Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Page 12
T
ölvurisarnir Apple og Google
hafa, ásamt fjölda annara fyrir-
tækja, fetað í fótspor Microsoft
og sótt um leyfi til bandarískra
stjórnvalda um að upplýsa al-
menning um hvaða gagna stjórnvöld
hafa krafist frá þeim.
Fyrirtækin vilja geta upplýst við-
skiptavini sína og almenning reglulega
um eðli og umfang þeirra gagna sem
stjórnvöld eru að krefjast og hafa fengið
afhent hingað til. Segja má að allt hafi
farið á hliðina í þessum efnum eftir að
Edward Snowden upplýsti um umfang
njósna bandarískra stjórnvalda í byrj-
un júní en þau hafa ásamt fyrirtækjun-
um verið gagnrýnd harðlega um allan
heim vegna persónunjósna af áður
óþekktum skala.
Mál enn í rannsókn
Yfirvöld skoða nú beiðni fyrirtækjanna
en þeim er mikið í mun um að staðfesta
sjálfstæði sitt enda hefur ímynd þeirra
beðið hnekki vegna málsins. Google
hefur helst verið nefnt til sögunnar í
þessum efnum en gögn hafa einnig
sýnt að Microsoft hefur þurft að af-
henda skjöl, tölvupósta og jafnvel
Skype-samtöl. Fyrirtækin vilja fá að
greina frá því nákvæmlega hvaða gögn
þau hafa látið af hendi en Microsoft
hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir seina-
gang í þessum efnum.
„Við viljum bara tryggja að allt sé
gert rétt,“ sagði Gen Keith Alexander
yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar
Banda ríkj anna í samtali við BBC. „Við
viljum ekki hafa áhrif á neitt sem enn
er til rann sóknar hjá Alríkislögreglunni
og við teljum það skynsamlega nálg-
un,“ en fyrirtækin sendu beiðnina til
stofnunar innar á fimmtudaginn í síð-
ustu viku. Bréfið var einnig stílað á
Barack Obama Bandaríkjaforseta.
Á meðal annara fyrirtækja sem
skrifuðu undir bréfið voru Facebook,
Twitter og Linkedin. Þá rituðu einnig
samtök eins og The Electronic Fronti-
er Foundation og Human Rights Watch
undir beiðnina.
Njósnað um Evrópu
Bandarísk stjórnvöld hafa einnig ver-
ið harðlega gagnrýnd eftir að Snowden
lak gögnum um að þau hefðu njósn-
að um erindreka Evrópusambands-
ins bæði í Bandaríkjunum og í Belgíu.
Þjóðhöfðingjar og æðstu ráðherrar
Evrópusambandsríkja kepptust um að
lýsa yfir undrun sinni og vanþóknun á
fréttunum. Talið var að þær gæti siglt í
strand viðræðum um stærsta fríversl-
unarsamning heims en nú standa yfir
viðræður á milli Bandaríkjanna og
Evrópusambandsins. Hingað til hafa
njósnirnar ekki verið ræddar í því ferli.
Breska leyniþjónustan saklaus
Snowden hefur gefið það út að hann
búi yfir upplýsingum sem muni
skaða stjórnvöld meira en allt sem
nú þegar hefur komið fram. Hann
segir það þó ekki markmið sitt held-
ur aðeins að upplýsa almenning um
þær persónunjósnir sem hafa verið
stundaðar á undanförnum árum og
gríðarlegt umfang þeirra.
Á sama tíma hefur nefnd á veg-
um breska þingsins staðfest að
breska leyniþjónustan hafi ekki
stundað njósnir í anda þeirrar
bandarísku. Sögusagnir höfðu ver-
ið uppi um að svo væri en banda-
ríska verkefnið gekk undir nafninu
Prism.
Eftir að Snowden lak gögnum
um njósnirnar hefur hann dvalið
á alþjóðaflugvellinum í Moskvu í
Rússlandi. Hann hefur sótt um póli-
tískt hæli í Rússlandi en ljóst er að
Bandaríkjastjórn muni gera allt sem
í sínu valdi stendur til þess að hafa
hendur í hári hans. n
12 Fréttir 24. júlí 2013 Miðvikudagur
Níu drepnir í mótmælum
n Átök í Egyptalandi harðna enn
N
íu manns voru drepnir í átök-
um á milli stuðningsmanna
og andstæðinga Mohammed
Morsi fyrrverandi Egypta-
landsforseta á mánudagsnótt. Flest
drápin áttu sér stað nærri háskólan-
um í Kaíró þar sem stuðningsmenn
forsetans voru með mótmælafund.
Frá þessu er greint á fréttavef BBC en
hingað til hafa að minnsta kosti 100
manns látið lífið í óeirðunum sem
hafa geisað síðasta mánuðinn.
Stuðningsmenn Morsi sögðu við
heimildarmenn BBC að leyniskyttur
hefðu skotið á hópinn af þökum
nærliggjandi húsa og að þær hafi
hlotið verndar öryggissveita. Seinna
um nóttina dó annar mótmælandi á
Tahir-torgi í Kaíró og tveir til viðbót-
ar utan við höfuðborgina.
Stuðningsmenn forsetans, og þá
einna helst Bræðralag múslima, hef-
ur neitað að samþykkja valdaskipt-
in og hvatt til mótmæla daglega síð-
an. Morsi hefur setið í stofufangelsi á
óþekktum stað frá 3. júlí eftir að hers-
höfðinginn Abdul Fattah al-Sisi til-
kynnti að honum yrði vikið úr emb-
ætti. Engin kæra hefur verið lögð
fram á hendur honum.
Fjölskylda Morsi hefur sakað
herinn um mannrán en hún hefur
lagt fram beiðni til Alþjóðaglæpa-
dómstólsins að rannsaka atburðina
sem leiddu til valdaránsins. Fyrr í
mánuðinum greindi yfirsaksóknari
Egyptalands frá því að hafin væri
rannsókn á þeim ásökunum sem
settar hefðu verið fram á hendur
Morsi og Bræðralagi múslima.
Þó nokkur lönd, þar á meðal
Bandaríkin, hafa farið fram á
að Morsi verði sleppt. Bráða-
birgðastjórnvöld hafa sagt að Morsi
sé á öruggum stað og að efna eigi til
nýrra kosninga í byrjun árs 2014. n
n Microsoft, Apple, Google og fleiri tæknirisar biðla til bandarískra stjórnvalda
Vilja gagnsæi
Risarnir í tæknibrans-
anum vilja hafa allt
uppi á borðinu.
Vilja frelsi til
að upplýsa
Gen Keith Alexander
Yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar
Bandaríkjanna segir stofnunina
vilja gera hlutina rétt.
Fundu 61
tonn af silfri
Fyrr í þessum mánuði náðu sér-
fræðingar á land gríðarlegu
magni af silfri sem legið hefur á
hafsbotni undanfarna áratugi.
Farmurinn, 61 tonn af silfri, var
um borð í breska flutningaskip-
inu SS Gairsoppa sem sökk und-
an ströndum Írlands árið 1941
eftir að Þjóðverjar skutu tundur-
skeyti að því. Skipið lá á um 4,5
kílómetra dýpi og því var hægara
sagt en gert að ná farminum á
þurrt. Það var fyrirtækið Odyss-
ey Marine Exploration sem stóð
að framkvæmdinni. Fyrirtækið
mun eignast 80 prósent af sölu-
andvirði silfursins en breska ríkið
mun eignast restina. Áætlað virði
silfursins nemur um 4,2 milljörð-
um króna.
500 fangar
sluppu út
Um það bil fimm hundruð fangar,
þar á meðal sumir hátt settir
meðlimir í hryðjuverkasamtök-
unum al-Qaeda, sluppu út úr
Abu Ghraib-fangelsinu í Írak að-
faranótt þriðjudags. Óhætt er að
segja að flóttinn hafi verið þaul-
skipulagður og nutu fangarnir
utan aðkomandi aðstoðar. Bílum,
fullum af sprengjuefnum, var ekið
á fangelsisgirðingar og árásar-
menn utan veggja fangelsisins
skutu sprengjukúlum og hentu
handsprengjum að fangavörðum.
Að minnsta kosti tíu lögreglu-
menn og fjórir uppreisnarmenn
létust. Að því er Reuters greinir frá
þarf atvikið ekki að koma mikið á
óvart enda höfðu hátt settir aðil-
ar innan al-Qaeda gefið það út að
efst á forgangslista samtakanna
væri að frelsa meðlimi samtak-
anna sem sitja í fangelsum.
Sól allan
ársins hring
Íbúar í bænum Rjukan í Noregi
þurfa ekki að pirra sig á sólar-
leysinu í skammdeginu í vetur.
Bærinn stendur í djúpum dal og
ná sólargeislarnir ekki að heiðra
bæjar búa með nærveru sinni í
fimm mánuði á hverju ári. Bæjar-
yfirvöld hafa hins vegar fundið
lausn á þessu og komið fyrir spegl-
um á fjalli fyrir ofan bæinn sem
munu endurvarpa sólargeislunum
niður í bæinn. Þyrlur voru notað-
ar til að koma speglunum fyrir og
verða þeir stilltir þannig að sólin
skíni á aðaltorg bæjarins þegar
hennar nýtur við. Kostnaðurinn
við framkvæmdina nemur rúmum
hundrað milljónum króna.
Blóðug mótmæli Að minnsta kosti 100 manns hafa látið lífið það sem af er mótmælunum.