Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 14. ágúst 2013 Sagt að hylja húðflúrið eða fara út Mér var sagt að hylja handleggina eða mér yrði hent út,“ segir Berg­ lind Jóhannesdóttir sem var gestur á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti á laugardagsnótt. Barþjónn og dyravörður á staðn­ um gáfu sig á tal við Berglindi að hennar sögn og tilkynntu að ef hún hyldi ekki húðflúr á hand­ leggjum sínum þyrfti hún að yfir­ gefa staðinn. Berglind segir að ekki hafi verið höfð afskipti af öðr­ um gestum sem voru með húðflúr auk þess sem afgreiðslustúlka á barnum hafi verið með húðflúr á handleggnum. Í byrjun júlí komst það í fréttir þegar listakonunni Herdísi Stefáns og vinkonum hennar var gert að yfirgefa borð á staðnum sem þær höfðu setið við í nokkra stund þar sem að stjörnukokkurinn Gordon Ramsey væri á leiðinni. Berglind var stödd á Loftinu á laugardagsnótt ásamt vinkonu sinni þegar starfsmenn staðar­ ins nálguðust hana. „Það kom til mín maður og spurði hvort ég væri með yfirhöfn. Hann sagði mér að það væri „dress code“ á staðnum og að ég þyrfti að hylja húðflúr sem ég er með á hand­ leggjunum eða yfirgefa staðinn,“ segir Berglind sem á ekki orð yfir þessari framkomu. „Það sat mað­ ur við borðið fyrir aftan mig sem var á stuttermabol og með húðflúr á handleggnum. Þegar ég sagði honum frá þessu varð hann svo móðgaður að hann yfirgaf staðinn. Í þokkabót var stúlka að afgreiða á barnum sem var með húðflúr.“ E ftir átta ára starf sem verk­ efnastjóri í Opna háskólan­ um í Háskólanum í Reykjavík ákvað Elísabet Þorvaldsdóttir að söðla um og sagði starfi sínu lausu til þess að selja ferðamönn­ um samlokur við Seljalandsfoss. Einn vinsælasti viðkomustað- urinn Ferðamenn streyma til landsins og fjöldi þeirra hefur meira en tvöfald­ ast frá árinu 2000. Ef fram heldur sem horfir verða ferðamenn ríflega ein milljón árið 2020, en þeir voru 673 þúsund árið 2012. Ísland er það land í Evrópu þar sem ferðamönnum fjölgaði langmest hlutfallslega á síð­ asta ári, hér fjölgaði þeim um 20 pró­ sent en Litháen kom næst á eftir með um tólf prósenta fjölgun ferðamanna. Sökum þessa er ferðaþjónustan vax­ andi grein hér á landi. Þegar Elísabet hóf meistaranám í verkefnastjórn samhliða vinnunni í fyrravetur ýtti það við henni að drífa sig af stað og láta gamlan draum ræt­ ast, enda góður tímapunktur til þess að hefja þjónustu við ferðamenn. Veitingastaður draumurinn Eiginmaður Elísabetar er Heimir Hálfdánarson frá Seljalandi og eru þau hluti af landeigendahópnum þar. „Við vorum búin að tala um það í nokkur ár að gera eitthvað hérna á svæðinu. Síðan fengum við vinafólk okkar til liðs við okkur, æskuvinkonu mína, Kristínu Guðbjartsdóttur og eiginmann hennar Atla Má Bjarna­ son. Við skiptumst á að standa vakt­ ina,“ segir Elísabet. Aðspurð svarar hún því hlæjandi að það gangi bara ótrúlega vel að vera í svo nánu sam­ starfi við bæði eiginmanninn og æskuvinkonuna. „Við erum nokkuð samheldin. Hingað til hefur enginn ágreiningur komið upp, við stefnum öll að sama marki.“ Það er að koma upp veitinga­ stað á svæðinu. „Það er framtíðar­ draumurinn. Það er verið að gera nýtt deiliskipulag á svæðinu, Hamra­ görðum sem eru hér við hliðina og hluta af þessari jörð, sem við eigum með öðrum. Við myndum gjarna vilja byggja hér í framtíðinni en það yrði þá gert í samvinnu við sveitar­ félagið og aðra landeigendur. Það er erfitt að ætla sér að stóla á veðrið á Íslandi. Það væri skemmtilegra að geta boðið fólki upp á að setjast inn þegar svo ber undir.“ Komu á þyrlum En einhvers staðar urðu þau að byrja. Veitingavagninn fundu þau í Dan­ mörku, fluttu hann heim með Nor­ rænu og létu laga hann til. Frá því í júní hafa þau svo staðið vaktina frá morgni til kvölds, smurt samlokur, lagað súp­ ur og bakað ofan í ferðamenn. Vagninn er alla jafna opinn til klukkan átta á kvöldin en þegar blaða­ mann ber að garði er klukkan farin að nálgast tíu. Þá höfðu sársvangir ferða­ menn fundið þau Elísabetu og Heimi og beðið um að fá eitthvað að borða þannig að þau gerðu sér lítið fyrir og opnuðu vagninn fyrir þá. Ferða­ mennirnir sátu síðan og hámuðu í sig samlokur og skyr án þess að mæla orð af vörum, klæddir í spandexgalla og litríka regnstakka með fararskjótann sér við hlið, reiðhjólið. „Ferðamátinn er allavega,“ segir Elísabet. „Hér stoppa þyrlur, síðast í gær komu tvær og lentu rétt hinum megin við veginn til þess að fólk gæti fengið sér að borða. Þær hafa stoppað hérna áður. Síðan kom hingað hóp­ ur af Rússum, þeir voru sex saman og ætluðu að hlaupa hringinn í kringum landið. Þeir stoppuðu hér á öðrum degi og fengu sér að borða. Þannig að þetta er alls konar.“ Handgerðir munir úr sveitinni Fyrir utan léttar veitingar, te og kaffi, eru minjagripir einnig seldir í vagn­ inum. Margir þeirra eru gerðir í sveitinni, mágkona Elísabetar hefur gert myndir úr þæfðri ull af fossin­ um og prjónað húfur og sokka líkt og fleiri konur í sveitinni sem þær selja í veitingavagninum. Mágur hennar hefur einnig látið til sín taka og gert litla steina úr hraunmolum úr Eyja­ fjallajökulsgosinu. „Það er pínu fjölskyldustemning í þessu,“ segir Elísabet og bætir því við að vegna þrengsla sé vöruúrvalið takmarkað. „En við höfum selt allt sem við höf­ um stillt upp. Vinsælast er allt sem er með lunda, lundakort, lundalykla­ kippur, lundabangsar og lundabollar. Útlendingum finnst lundar greini­ lega mjög spennandi fuglar.“ Annars slá samlokur með laxi líka alltaf í gegn. Reyndar kom það líka á óvart hversu vinsælar íslensku pylsurnar eru. „Ég velti því fyrir mér hvort fararstjórar séu að segja útlendingum frá þeim því ferða­ mennirnir koma alltaf og biðja um „one with everything“. Það kom mér pínu á óvart.“ Annað sem hefur komið Elísabetu á óvart er hvað umgengnin á svæð­ inu hefur batnað með tilkomu vagns­ ins. „Konan sem sér um að þrífa sal­ ernin hefur einnig gengið um svæðið og hirt upp rusl. Hún vill meina að eftir að við komum hafi umgengn­ in batnað til muna, bæði af því að nú eru fleiri ruslafötur á svæðinu og við alltaf á staðnum. Ég er sammála því, þetta er ekki eins og áður þegar rusli var kannski hent á jörðina. Mér blöskraði stundum þegar ég kom og sá hvað það var mikið rusl sem fauk hér um. Þetta heyrir sögunni til.“ Eintóm gleði Eins og fyrr segir þá sagði Elísabet upp í vinnunni til þess að sinna veitingasölunni. Það ætlar hún að gera eins langt fram á haustið og aðsóknin leyfir. Síðan ætlar hún að snúa sér að náminu en hún stefnir að því að skrifa lokaritgerð um upp­ byggingu á svæðinu. En hvað sem því líður þá er hún sátt við sumarið og þessa ákvörðun. „Við renndum blint í sjóinn og viss­ um ekkert hvernig þetta myndi ganga en við höfum fengið gríðarlega góðar mót tökur og það hafa allir verið mjög jákvæðir. Það gefur mér mjög mikið þegar það er alltaf verið að hrósa okkur fyrir framtakið, mér þykir vænt um það. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef aldrei komið nálægt neinu svona áður. Í hartnær tuttugu ár hef ég setið á bak við skrifborð en þetta er eitt besta skref sem ég hef tekið í mínu lífi. Það hefur verið ótrú­ lega gaman að vera hérna og hitta alla þessa útlendinga sem eru dol­ fallnir yfir náttúrunni og fegurðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt, ég kem alltaf glöð heim á kvöldin því hér eru allir alltaf svo glaðir og það er svo gaman.“ n Sagði starfi sínu lausu til að selja samlokur n Selur veitingar við Seljalandsfoss ásamt eiginmanni og vinahjónum Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „ Í hartnær tuttugu ár hef ég setið á bak við skrifborð en þetta er eitt besta skref sem ég hef tekið í mínu lífi. Veitingavagninn Seljalandsfoss er einn vinsælasti viðkomustaðurinn á Suðurlandi. Þar er nú búið að koma upp veitingavagni sem selur einnig handgerða muni úr sveitinni. Mynd: ElísabEt ÞorValdsdóttir aldrei hamingjusamari Elísabet segir að það hafi verið ein besta ákvörðun lífsins að hætta í vinnunni til að sinna veitingavagninum. Nú kemur hún alltaf glöð heim á kvöldin því við fossinn eru allir alltaf glaðir. Ferð ráðherra kostaði milljón Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar­ útvegs­ og landbúnaðaráðherra, er staddur í Berlín á heimsmeist­ aramóti íslenska hestsins þar sem keppnislið frá 17 löndum leiða saman hesta sína. Mun Sigurður funda með forsvarsmönnum FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hests­ ins, á föstudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu fóru Sigurður og eiginkona hans í ferðina ásamt starfsmanni ráðu­ neytisins. Kostnaður við flug þeirra þriggja er 344 þúsund krón­ ur. „Dvalarkostnaður liggur ekki fyrir en gera má ráð fyrir að hann geti verið allt að 300.000 miðað við reglur fjármálaráðuneytisins um ferðakostnað,“ segir í svari við fyrirspurn DV auk þess sem fram kom að ráðherra hefði haldið boð fyrir skipuleggjendur mótsins sem áætlað væri að kostaði 2.500 evr­ ur eða um 400 þúsund krónur. Má því gera ráð fyrir að heildarkostn­ aður verði um það bil ein milljón króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.