Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 14. ágúst 2013 Miðvikudagur Litríkt og umhverfisvænt á bossana n Elísabet Ósk opnar vefverslun með taubleiur E lísabet Ósk Jónsdóttir ákvað áður en hún eignaðist sitt fyrsta barn að taubleiur yrðu fyrir valinu í umönnun barnsins. Á með­ göngunni kynnti hún sér úrvalið á tau­ bleium hér á landi og saknaði þess að geta ekki keypt eina sérstaka tegund sem henni hugnaðist vel. Hún tók því til sinna ráða og hefur nú stofnað vef­ verslun með eigin taubleiur á vefsíð­ unni regnbogarassar.is. „Þessi gerð af taubleium hefur ekki verið í boði á Íslandi. Hún er ekki vatnsheld en með vatnsfráhrindandi flísefni og andar því mjög vel. Hún er mjög vinsæl í Bandaríkjunum og þar er hún notuð yfir nóttina vegna þess hve vel hún andar. Strákurinn minn notar bleiuna yfir nóttina í allt að 12 tíma. Svo þegar börnin eldast, þá er hægt að setja flísbuxur yfir.“ Elísabet opnar síðuna formlega í dag, mið­ vikudag. Hún hefur lagt sérstaklega upp úr útliti og því að þær séu þægilegar í notkun. „Þær eru líflegar og litrík­ ar. Það er gaman að því að hafa þær vel gerðar og fallegar fyrir augað.“ Hún ætlar sér að reka vefverslunina sem heimavinnandi móðir. „Drengurinn minn hefur reynst svo ljúfur svo ég hef komið miklu í verk, það var einstaklega gaman að nýta þennan tíma svona vel. Ég hef alltaf haft áhuga á að skapa og búa til eitthvað í höndunum. Nú gafst mér það tækifæri.“ n Svefnvana vilja skyndibita Þeir þreyttu og svefnvana eru sólgnari í skyndibita en þeir út­ hvíldu. Svefnleysið færir líkamann í eins konar viðbragðsstöðu og hormónaframleiðsla líkamans skipar honum að safna forða. Lítil rannsókn, birt í heilsu­ tímaritinu Nature Communi­ cations, rannsakaði virkni heila 23 ungmenna þegar þau horfðu á skyndibitafæði á borð við kleinu­ hringi og pítsur annars vegar og heilsufæði á borð við epli og gul­ rætur hins vegar. Eftir því sem ungmennin sváfu minna, því meiri viðbrögð sýndu þau þegar þeim var sýnt skyndibitafæðið. Jurtirnar í skjól n Óþarfi að henda þeim á haustin n Má þurrka, frysta og setja í olíu N ú er tekið að hausta og senn líður að því að krydd­ jurtaáhugafólk neyðist til að taka ferskar kryddjurtir úr gluggum, görðum og af svölum. Það er algjör óþarfi að henda ferskum kryddjurtum því þær má meðhöndla á nokkra mis­ munandi vegu og geyma í nokkra mánuði. Undirbúningur Ferskar kryddjurtir má geyma á nokkra vegu og fer það að hluta til eftir gerð jurtanna. Byrjið á því að klippa jurtirnar vandlega með skærum og safna þeim saman. Næst skulið þið skola þær vel með vatni og þurrka svo varlega með bréfa­ þurrku eða með því að hrista vatnið af. Þá er bara að velja úr einhverja af þeim aðferðum sem í boði eru. Þurrkun Hægt er að hengja kryddjurtir til þerris með því að binda stilk­ ana saman ná­ lægt endanum. Æskilegt er að hvert búnt innihaldi ekki meira en 5 til 10 stilka til að vel lofti um jurtirnar. Hengið búntið nú upp á þurrum stað við stofuhita en æskilegt hita­ stig til þurrkunar er 20°C. Látið jurt­ irnar hanga í eina til þrjár vikur en athugið ástandið á þeim reglulega til að sjá hvernig þurrkunin gengur. Þegar þurrkuninni er lokið eru lauf­ in fjarlægð af stilkunum og þau sett í krukku. Hægt er að mylja þau niður í krydd eða halda þeim í heilu lagi til að nota í te eða sem skraut á súpur svo eitthvað sé nefnt. Kryddjurtirnar geymast í heilt ár séu þær geymdar í lofttæmdri krukku. Frysting Ekki hentar að frysta allar krydd­ jurtir og því er mikilvægt að velja réttu jurtirnar. Dæmi um kryddjurt­ ir sem henta til frystingar eru jurt­ ir með mjúk blöð, svo sem basilíka, fáfnisgras (e. tarragon) og steinselja. Bæði er hægt að frysta laufin í heilu lagi eða saxa þau niður áður en þau eru sett í klakabox, poka eða annars konar ílát. Séu jurtirnar sett­ ar í klakabox þarf einnig að setja vatn út í og búa þannig til kryddjurtaklaka sem lítið mál er að þýða og setja svo út í súpur og sósur svo eitthvað sé nefnt. Æskilegt er að setja um það bil þriðjung af söx­ uðum laufum en tvo þriðju hluta af vatni. Jurtirnar geymast í allt að þremur mánuðum með þessum hætti og henta vel út í súpur og sós­ ur svo eitthvað sé nefnt. Olía Olía hentar vel til að geyma ferskar kryddjurtir, hvort sem útbúa á kryddolíu eða ein­ faldlega varðveita bragð jurtanna í olíunni. Ólífuolía hentar mjög vel en þó má nota nán­ ast hvaða olíu sem er. Bæði er hægt að setja jurtirnar í olíuna í heilu lagi eða setja eingöngu laufin eftir að þau hafa verið tínd af stilkunum. Í kryddolíu er betra að hafa stilkana líka þar sem þeir gefa olíunni bæði meira bragð og fallegra útlit. Hins vegar get­ ur hentað betur að halda einungis laufunum þegar geyma á jurtirnar sjálfar til betri tíma. Olía af þessu tagi geymist í allt að sex mánuðum en best er að geyma hana á köldum stað. n Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Gott að geyma Nokkrar leiðir eru í boði við varðveislu ferskra kryddjurta. Regnbogarass Bleiurnar anda vel og eru skrautlegar og litríkar. Kertaglösin fá nýtt líf Kerti eru oft keypt til heimilisins í fallegum glerglösum sem óþarfi er að fari til spillis. Þau má nota undir smáblóm eða við borð­ haldið á ýmsan máta. Mörgum finnst vandasamt að þrífa vaxið úr glösunum. Einföld leið til þess er að hella sjóðandi heitu vatni í glösin. Vaxið leysist upp og þegar vatnið kólnar flýtur það á yfir­ borðið og auðveldara er að fjar­ lægja það. Að lokum er gott að væta svamp og hita hann í stutta stund í örbylgjuofni og strjúka með svampinum innan úr glas­ inu. Endurtakið ef þörf er á. Eftir þessa meðferð má þvo glasið rétt eins og annað leirtau. Ekki klára af diskinum Margir foreldrar hafa það fyrir venju að láta barnið klára allan þann sem því var skammtaður af diskinum. Slíkur agi við matar­ borðið er hins vegar algjör óþarfi og getur stuðlað að vondum mat­ arvenjum og offitu. Ef börnum er leyft að borða þar til þau eru södd, alast þau upp við heilbrigðari matarvenjur og passlegri matar­ skammta. Rannsókn í Journal of the American Dietic Association sýnir og sannar að börn eru fær­ ari en fullorðnir til að meta eigin hungurtilfinningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.