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu
Völu Helgadóttir, var handtekin í
búsáhaldabyltingunni.
3 Maðurinn sem lagði Lýsingu: „Þetta fór vel að lokum“
Bjarnþór Erlendsson ætlar ekki að
fagna fyrr en Lýsing greiðir honum það
sem oftekið var.
4 Birgitta: „Ég er ánægð með að þessi áhætta sem ég tók
bar ávöxt“ Birgitta leiddi fyrstu
píratana á þing.
5 Sölvi áreittur af „lady boys“ Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason
lendir í ýmsu á ferðalagi sínu um Asíu.
6 Andrea: „Hvernig á ég að hafa eyðilagt Dögun?“ Andrea
Ólafsdóttir varðist í umræðuþræði á
Facebook sem snerist um Dögun.
7 Stefán: Framsókn bauð heim-ilunum það sem þau vildu
Stefán Ólafsson prófessor greindi
kosningabaráttu Framsóknarflokksins.
Mest lesið á DV.is
Umræða 15Mánudagur 29. apríl 2013
Þetta fór vel
að lokum
Bjarnþór Erlendsson lagði Lýsingu í Hæstarétti – DV
Aðsent
Svavar Gestsson
fv. ráðherra
Listileg kosningabarátta skóp sigurinn „En þjóðin upplifði það þannig að með
dómnum hefði þjóðin frelsast undan Icesave, Framsókn var eini flokkurinn sem alltaf hafði
verið á móti því að semja um Icesave.“
V
iku eftir að Sigmundur Davíð
og Bjarni setjast inn í stjórn-
arráðið gefa þeir út yfirlýsingu
um að viðskilnaður ríkisstjórn-
ar Jóhönnu Sigurðardóttur sé slíkur að
ekki verði í bráð unnt að efna loforð um
skuldaniðurfærslu heimilanna. Þar að
auki verði að fresta um óákveðinn tíma
boðuðum skattalækkunum.
Þetta er gamalt trix og er notað af
fólki sem á í erfiðleikum við að standa
við kosningaloforð. Að þessu sinni er
rétt að vara við þessu tímanlega.
Í sjónvarpinu í dag var Sigmund-
ur spurður um framhald ESB aðildar-
umsóknarinnar. Hann kvaðst vilja vita
hvort ESB ætlaði að leggja stein í götu
sína við að ná fé af Hrægömmum til að
rétta heimilum. Það hlyti að hafa áhrif á
afstöðu hans til aðildarumsóknarinnar
og hvort – og þá hvenær – ætti að bera
ESB málið undir þjóðina.
Hann gaf til kynna eina ferðina enn
að ESB sæti um Ísland rétt eins og hann
taldi að það hefði setið um Ísland í
Icesave-málinu.
Þetta er ósvífin og forhert yfirlýs-
ing hugsuð til að friða Guðna, Vigdísi,
Ásmund Einar og þau hin. Um 60 pró-
sent vogunarsjóða, sem eiga kröfur hér
á landi, eru í Bandaríkjunum. Almennt
séð kemur þetta mál ESB ekkert við.
Það kemur hins vegar ESB við hvort
við stöndum við EES samninginn. Það
gerum við ekki. Hér ríkja fjármagnshöft
sem brjóta gegn fjórfrelsi innra mark-
aðarins. Neyðist Sigmundur Davíð og
Bjarni einnig til að setja á innflutnings-
höft í örvæntingu sinni við að halda í
krónuna verður um nýtt brot að ræða
gegn fjórfrelsinu.
Hendi Silfurskeiðastjórnin ESB á
dyr er eins líklegt að það hafi alvarlegar
afleiðingar, til dæmis varðandi deilur
um flökkustofna eins og makríl. Hér fá
útlendingar ekki að fjárfesta í sjávar-
útvegi og eins víst að ESB vilji hafa þá
reglu gagnkvæma stirðni sambandið
við Evrópu. Hvað verður þá um um-
svif Samherja í Þýskalandi, Bretlandi,
Frakklandi, Spáni og Kýpur?
Svona mætti áfram telja. n
Höfundur er upplýsingafulltrúi frá-
farandi ríkisstjórnar.
Silfurskeiðarstjórnin
Af blogginu
Jóhann
Hauksson