Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 14. ágúst 2013 Miðvikudagur Ökumaðurinn miður sín n Segist ekki hafa staðnæmst skyndilega E ins og DV greindi frá á mánu­ daginn hjólaði athafnamað­ urinn Róbert Wessman á kyrr­ stæðan bíl á Krýsuvíkurvegi með þeim afleiðingum að hann hryggbrotnaði. Ökumaður bílsins, sem er 36 ára kona, er með böggum hildar vegna málsins. Hún vill ekki láta nafns síns getið en vill koma því á framfæri að hún hafi ekki staðn­ æmst skyndilega úti á miðjum vegi eins og kom fram í viðtali við Róbert í síðasta blaði. Í lögregluskýrslu um málið, sem DV hefur undir hönd­ um, segir hún að hundur hennar hafi þurft að pissa. Af þeim sökum hafi hún hægt á bílnum og loks stöðvað hann við hægri vegöxl. Síðan segist hún hafa farið út úr bifreiðinni með hundinn og hann hafi létt af sér. Mínútu síðar settist hún, að eigin sögn, aftur inn í bif­ reiðina ásamt hundi sínum. Þá hafi mikið högg komið aftan á bifreiðina með þeim afleiðingum að afturrúð­ an brotnaði. Samkvæmt heimildum DV flaug Wessman í gegnum rúðuna og lenti í aftursætinu, en ökumaður­ inn segir það ekki rétt, heldur hafi hann lent á rúðunni, brotið hana og lent á jörðinni bak við bílinn. Ekki var að heyra á Róberti að hann erfi eitt né neitt við við öku­ manninn. „Hann stoppar þarna til að hleypa hundinum sínum út. Þetta bara gerðist og ég er heppinn að ekki fór verr,“ sagði Róbert í samtali við DV. Í lögregluskýrslunni kemur fram ökumaðurinn hafi þegið áfallahjálp hjá sjúkrahúspresti og bróðir hennar staðfestir í samtali við DV að hún sé miður sín vegna málsins. n „Það er bara verið að hlunnfara ríkissjóð“ n Ögmundur Jónasson vildi kaupa en ekki leigja björgunarþyrlur Ö gmundur Jónasson, þing­ maður Vinstri grænna og fyrrverandi innan­ ríkisráðherra, segir að áframhaldandi leiga Landhelgis gæslunnar á tveimur björgunarþyrlum frá norsku fyrir­ tæki sé ekki verjandi. „Það er bara verið að hlunnfara ríkissjóð.“ Ög­ mundur segist hafa komist að þeirri niðurstöðu á síðasta kosningakjör­ tímabili að áframhaldandi leiga væri „glapræði“ og að betra væri að kaupa þyrlur. „Staðreyndin er sú að við erum að borga svo gríðarlegar upphæðir á ári í leigu fyrir þessar þyrlur.“ Í byrjun sumars endursamdi Landhelgisgæslan við norskt fyrir­ tæki um leigu á tveimur björgunar­ þyrlum fyrir 720 milljónir króna á ári. Verkefnið var eitt það fyrsta sem nýr innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, vann eftir að hún tók við innanríkisráðuneytinu af Ögmundi Jónassyni. Fjárfestingar­ bankinn Straumur var einn þeirra þriggja aðila sem gerðu tilboð í leig­ una á sjúkraþyrlunum fyrir Land­ helgisgæsluna. Tilboðið var gert fyrir hönd nokkurra lífeyrissjóða og eignarhaldsfélags í eigu fyrrverandi forstjóra Straums, Péturs Einarsson­ ar, og ótilgreinds bresks fjár festis. DV hefur ekki heimildir fyrir því hver þriðji aðilinn er. Sagt borga sig að kaupa Einn af heimildarmönnum DV um þyrlumálið, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að það sé óhag­ kvæmt að leigja slíkar þyrlur: „Það er bara svo óhagkvæmt að leigja þessar þyrlur í svo langan tíma. Þeir verða þá búnir að leigja TF­GNÁ í tólf ár fyrir fimm milljarða en hún kostar ný fjóra. Þetta meikar engan sens. Það er allt í lagi að leigja í nokkra mánuði eða eitt ár. Enginn leigir sömu þyrluna í tólf ár, það er bara alveg galið. Norska fyrirtækið verður búið að fá hana borgaða upp kannski þrisvar sinnum fyrir löngu,“ segir heimildarmaðurinn og vísar til þess að TF­GNÁ sé komin til ára sinna. Vandinn í málinu Ögmundur Jónasson segir að eitt af vandamálunum í málinu sé tæknilegs eðlis þar sem bókfæra þurfi allt kaup­ verðið um leið og gengið er frá samn­ ingi. „Samkvæmt lögum þá verður ríkið að bókfæra öll kaupin á þeim tíma sem samningurinn er frágenginn jafnvel þó að greitt sé fyrir þyrlurn­ ar í áföngum. Þetta hefur staðið í mönnum. Það er tæknilegt úrlausnar­ efni að fá þá fjárveitingarvaldið til að staðfesta vilja sinn í þessu efni; að láta ekki lagabókstafinn þvælast fyrir því að við náum sem hagstæðastri niður­ stöðu: Hún er tvímælalaust sú að það sé hagkvæmara að kaupa þyrlur en ekki leigja þær. Ég tel þetta ekki vera réttu niðurstöðuna,“ segir Ögmundur en hann segist hafa reynt að beita sér fyrir því á meðan hann var ráðherra að þyrlur yrðu keyptar í stað þess að þær yrðu áfram leigðar. Vandinn sem Ögmundur bendir hins vegar á er sá að sú ríkisstjórn sem myndi kaupa þyrlur fyrir fjóra millj­ arða stykkið myndi þá þurfa að bók­ færa kaupverðið á þeim tíma sem væri ansi stór biti og myndi setja mark sitt á fjárlög þess tíma. Hinir aðilarnir ósáttir Þeir tveir aðilar sem stóðu að til­ boðunum tveimur sem ekki var tek­ ið eru ekki sáttir við að tilboði norska fyrirtækisins hafi verið tekið sam­ kvæmt heimildum DV, líkt og blað­ ið hefur greint frá. Þeir vilja meina að Landhelgisgæslan hafi ekki tekið betri tilboðunum sem bárust og í stað þess samið við norska fyrirtæk­ ið aftur þrátt fyrir hagstæðari tilboð annars staðar frá. Tilboð þessara tveggja aðila snérust um kaupleigu á þyrlum sem áður höfðu verið not­ aðar á olíuborpöllum og gekk ann­ að tilboðið út á þrjár þyrlur fyrir 320 milljónir á ári. Landhelgisgæslan hefði svo eignast þyrlurnar með ár­ unum. Heimildir DV herma hins vegar að breyta hefði þurft þyrlunum til að gera þær hæfar til sjúkraflugs og að sá kostnaður hefði fallið á ríkissjóð. Þessi kostnaður mun meðal annars hafa staðið í ríkisvaldinu. DV hefur heimildir fyrir því enn sé verið að reyna að þrýsta á ríkis­ valdið til að fá það til að endurskoða þá ákvörðun sína að leigja þyrlurnar í stað þess að kaupa nýjar þyrlur. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Vildi kaupa Ögmundur Jónasson vildi kaupa björgunarþyrlur þegar hann var innan ríkisráðherra. Hér sést þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-GNÁ. Mynd ÁSgeir M. glapræði Ögmundur Jónasson segir „glapræði“ að leigja þyrlur fyrir 720 millj- ónir á ári. Mynd Sigtryggur Ari Þurfti að breyta Þurft hefði að breyta þyrlunum sem tveir af aðilunum buðu og hefði það leitt af sér aukinn kostnað fyrir ríkisvaldið. Hanna Birna Kristjánsdóttir er innanríkisráðherra. Útilokar ekki oddvitaslag „Það hefur í rauninni ekki orðið nein breyting á minni afstöðu. Ég hef aldrei útilokað það og ætla bara að sjá til,“ segir Gísli Marteinn Baldurs­ son, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks­ ins, um það hvort hann ætli að gefa kost á sér í oddvitasæti flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Fram kom í Morgun­ útvarpinu á Rás 2 á þriðjudag að Gísli væri tilbúinn að leiða Sjálfstæð­ isflokkinn í kosningunum ef málin sem hann stendur fyrir fá brautar­ gengi. Gísli bendir á í samtali við DV að fátt nýtt sé í þeirri yfir lýsingu. „Það er ekki einu sinni víst hvort það verði prófkjör, þaðan af síður hvenær. Kannski er það í mars á næsta ári og það er ágúst núna þannig að ég er bara sallarólegur. En mér finnst fráleitt að gefa það frá mér. Ég mun bara halda áfram í mínum málum og svo þegar dregur nær þá finnur maður hvort það er stemming fyrir því sem ég er að berj­ ast fyrir eða einhverju öðru.“ Gísli Marteinn er á sínu öðru kjörtímabili í borgarstjórneftir að hafa komið þar inn eftir kosningar 2006 en hlær þegar hann er spurður hvort hans tími sé ekki kominn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá að vinna að mínum hjartans málum og það er í rauninni ekki aðal atriði fyrir mér úr hvaða sæti ég geri það. Ég ætla að halda mig við það svar í bili og það útilokar ekki að ég sækist eftir odd­ vitasætinu ef mér finnst að flokk­ urinn sé til í framsýna stefnu um þróun borgarinnar.“ Samdráttur hjá Marel Marel skilaði uppgjöri fyrir annan ársfjórðung 2013 á dögunum. Nam tekjusamdráttur fyrirtækisins 4,3 prósentum og hafa pantanir hjá fé­ laginu dregist verulega saman. Mar­ el er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki á landinu og er í fararbroddi á sviði hátæknibúnaðar til matvælafram­ leiðslu. Nýlega var fyrirtækið til­ nefnt til nýsköpunarverðlauna Nor Fishing Foundation fyrir framlag sitt til framfara í eldisfiskiðnaði en tilkynnt verður um vinningshafa á Aqua­Nor sjávarútvegssýningunni í Trondheim í Noregi síðar í vikunni. Hluthafar í Marel eru fleiri en 2.000, en stærstu eigendurnir eru feðgarn­ ir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon, eigendur Eyris Invest. Hryggbrotinn Í samtali við DV sagðist Wessman heppinn að hafa ekki lamast. Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Frí heimsending

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.