Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Qupperneq 18
18 Lífsstíll 29. apríl 2013 Mánudagur
Rísottó er meira en bara grjón
n Einn af vinsælli réttum nútímans
Í
talir bera fram rísottó í upphafi
máltíðar. Fyrir marga Íslendinga
dugar rísottoréttur sem aðalréttur,
enda mjög saðsamt að borða
grjón. Uppruna rísottoréttarins má
rekja allt til 19. aldar , en í norðurhér-
uðum Ítalíu eru hrísgrjón veigamik-
ill þáttur í mataræðinu og leika það
hlutverk sem pasta gerir í suðurhér-
uðum landsins. Fjölmarga rísottó-
rétti er að finna í matreiðslubókum
og virðist ekkert vera heilagt í þeim
efnum, nema sú staðreynd að elda
gott rísóttó, þarf þolinmæði til þess
að grjónin fái þá áferð sem ætlast er
til.
Hér er dásamlegur réttur sem
Þórunn Högnadóttir, ritstýra Home
Magazine deilir með lesendum DV.
Rísotto með gráðosti, valhnetum
og nautafille, ætlað fyrir fjóra.
n 100g Arborio grjón
n 2 msk. olía
n 50g smjör
n 2 stilkar sellerí smátt skorið
n 3 skarlott laukar smátt skornir
n 3 hvítlauksrif
n 3 msk. ferskt timjan, smátt saxað
n 3 msk. ferskt tarragon, smátt saxað
n 100g nautafille
n 1 dl rauðvín
n 50g valhnetur
n 50g gráðostur
n 100g parmesan ostur, skipt í helm-
inga
n Soð: 1 líter vatn, 2 teningar kjúkl-
inga kraftur, 1 teningur nautakraftur.
Látið sjóða í fimm mínútur.
Aðferð
Olía og smjör er sett á pönnu eða í pott,
síðan er skarlottlauk, hvítlauk og selleríi
bætt saman við og látið malla í nokkr-
ar mínútur. Rísotto- grjónum er síð-
an bætt saman við og hrært vel saman.
Hellið einni ausu af soði saman við,
passa að hræra vel og ávallt hafa soð
á grjónunum. Endurtakið þangað til
grjónin eru klár, eða í um 20 mínútur.
Rauðvíni og 50 gr af parmasan osti er
bætt saman við í lokin.
Nautafille steikt á pönnu í 3 mín-
útur á hvorri hlið, sett inn í 180 gráðu
heitan ofn í 20 mínútur. Þegar kjötið
er tilbúið, er það skorið niður í þunnar
sneiðar og lagt yfir rísottóið.
Berið fram með parmesan osti og
góðu rauðvíni.
Girnilegt Rísottó er saðsamt og þessi réttur bragðast undursamlega
Besta hreyfingin
fyrir líkama þinn
F
lestir vita að grunnur þess að
breyta um lífsstíl og losa sig
við aukakílóin er að stunda
reglulega hreyfingu og hollt
mataræði. Ef tækjaþjálfun
og lyftingar eru stundaðar, er eðli-
legt að þyngjast í byrjun því vöðvar
vega þyngra en fita. Það þýðir lítið að
stunda ræktina fimm daga vikunn-
ar og halda kaloríuinntöku í algjöru
lágmarki og borða síðan eins og
hestur hina tvo dagana. Það er bara
ávísun á að maður gefist upp því ár-
angurinn verður lítill sem enginn
ef ekkert jafnvægi er í hreyfingu og
mataræði. Málið er að reyna að gera
lífsstílsbreytingar en ekki að skera á
allt sem okkur þykir gott úr matar-
æði okkar. Breyttu hægt og rólega
og finndu út hvernig lífsstíl þú getur
hugsað þér að lifa við til frambúðar
til þess að langvarandi árangur náist.
Að skokka er ekki endilega betra
til að brenna fitu heldur en að hjóla.
Álagið skiptir öllu máli hér. Veldu þér
hreyfingu sem þú nýtur að stunda. Ef
þú velur þér einhverja hreyfingu sem
er eingöngu ætluð til þes að léttast
um einhver kíló, eru meiri líkur á að
þú missir þráðinn og endir á að gera
ekki neitt.
60 kílóa manneskja brennir ekki
sama kaloríufjölda og sú sem veg-
ur 90 kíló. Hér er viðmiðunarlisti
yfir hversu miklu maður brennir við
mismunandi hreyfingu á klukku-
stund.
Hér er miðað við einstaklinga
sem vega frá 60 kílóum upp í 90 kíló.
Meðalhæð hefur aukist mik-
ið hérlendis á síðustu öld og eru Ís-
lendingar nú meðal hæstu þjóða.
Meðalhæð íslenskra karlmanna er
nú 180,6 cm og kvenna 170,6 cm.
Kjörþyngd meðalmannsins er því
á bilinu 60–81 kg og meðalkonunnar
54–72 kg. Þetta er nokkuð vítt bil því
tekið er tillit til líkamsbyggingar sem
er afar mismunandi hjá tveimur ólík-
um einstaklingum. Í hóprannsókn
Hjartaverndar kom í ljós að lægsta
heildardánartíðnin var hjá þeim
sem höfðu BMI ( líkamsmassastuð-
ull) 23–25. Rétt er að geta þess að lík-
amsmassastuðull tekur ekki tillit til
mismunandi líkamsbyggingar fólks
þótt hann sé ágætt tæki til að meta
holdafar. Hann greinir til dæmis ekki
á milli þyngdar vöðva og fitu og því
getur mjög vöðvastæltur grannur
einstaklingur haft jafnháan stuðul
og annar sem er feitari en sá vöðva-
stælti. n
iris@dv.is
n Veldu þér lífsstíl sem þú sættir þig við til frambúðar
Brenndar kaloríur á klukkustund
60 kg 70 kg 80 kg 90 kg
Badminton 266 317 368 419
Pallatímar 502 598 695 791
Fjallganga 413 493 572 651
Körfubolti 354 422 490 558
Box 708 844 981 1.117
Box í púða 354 422 490 558
Létt þrif 148 176 204 235
Hjóla á 8km hraða 354 422 490 558
Hjóla á 15 km hraða 944 1126 1.308 1.490
Skokka á 8 km hraða 472 563 654 745
Ganga á 5 km hraða 195 232 270 307
Ganga á 6.5 km hraða 295 352 409 465
Trampólín 207 246 286 326
Hvað er mikið?
Stórt skref í átt að því að bæta matar-
venjur er að læra að þekkja innihaldslýs-
ingar á matvælum. Skoðaðu innihalds-
lýsingu á matvörum og þá sérstaklega
með tilliti til sykur-, fitu- og saltinnihalds
vörunnar.
Hér er tafla sem er ágætt að styðjast við
til þess að átta sig á hvað þykir mikið og
hvað lítið.
Í 100 grömmum af fæðutegund:
Mikið Lítið
10g af sykri 2g af sykri
20g af fitu 3g af fitu
5g af mettaðri fitu 1g af mettaðri fitu
3g af trefjum 0.5g af trefjum
0.5g af natríum 0.1g af natríum (salti)
Taktu á því Hreyfing er
nauðsynleg fyrir alla og hún skil-
ar ekki bara heilbrigðari líkama,
heldur léttir hún lundina líka.
Ertu klár
fyrir opnu
skóna?
Þegar hlýnar í veðri fara opnu
skórnir aftur á stjá. Það geng-
ur ekki að vera með illa snyrtar
fætur þegar gengið er í opnum
skóm. Hér eru góð ráð til þess
að undirbúa fæturna fyrir sum-
arskóna.
1. Raspur
Farðu í heitt fótabað með góðri
olíu í og raspaðu hælana með
léttum strokum eftir á og þerr-
aðu fæturna vel á eftir.
2. Gott krem
Það er lykilatriði að bera gott
krem á fæturna allan ársins
hring til þess að forðast að fá
sprungna hæla. Byrjaðu að bera
gott krem á fæturna strax í dag
og gott ráð er að bera ríkulega
af kremi á hælana,
fyrir svefninn
og sofa í sokk-
um þá verða
fæturnir silki-
mjúkir.
3. Naglaböndin
Berðu góða olíu á
naglaböndin og þrýstu þeim
upp að naglarótinni. Það er ekk-
ert fallegt við að hafa ósnyrt
naglabönd sýnileg í opnum
skóm.
4. Naglalakk
Nú eru skærir litir mjög vinsælir
og um að gera að vera pínu djörf
og lakka neglurnar með neon
lit. Appelsínugulur, blár , skær-
bleikur eða grænn er málið.
Nú er um að gera að næla sér
í flotta opna skó og láta vorloftið
leika um vel snyrtar tærnar.
Ekki gleyma
hárinu
Þegar sólin hækkar á lofti get-
ur hárið þornað upp. Það er
nauðsynlegt að næra hárið vel
ef maður vill ekki enda með
slitið og úfið hár í lok sumars.
Berðu góða næringu eða hárolíu
í endana áður er haldið er í sól-
bað og það er mjög gott að leyfa
hárnæringu að vera í hárinu yfir
nótt. Morguninn eftir skolarðu
hárið sem verður mjúkt sem
aldrei fyrr.