Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Page 20
20 Sport 29. apríl 2013 Mánudagur
Huldumaðurinn Rory McIlroy
n Tímabilið í golfinu byrjar vel en stórar spurningar eru um besta kylfing heims á síðasta ári
Á
rið 2012 var hvorki opnað
dagblað né vefsíða án þess
að þar væri mjög líklega nafn
kylfingsins Rory McIlroy í
skýrum og stórum stöfum enda
átti stráksi vægast sagt stórkostlegt
tímabil í golfinu. En eins og hljóm-
sveit sem á eitt topplag og svo ekki
söguna meir hefur vart bólað á
McIlroy síðan í september og þau
skipti sem hann hefur látið sjá sig í
keppni hafur hann leikið langt und-
ir væntingum.
Tal um McIlroy verður háværara
í fjölmiðlum því minna sem fer fyrir
þessum besta kylfingi heims sam-
kvæmt heimslista atvinnukylfinga
á síðasta ári. Kappinn sem nán-
ast vann öll mót sem hann tók þátt
í á síðasta ári eða hafði möguleika
á því í flestum tilfellum hefur ekki
komist nálægt toppnum í neinni
keppni síðan í september síðast-
liðnum. Hann hefur ekki náð sér
á strik og umtalað er þegar hann
hætti sísona í miðri keppni þar sem
illa gekk.
Þetta fall Norður-Írans er um-
talsefni víða. Margir atvinnu-
kylfingar sem sáu ekki sólina fyr-
ir McIlroy lýsa því nú yfir að Tiger
Woods sé enn besti kylfingur heims
og McIlroy hafi aðeins átt eitt stór-
kostlegt tímabil en flest bendi til
að hann verði meðalkylfingur í
framtíðinni. Nú síðast lét Brandt
Snedeker þau orð falla og kvaðst
leiður yfir þessari stöðu vegna þess
að átök Tiger Woods og Rory McIl-
roy hafa blásið miklu lífi í golfheim-
inn enda hafi verið þörf á nýrri
stjörnu í bransann.
Sjálfur virðist McIlroy hafa litl-
ar áhyggjur. Hann hefur eytt meiri
tíma með nýrri kærustu síðustu
mánuðina en í golfið og hefur slak-
að á í Mónakó eftir að hafa dottið út í
Masters-keppninni fyrir skömmu. n
H
inn litríki þjálfari Real Madrid,
Jose Mourinho, hugsar þýska
sóknarmanninum Robert
Lew andowski hjá Dortmund
væntanlega þegjandi þörf-
ina eftir að sá síðarnefndi hamraði
fjóra bolta inn í mark Spánverjanna
í fyrri undanúrslitaleik þessara liða í
Meistaradeild Evrópu. Mourinho hef-
ur lengi vel sagt að Meistaradeildar-
titill með Real væri hið raunverulega
markmið sitt þetta árið og fram að
fyrri leiknum leit það markmið vel út.
En mikið má ganga á til að Mourin-
ho leiði Real inn á Wembley þann 25.
maí en það yrði í fyrsta skiptið í tíu ár
sem spænsku meistararnir tækju þátt
í þeim leik.
Mourinho hættur?
Fullyrt er í erlendum miðlum að Mo-
urinho hafi þegar gert samkomu-
lag um að yfirgefa herbúðir spænska
liðsins strax eftir leiktíðina og er
Chelsea nefnt til sögunnar sem næsti
viðkomustaður kappans. Vakti furðu
margra að þær fregnir hafi lekið út fyr-
ir fyrri leik Dortmund og Real enda
gefur það varla mikinn byr í segl leik-
manna Real ef þjálfarinn hefur ekki
meiri trú á liði sínu en svo að hann
stekkur frá borði á ögurstundu.
Hvort það hafi haft áhrif í fyrri
leiknum skal ósagt látið en Real var í
öllu falli ekki að spila þann leik af mik-
illi ástríðu og Mourinho sjálfur var
þögull og rólegur allan leikinn ólíkt því
sem oft hefur sést hjá Portúgalanum
þegar mikið liggur við. Spænska blað-
ið Marca sagði það eitt skýrt merki
þess að Mourinho hefði þegar, með-
vitað eða ómeðvitað, hent inn hvíta
handklæðinu í Meistaradeildinni.
Hátt fjall en ekki óyfirstíganlegt
Þó veðbankar hafi gjörbreytt lík-
um sínum á að Real fari í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar eftir stórtap-
ið í Dortmund er þó ekki svo að úti
sé ævintýri. Hvað sem mönnum
kann að finnast um Mourinho þá er
hann fantagóður þjálfari sem kann
þá list mætavel að skapa stemningu
meðal leikmanna sinna. Hann hefur
yfir að ráða mun betra liði, maður á
mann, en Dortmund og þegar öllu er
á botninn hvolft er 3–0 sigur heima-
manna ekki útilokuð úrslit ef viljinn
er sannarlega fyrir hendi. Real hefur
tvívegis í Meistaradeildinni á þessari
leiktíð unnið slíkan stórsigur. 3–0
sigur gegn Galatasaray og 4–1 sigur
gegn Ajax. Bæði þessi félagslið eru
ekki mikið lakari andstæðingar en
Borussia Dortmund.
Aldrei sigrað Dortmund
Mourinho þarf hins vegar að fylla
sína leikmenn meiri eldmóð nú en
nokkru sinni og sagan er ekki sérstak-
lega hliðholl Real. Spænsku meist-
ararnir hafa þrívegis mætt Dortmund
í Meistaradeildinni í vetur og aldrei
haft sigur. Bæði lið kepptu í D-riðli
fyrr í vetur og þá sigraði Dortmund
2-1 á heimavelli og seinni leiknum
lyktaði með 2-2 jafntefli þar sem Real
jafnaði metin á 89. mínútu.
Verra er að í alls ellefu leikjum Real
Madrid í Meistaradeildinni að þessu
sinni hefur liðinu aðeins einu sinni
tekist að halda hreinu. Það er töluvert
frábrugðið tölfræði Dortmund sem
ekki aðeins hafa náð að halda marki
sínu hreinu fjórum sinnum heldur
hefur þeim gulklæddu frá Þýskalandi
tekist að skora í öllum leikjum sínum
í Meistaradeildinni nema einum.
Hvað áhorfendur varðar og alla
þá sem elska fótboltann er leikur lið-
anna annað kvöld eiturspennandi því
mörk þurfa að koma og það á færi-
bandi ætli Mourinho að enda feril
sinn hjá Real Madrid með glæsibrag.
Og það dreymir karlinn um hvað sem
öðru líður. n
Neymar og
Hummels
til Barca
Heimildir spænskra miðla úr her-
búðum Barcelóna herma að þeir
tveir leikmenn sem forsvarsmenn
telja að styrki liðið fyrir næstu leik-
tíð séu Brasilíumaðurinn Neym-
ar og Þjóðverjinn Hummels. Ef
marka má yfirlýsingar forseta Real
Madrid sem lýst hefur mikilli að-
dáun á Neymar munu Börsungar
þurfa að keppa við erkifjendur
sína um brasilíska sóknarmann-
inn og lið hans í Brasilíu, Santos,
veit mætavel hvers virði hann er.
Nú reynir
á Mourinho
n Mikil spenna fyrir seinni leik Real og Dortmund í Meistaradeildinni
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Meira rugl
hjá Rangers
Skoska stórliðið Glasgow Rangers
er enn og aftur í fréttum. Nú vegna
gruns lögreglu um að eignum fé-
lagsins hafi verið komið undan
af vafasömum viðskiptamönn-
um. Rangers var sem kunnugt er
dæmt niður um þrjár deildir vegna
skuldavandræða. Það hefur náð
sér aðeins upp á nýjan leik en þó er
langur tími þar til það veitir Celtic
mikla samkeppni í Skotlandi.
Bretar í
vandræðum
Evrópska knattspyrnusam-
bandið hefur sektað breska
knattspyrnusambandið fyrir að
setja deildarleiki á á sama tíma
og leikir í Evrópukeppnum fara
fram en slíkt er brot á lögum
UEFA sem Bretarnir eiga aðild
að. UEFA vill einokun á leikj-
um á þeim tímum sem Evrópu-
deildin eða Meistaradeildin
fer fram og aðrar aðildarþjóðir
en Bretar hafa fylgt þeim regl-
um. Það tengist því að félög í
Englandi leika mun fleiri leiki
í fleiri keppnum en reyndin er
víðast hvar annars staðar og ekki
er auðvelt að leysa þessi mál.
Fjarstýring
Guardiola
Pep Guardiola er ekkert að bíða
eftir að taka við stjórnartaum-
um hjá Bayern München. Þegar
er opinbert að félagið hefur að
hans áeggjan keypt Mario Götze
frá Dortmund og nú segja þýsk-
ir miðlar að Guardiola vilji kaupa
efnilegasta knattspyrnumann
Eintracht Frankfurt, hinn 22 ára
Sebastian Rode. Ennfremur er
fullyrt að Spánverjinn muni gera
sitt besta til að freista einhverra
leikmanna Barcelóna til að fylgja
honum yfir og þar er helst talað
um Xavi og Iniesta. Það er þó
langsótt enda báðir með langa
samninga og trúir sínu félagsliði.
Herra íhugull Draumur
Mourinho hefur verið að leiða
Real til sigurs í meistara-
deildinni en það verður að
teljast afar ólíklegt eins og
staðan er núna.
Vesen og vand-
ræði Rory hefur
alls ekki fundið
sig á þessu ári.