Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Síða 4
4 Fréttir 24. júlí 2013 Miðvikudagur
Sver af sér skuldabréfakaup
n Miklar sögusagnir um kaupendur skuldabréfs Orkuveitu Reykjavíkur
N
ei, það geri ég ekki,“ segir
Bjarni Ármannsson, fjárfest
ir og fyrrverandi bankastjóri
Glitnis, aðspurður um hvort
hann tengist kaupum fjárfestingar
sjóðs Landsbréfa á skuldabréfi sem
Orkuveita Reykjavíkur ákvað í þar
síðustu viku að selja fyrir 8,6 millj
arða króna. Skuldabréfið var gefið út
af Magma Energy, fyrirtæki Kanada
mannsins Ross Beatys í Svíþjóð,
þegar það keypti hlutabréf Orkuveitu
Reykjavíkur í HS Orku árið 2009 með
30 prósenta eiginfjárframlagi og 70
prósent seljendaláni.
Eiríkur Jónsson blaðamaður setti
slúðurmola um meinta aðkomu
Bjarna Ármannssonar að viðskipt
unum með skuldabréfið og sagði að
„sagt væri“ að fjárfestirinn tengd
ist kaupunum á skuldabréfinu. Svo
er þó ekki: „Þetta er bara bull eins
og venjulega. Ég hef aldrei talað um
þessi viðskipti við neinn og ég veit
ekkert um þetta,“ segir Bjarni í sam
tali við DV.
Ekki liggur fyrir hver það er sem í
raun og veru er að kaupa skuldabréf
ið af Orkuveitu Reykjavíkur en það er
fjárfestingarsjóður Landsbréfa sem
er í forsvari fyrir þann aðila, eða þá
aðila, sem það gera. Trúnaður er um
eigendur hlutdeildarskírteinanna í
fjárfestingarsjóðnum og eru mikl
ar sögur sem ganga um raunveru
legt eignarhald á skuldabréfinu. Um
ræðan um meinta aðkomu Bjarna
Ármannssonar að viðskiptunum
er hluti af þeirri umræðu enda hef
ur fjárfestirinn áður borið víurnar í
hlutabréf Hitaveitu Suðurnesja, árið
2007, þegar hann sendi einkavæð
ingarnefnd bréf og lýsti yfir áhuga á
því fyrir hönd Glitnis að kaupa hlut
ríkisins í HS Orku fyrir hönd félags
ins Geysis Green Energy. n ingi@dv.is
E
ignarhaldsfélagið PA Holding
var með neikvætt eigið fé upp
á nærri 1.200 milljónir króna
árið 2011 en eignir félagsins
voru metnar á 0 krónur. Andri
Már Ingólfsson, oftast kenndur við
Heimsferðir er eini eigandi félagsins.
PA Holding fer með 84 prósenta
hlut í félaginu Primera Air ehf. sem
annast leiguflug fyrir Heimsferðir og
önnur dótturfyrirtæki Primera Tra
vel Group. Staða Primera Air er einnig
slæm. Þó félagið hafi skilað um 70
milljón króna hagnaði árið 2011 var
Primera Air með neikvætt eigið fé upp
á 1,9 milljarða króna, skuldir upp á 4,6
milljarða króna en eignirnar námu
einungis 2,7 milljörðum króna. Pri
mera Air hét áður Jetx ehf. og PA
Holding hét áður MarX ehf.
Primera Air annast leiguflug fyrir
Heimsferðir og önnur dótturfyrirtæki
Primera Travel Group í Skandinav
íu og á Írlandi. Primera Air flugfélag
ið er í eigu Primera Travel Group sem
er móðurfélag Heimsferða. Inn
an Primera Travel Group eru einnig
Terra Nova auk ferðaskrifstofanna
Solresor í Svíþjóð, Bravo Tours í Dan
mörku, Solia í Noregi, Matkavekka og
Lomamatkaat í Finnlandi auk Budget
Travel á Írlandi. Primera Air ann
ast nær allt leiguflug fyrir öll fyrirtæki
innan Primera Travel Group, sem
er þriðja stærsta ferðaskrifstofan á
Norðurlöndunum og var með um 470
starfsmenn í vinnu, samkvæmt árs
reikningi félagsins fyrir árið 2011.
Stórtækur í uppkaupum
í góðærinu
Andri Már Ingólfsson verður fimm
tugur á þessu ári en hann stofnaði
Heimsferðir árið 1992. Eins og flest
ir þekkja er hann sonur Ingólfs Guð
brandssonar heitins sem kenndur var
við ferðaskrifstofuna Útsýn sem hann
stofnaði. Andri Már er eini eigandi
Primera Travel Group en hlutafé þess
er alfarið í eigu Primera ehf. sem er
eignarhaldsfélag hans. Hann er skráð
ur með lögheimili í Sviss.
Á tíma góðærisins var Primera Tra
vel Group, félagið sem heldur utan um
flest félög Andra Más stórtækt í upp
kaupum á ferðaskrifstofum og þá helst
á Norðurlöndunum. Þannig yfirtók
félag hans sænsku ferðaskrifstofuna
Solresor árið 2005 og dönsku ferða
skrifstofuna Bravo Tours sama ár. Árið
2007 keypti hann Budget Travel á Ír
landi en sama ár var hann valinn við
skiptamaður ársins af Frjálsri verslun.
13 milljarða viðskiptavild
Primera Travel Group skilaði 1.200
milljón króna hagnaði árið 2011 en
þá nam ársvelta félagsins rúmum 60
milljörðum króna. Eignir félagsins
námu 28 milljörðum íslenskra króna
en nærri helmingur þess, eða 13 millj
arðar króna er svokölluð viðskipta
vild. Árið 2011 skuldaði félagið Arion
banka nærri tíu milljarða króna sem
virðist hafa fjármagnað flestar yfirtök
ur Primera Travel Group á tíma góð
ærisins. Líklega er umrædd 13 millj
arða króna viðskiptavild tilkominn
eftir þær yfirtökur sem félagið fór í á
árunum 2005 til 2007. Ekki er víst að
virði hennar sé jafn hátt í dag ef félag
ið yrði selt.
Þá á Andri Már einnig fyrirtækið
Heimshótel sem á gamla Eimskips
húsið við Pósthússtræti. Hótel Radis
son SAS 1919 leigir húsnæðið af fé
laginu og kemur Andri Már því ekki að
rekstri hótelsins. Samkvæmt ársreikn
ingi Heimshótela var félagið með nei
kvætt eigið fé upp á nærri 700 milljón
ir króna árið 2011 þrátt fyrir að hafa
fengið eftirgjöf skulda upp á 340 millj
ónir króna vegna endurútreiknings
erlends láns. Skuldar félagið 1.950
milljónir króna á móti eignum upp á
1.250 milljónir króna. n
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
n Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, á eignalaust félag n Býr í Sviss
Illa statt félag
hjá ferðakóngI
Stórtækur í yfirtökum Andri Már
Ingólfsson var stórtækur í yfirtökum á
ferðaskrifstofum á tíma góðærisins í gegn-
um félagið Primera Travel, sem er alfarið í
hans eigu.
Bendlaður við Orkuveitubréfið Bjarni
Ármannsson segist ekki tengjast kaupum á
skuldabréfi Orkuveitu Reykjavíkur.
Leiðrétting
Í mánudagsblaði DV kom fram
að Pétur Guðmundsson, eig
andi verktakafyrirtækisins Eykt
ar, hefði setið í stjórn Glitn
is banka fyrir fall hans. Það er
hins vegar rangt. Hið rétta er að
Pétur Guðmundarson, hæsta
réttarlögmaður, sat í stjórn
bankans. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
Steinunn Rögnvaldsdóttir, tals
kona Femínistafélags Íslands, hef
ur áhyggjur af því hve konum í
stjórnunarstöðum fækkar ört hjá
fjölmiðlum og nefnir sérstaklega
brotthvarf reyndra kvenna frá 365
miðlum. „Steinunn Stefánsdóttir
hraktist til dæmis burt við ráðningu
Mikaels Torfasonar ritstjóra eins
og frægt varð. Sami ritstjóri skrifaði
í gær leiðara um að jafnrétti kynj
anna væri bara alveg að koma og
að þeir „strákarnir muni ekki sitja
einir að stöðuhækkunum og frama
á vinnumarkaðnum“ lengur,“ seg
ir Steinunn. „Eins ágætt og mér
finnst að lesa þannig leiðara vildi
ég heldur sjá þetta í verki. Í ljósi
stöðunnar á 365 minnir pistill rit
stjórans meira á fjarvistarsönnun
heldur en nokkuð annað.“
Áður en sviptingarnar hófust á
365 gegndu fjórar konur stjórn
unarstöðum hjá Fréttablaðinu.
Steinunn Stefánsdóttir var að
stoðarritstjóri Fréttablaðsins, Kol
brún Ingibergsdóttir framleiðslu
stjóri og Arndís Þorgeirsdóttir
og Sigríður Björg Tómasdóttir
fréttastjórar. Nú hefur þeim ýmist
verið sagt upp eða þær ákveðið að
hætta og koma karlar í flestra stað.
Eins og margsinnis hefur verið vak
in athygli á undanfarna mánuði
eru karlar í miklum meirihluta
hvað varðar stjórnun víðlesinna
fjölmiðla á Íslandi.
Vill sjá jafn-
réttið í verki
Rauða torgið
í Reykjavík
Nýtt torg var opnað á horni Lang
holtsvegar og Álfheima í Reykja
vík á þriðjudag. Torgið er kallað
Rauða torgið og er hluti af verk
efninu Torg í Biðstöðu á vegum
Reykjavíkurborgar.
Breytingarnar sem gerðar voru
miðast allar við að bæta aðstæður
gangandi vegfarenda á svæðinu,
búa til fjölbreytta áningarstaði,
leiksvæði og búa til tengingar á
milli verslunarkjarna og torgsins.