Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 21
Sport 21Mánudagur 29. apríl 2013
Þ
að er ekki talað um annað
í íþróttamiðlum hvarvetna
en frábæra frammistöðu
hins pólska Robert
Lewandowski í liði Borussia
Dortmund í fyrri leik liðsins gegn
Real Madrid í síðustu viku. Eng-
um hefur áður tekist að setja fjögur
stykki gegn Real í Meistaradeildinni
og ekki hefur heldur neinum tek-
ist að skora fjögur mörk í einum og
sama leiknum í undanúrslitaleik
Meistaradeildarinnar. Frábært af-
rek hjá Lewandowski.
Lewandowski er einn af betri
framherjum í evrópska boltanum
og hefur ítrekað sannað snilli fyr-
ir framan mark andstæðinga síð-
an hann gekk til liðs við Dortmund
árið 2010 frá Poznan í Póllandi.
Þá voru miklar vonir bundnar við
hans þátt með pólska landsliðinu á
Evrópumótinu á síðasta ári þó ekki
hefði hann náð sér mikið á strik þar.
Forlög eða örlög
En Lewandowski er furðu frægur og
þekktur miðað við að hann var nán-
ast algjörlega óskrifað blað fyrir að-
eins þremur árum síðan. Fram að
leiktíðinni 2010 þegar hann hóf spark
í gulri peysu Dortmund hafði þessi 24
ára gamli framherji ekkert verið að
brjóta blöð þó hann hafi náð að verða
markahæstur í 2. og 3. deildinni í Pól-
landi. Fram að tíma sínum með Dort-
mund spriklaði hann með pólskum
liðum. Hann fór frá Znicz Pruzkow
til Lech Poznan þar sem hann náði
einnig markakóngstitlinum og varð
meistari með því liði.
En Lewandowski var fjarri því
að þykja stórmerkilegur papp-
ír þó hann næði markakóngstitli
með Poznan. Eðlilega kannski, því
pólska deildin þykir ekki ýkja sterk
og því var það svo að sumarið 2010
sat kappinn heima með þrjú tilboð
á borðstofuborðinu. Öll tilboðin frá
félögum sem séð höfðu betri daga
á þeim tímapunkti og ekkert þeirra
stórlið í neinni merkingu.
Blankheit hjá Dortmund
Liðin þrjú sem áhuga höfðu voru
Genoa á Ítalíu, Dortmund í Þýska-
landi og Blackburn í Englandi.
Blackburn vakti mestan áhuga Pól-
verjans sem þó vildi líka gjarn-
an skoða möguleikana hjá þýska
liðinu. Nema að þá stóð Dort-
mund svo illa fjárhagslega að for-
seti liðsins sagði Pólverjanum bara
hreint út að Dortmund gæti ekki
tekið þátt í verðstríði við hin tvö
liðin sem voru þó fjarri því að vera
í ríkari kantinum. Ekkert þessara
félaga þótti eiga merkilega framtíð
sumarið 2010. Þjóðverjarnir skít-
blankir, Blackburn sömuleiðis og
einna helst Genoa sem var líklegt til
stórræða í framtíðinni.
Ísland kemur til sögunnar
Lewandowski skoðaði aðstæður hjá
Genoa og líkaði sæmilega en ekki
nóg til að taka ákvörðun og bað um-
boðsmann sinn að koma á heim-
sókn til Blackburn sem var það lið
sem best bauð á þeim tímapunkti.
Bæði átti það við um kaupverðið
sjálft en ekki síður laun Pólverj-
ans. Sjálfur sagði umboðsmaðurinn
í fjölmiðlum að Blackburn yrði að
líkindum fyrir valinu.
Nema þá vill svo til þegar för-
in til Englands var ákveðin að
Lewandowski komst hvorki lönd
né strönd vegna þess að flugsam-
göngur í Evrópu lágu niðri sök-
um eldgossins í Eyjafjallajökli á Ís-
landi. Til að nýta tímann ákvað
Lewandowski að skoða aðstæður
hjá Borussia Dortmund í staðinn
meðan hann biði þess að komast í
flug til Bretlands. Til að gera langa
sögu stutta varð hann heillaður af
borginni, félaginu og ekki síst áætl-
unum forsvarsmanna þess sem
vildu byggja allt liðið í kringum Pól-
verjann í framtíðinni. Hann skrifaði
undir samning án þess að stíga nið-
ur fæti í Bretlandi.
Rokk og ról í Dortmund
Lewandowski var þó ekki að
blómstra fyrstu leiktíðina með
þýska liðinu. Hann skoraði aðeins
níu mörk í 43 leikjum sem þykir
miður fyrir sóknarmann og þegar
líða fór á þá leiktíð sat hann lengur
og lengur á bekknum.
Honum var heldur ekki ætl-
að stórt hlutverk leiktíðina 2011
til 2012 og byrjaði fyrstu leikina á
bekknum. Vegna meiðsla sóknar-
mannsins Lucas Barrios fékk hann
þó byrjunarsæti fljótlega og þá hófst
ævintýrið um Robert Lewandowski
hinn pólska. Hann hætti bara ekki
að skora og fagnaði 30 sinnum
marki í 47 leikjum alls.
Yfirstandandi leiktíð hefur verið
framhald á sama ævintýri og hann
hefur skorað enn fleiri mörk eða 35 í
43 leikjum hingað til. Hann er kjaft-
fullur sjálfstrausts og ferna hans í
Meistaradeildinni gegn Real Ma-
drid sýndi það svo um munaði. Það
verður skrambi spennandi að vita
hvort ódýri Pólverjinn verði litla
þúfan sem veltir hlassinu þegar og
ef Dortmund tekst að halda sín-
um hlut á þriðjudaginn kemur á
Santiago Bernabeau í Madrid. n
n Markahrókurinn pólski fór til Dortmund vegna gossins í Eyjafjallajökli
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Hundrað
marka múrinn
Stjarna Barcelóna, Leo Messi,
skýtur ekki slöku við fyrir framan
markið þó enn glími hann við smá-
vægileg meiðsli. Kappinn skoraði
annað mark liðs síns í 2–2 jafntefli
gegn Athletic Bilbao um helgina
sem teljast sæmileg úrslit á erfið-
um útivelli. Markið var mark núm-
er eitt hundrað og eitt hjá spænska
félagsliðinu og er þetta aðeins í
fjórða skipti í sögu Barca sem félag-
ið nær að skora fleiri mörk en það.
Þurftu ekki
van Persie
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, held-
ur því fram að Manchester United
hefði hampað enska deildarbik-
artitlinum jafnvel þó Robin van
Persie hefði ekki leikið með liðinu.
Hann segist fullviss að stórgóð leik-
tíð United sé meira því að þakka
að Manchester City hafi gefið eftir
fremur en að United hafi verið að
spila framar vonum. Hollendingur-
inn Persie hafi því verið mikilvægur
en ekki skipt sköpum fyrir United.
Rodgers til City
Þær fréttir berast frá Englandi að
eigendur Manchester City sjái
jafnvel fyrir sér að ráða Brendan
Rodgers í stað Roberto Mancini ef
ítalski þjálfarinn verður látinn taka
pokann. Mancini þykir ekki hafa
sannfært moldríka eigendur City
um að hann sé maðurinn til að fara
lengra með liðið og hefur reyndar
einu sinni áður verið nálægt því að
fá rauða spjaldið frá forráðamönn-
um liðsins. Þetta ætti að vera ljóst
strax að lokinni leiktíðinni sam-
kvæmt fregnum úr herbúðum City.
Rifist um
launakjör
Harry Redknapp, stjóri QPR, hef-
ur kannski varpað ljósi á dapran
árangur liðsins í ensku deildinni í
vetur en liðið er svo gott sem fall-
ið úr efstu deild þrátt fyrir að spár
gerðu ráð fyrir betri útkomu. Red-
knapp segir að leikmenn liðsins
hafi deilt töluvert innbyrðis og við
stjórn liðsins um launakjör og þær
deilur verið harðar. Það er auðvit-
að ljóst að menn sem rífast utan
vallar eru ekki líklegir til að sýna
mikinn samstarfsvilja innan vallar.
Allt íslAndi Að
þAkkA – eðA kennA!
Lewandowski Ísland
hafði áhrif á hvar hann
endaði árið 2010.
Eyjafjallajökull Gosið kom í
veg fyrir að Lewandowski færi til
reynslu hjá Blackburn Rovers.