Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Síða 23
Fólk 23Mánudagur 29. apríl 2013
Fjöllin betri en Dr. Phil
n Pálmi Gestsson er í 52 fjallaklúbbnum og stefnir á Hnjúkinn
É
g fór í þetta frábæra verk-
efni Ferðafélags Íslands, 52
fjallahópinn, segir Pálmi
Gestsson leikari sem hefur
smitast af fjallgöngubakteríunni
og ætlar að ganga á Hvannadals-
hnjúk í næsta mánuði. Nálægðin
við náttúruna heillar hann talsvert
meira en líkamsræktarstöðvarnar.
„Mér finnst þetta nú geðslegri
hugsun að fara aðeins út í náttúr-
una heldur en að hlaupa sveittur
á gúmmíbretti inni í húsi og horfa
á Dr. Phil,“ segir Pálmi. Hann setti
stefnuna á að mæta eins oft og
hann gæti í göngur klúbbsins.
Hann segist hafa komið sjálfum
sér á óvart og hefur mætt betur
en hann þorði að vona. „Það var
nú svo sem ekkert endilega mark-
miðið að ganga á 52 fjöll. Mörg-
um óaði við því að arka erindis-
leysu á fjöll, en ég hugsaði það
sem svo að þó ég færi bara á tutt-
ugu fjöll þá væri það plús,“ segir
hann. „Ég er nú enginn öfga- eða
ástríðumaður hvorki í þessu eða
öðru. Þetta er tiltölulega ný til-
komið að ég geri þetta reglulega.
Það hefur þó alltaf verið vakandi
í mér einhver náttúruunnandi. Ég
er alinn upp í bæði fjöru og fjalli,“
segir hann. „Markmiðið er bara að
hafa ánægju og heilsubót af þessu,
það er í rauninni ekkert annað
við þetta. Þetta er bara skemmti-
legt og félagsskapurinn, ferðalag-
ið, útiveran og snertingin við nátt-
úruna, þetta hefur allt sína kosti.
Fyrir utan það að þetta er frábær
líkamsrækt.“
astasigrun@dv.is
„We don‘t
do Iceland“
n Með tískudraum í maganum n Aðalatriðið er að hafa trú á sjálfum sér
n Hollendingarnir ekki spenntir fyrir Íslandi n Opnunarpartí á þriðjudaginn
I
ngólfur Arnar Magnússon raf-
virki gekk með þann draum í
maganum að opna sína eig-
in verslun í tíu ár enda fannst
honum sárvanta herrafatabúð
fyrir aldurshópinn 25–45 ára. Tíu
árum eftir að hugmyndin kviknaði
æddi hann af stað, leigði sér versl-
unarhúsnæði á Laugaveginum,
nefndi búðina Sturlu og fór svo að
leita merkinu sem hann vildi selja.
„Já ég gerði þetta í öfugri röð,“ segir
Ingólfur og kímir.
Draumurinn að rætast
„Ég var orðinn frekar saddur. Ég
var með Hörpuverkefnið síðast og
mig langaði að fara að gera eitt-
hvað annað,“ segir Ingólfur þegar
blaðamaður spyr hann hvers vegna
rafvirki sem hefur nóg að gera
skiptir um gír og gerist kaupmaður.
„Ég var búinn að ganga með þetta í
maganum ansi lengi og mér fannst
þessi tímapunktur bara fínn. Ég hef
alltaf haft áhuga á tísku og það má
eiginlega segja að þetta hafi verið
draumur sem var að rætast,“ segir
hann. Ingólfur viðurkennir þó að
þetta sé stór ákvörðun að breyta
svona um stefnu en segir að hann
fái mikinn stuðning frá konunni
sinni. „Það var ekkert auðvelt að
hætta í vinnu hjá fyrirtæki sem ég
hafði unnið hjá í 25 ár. Þetta er búið
að vera ótrúlega gaman – en líka al-
gjör martröð. Ég er náttúrulega bú-
inn að leggja allt undir, en ég held
samt að það sé aðalatriðið að hafa
trú á sjálfum sér,“ segir hann.
„We don‘t do Iceland“
„Það var svolítið ævintýri að ná
í þetta merki,“ segir Ingólfur, en
þegar hann hafði fundið vörurn-
ar sem hann vildi flytja inn, vörur
frá hollenska fyrirtækinu Scotch
and Soda, setti hann sig í sam-
band við fyrirtækið og reyndi að
koma á samningum. Reyndust
Hollendingarnir ekki vera neitt
sérstaklega hrifnir af því að semja
við Íslending. „Ég sendi tölvu-
póst og þeir höfðu ekkert mikinn
áhuga á því að tala við mig,“ segir
hann en hann var ýtinn og á end-
anum náði hann símasambandi
við fyrirtækið. Hann var á leið til
London og bauðst til að fljúga yfir
til Amsterdam að funda með Hol-
lendingunum. „Þá kom einhver
yfir maður sem sér um alþjóð-
leg viðskipti fyrirtækisins og sagði
þvert nei. „We don‘t do Iceland,“
segir Ingólfur og hlær og seg-
ist ekki vita hvort það var smæð
landsins eða ef til vill Icesave sem
spilaði þar inn í.
Nei ekki í boði
En Ingólfur gafst ekki upp og
sendi póst og bað um útskýringar
á þessari ákvörðun. „Ég var alveg
viss um að það væri markaður fyr-
ir þetta hér á landi.“ Hann hafði
fengið loðin svör en þegar hann
var um það bil að stíga upp í vél-
ina til London hringdi síminn. „Þá
hringir einhver Chris frá London
og segist vilja tala við okkur, en að
við gætum bara fengið fund klukk-
an þrjú daginn eftir. Ég hringdi þá
í systur mína sem hefur reynslu
af samningagerð og frænku mína
sem er flugfreyja og þær komu út
daginn eftir til að aðstoða mig,“
segir Ingólfur. Hann hafði útbúið
skýrslu um fyrirtækið sitt og þær
tóku saman öll helstu gögn um
viðskipti á Íslandi, túrisma
og annað. Þau þóttu svo
frambærileg og sannfærandi á
fundinum að fyrirtækið sló til og
sama dag eyddu þau níu klukku-
tímum í að velja vörur fyrir búð-
ina.
Góður staður
„Ég vildi vera með verslunina á
góðum stað og það er ekkert ein-
falt að ná í góðan stað á Lauga-
veginum,“ segir hann og hef-
ur unnið dag og nótt að því að
gera búðina tilbúna með dyggri
aðstoð félaga sinna. Opnunar-
partí verslunarinnar Sturlu verð-
ur á þriðjudaginn. Til að byrja
með verður fyrst og fremst hægt
að kaupa þar herraföt fyrir menn
og drengi og segir Ingólfur glettinn
að feðgar geti komið við og versl-
að saman. Einnig verður til sölu
íslensk tónlist. Stefnan er tekin á
að taka inn kvenfatalínu þegar líð-
ur á veturinn. „Ég vil að það verði
gaman að vera hérna,“ segir hann
að lokum. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Föt og tónlist „Ég vil að það verði
gaman að vera hérna,“ segir Ingólfur.
Draumur að veruleika „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og það má eiginlega
segja að þetta hafi verið draumur sem var að rætast,“ segir Ingólfur.
„Ég er náttúrulega
búinn að leggja
allt undir, en ég held samt
að það sé aðalatriðið að
hafa trú á sjálfum sér.
Fjallageit Pálmi ætlar að ganga á Hvannadalshnjúk í næsta mánuði.
Félagar Hér má sjá góða félaga á Ker-
hólakambi.
Öfug röð Ingólfur
leigði fyrst búðina,
fann svo vörurnar.