Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Page 23
Menning 23Miðvikudagur 24. júlí 2013
Það er bara ein Bræðsla
n Seldist upp á tveimur sólarhringum
T
ónlistarhátíðin Bræðslan
verður haldin í níunda sinn
á Borgarfirði eystra um
næstu helgi. Hátíðin var fyrst
haldin árið 2005 og hefur vaxið
gríðarlega í vinsældum undanfarin
ár en segja má að hún hafi nú náð
ákveðnum hæðum hvað vinsældir
varðar.
„Það seldist upp á tveim-
ur sólarhringum þegar við hóf-
um miðasöluna í maí. Það eru all-
ir miðar löngu búnir,“ segir Áskell
Heiðar Ásgeirsson, einn skipu-
leggjanda hátíðarinnar. Þetta er
annað árið í röð sem selst upp á
hátíðina. Heiðar segir ekki hægt
að mæta á staðinn og freista gæf-
unnar. „Húsrúm leyfir einfaldlega
ekki meira. Tónleikarnir eru haldn-
ir í gamalli síldarbræðslu sem tekur
ekki meira en 850 gesti.“ Þrátt fyr-
ir þessar gríðarlegu vinsældir segir
Heiðar að ekki standi til að færa há-
tíðina í stærra húsnæði að ári.
„Þetta er hluti af sjarmanum við
hátíðina. Það er bara ein bræðsla
og hún verður ekki stækkuð. Svo
búa nú ekki nema 150 manns
hérna þannig að það er takmarkað
hvað við getum boðið mörgum til
okkar í einu.“
Bræðslutónleikarnir sjálfir
verða laugardagskvöldið 27. júlí
og eru tónlistaratriðin í ár ekki af
verri endanum, en fram koma Ás-
geir Trausti, John Grant, Manna-
korn og Bjartmar. Dagana á und-
an verða svo „off venue“ tónleikar,
annars vegar í félagsheimilinu
Fjarðarborg og hins vegar í kaffi-
húsinu Álfacafé. n
Spila á sveitaballi
n Láta gamlan draum rætast n Halda uppi stemningu á föstudagsböllum Hrafnistu
Leikið af fingrum fram
Góð stemning er á föstudags-
böllum Hrafnistu.
Stemning
Tónleikarnir fara fram í
gamalli síldarbræðslu
sem rúmar 850 manns.
Ættjarðarlög í Fríkirkjunni
Saxófónleikarinn Sigurður Flosason
og organistinn Gunnar Gunnarsson
halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík,
fimmtudaginn 25. júlí kl. 20, í tilefni af
útkomu tveggja geisladiska. Annars
vegar er um að ræða nýjan safndisk,
„Icelandic Hymns“, og á „Drauma-
landinu“, ættjarðarlagadiski þeirra
félaga, en hann hefur verið ófáanlegur
um hríð.