Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 14. ágúst 2013 Miðvikudagur Undarlegt þakhýsi ofan á blokk n Íbúar kvarta undan leka og sprungum í veggjum Glæsihýsi Íbúar blokkarinnar eru ósáttir við framkvæmdirnar. Skiljan- lega, myndu eflaust einhverjir segja. Skipið verður rifið Yfirvöld í bænum Kesennuma í Japan hafa ákveðið að rífa fiski- skipið Kyotoku Maru sem varð eins konar tákn bæjarins eftir hamfarirnar sem riðu yfir Japan árið 2011. Skipið fór langt inn í land þegar flóðbylgjan hreif það með sér þann 11. mars 2011, en yfir átján þúsund létust í jarðskjálftanum og flóðbylgj- unni sem reið yfir í kjölfarið. Það voru íbúar sem ákváðu að rífa skipið í íbúakosningu en 70 þúsund manns búa í bænum. Fjölmargir ferðamenn hafa lagt leið sína í bæinn á undanförn- um misserum til að berja skipið augun og minnast þeirra sem létust í hamförunum. Dæmdir til dauða Dómstóll í Xinjiang-héraði í Kína hefur dæmt tvo karlmenn til dauða fyrir að hafa valdið dauða rúmlega tuttugu manns í apríl síðastliðnum. Meðal hinna látnu voru fimmtán lög- reglumenn. Átök brutust út í héraðinu sem er í vestast í Kína þann 23. apríl síðastliðinn á milli minnihlutahóps Uighur- fólks og Han-Kínverja. Tæplega helmingur íbúa í héraðinu er Uighur-fólk og brutust átökin út vegna aukinna áhrifa Han-Kín- verja í héraðinu sem öfgasinn- aður armur Uighur-fólks hefur barist gegn. Mennirnir sem dæmdir voru til dauða tilheyra þeim armi Uighur-fólks. Snjallsími frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn fullyrða að þeir hafi nú framleitt snjallsíma fyrir norðurkóreskan markað. Síminn sem um ræðir heitir Arirang og samkvæmt norður- kóreska ríkisfréttamiðlinum fékk forsetinn, Kim Jong-un, að sjá eintak af honum á dögun- um. Farsímakerfi var komið upp í Norður-Kóreu árið 2008 en afar fáir landsmenn hafa að- gang að því. Sérfræðingar efast um að síminn hafi í raun verið framleiddur í Norður-Kóreu en í fyrra tilkynntu yfirvöld að þau hefðu framleitt spjaldtölvu. Síð- ar kom í ljós að hún átti upp- runa sinn að rekja til Kína. G rænlandsjökull er að bráðna neðan frá jafnt sem að ofan. Þetta staðfestir ný alþjóðleg rannsókn á veg- um þýsku vísindastofn- unarinnar GFZ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýj- ustu vefútgáfu Nature Geoscience. Ástæða bráðnunarinnar er aukið hitaflæði frá möndli jarðar að jarð- skorpunni undir jöklinum. Jarðskorpan, eða ysta lag henn- ar svokallað lithosphere, er mis- þykk en á nokkrum stöðum undir jöklinum er hún sérstaklega þunn. Vísindamennirnir á bak við rann- sóknina segja áhrifin það mik- il að ekki sé hægt að líta fram hjá þeim þegar verið sé að reikna út bráðnun Grænlandsjökuls og áhrif hennar á vistkerfi jarðar. Yfirborð sjávar hækkar stöðugt Samspil milli bráðnunar íss og vaxandi hitastigs jarðar er flókið og stöðugt í rannsókn. Flestar niður- stöður rannsókna benda þó til þess að sífellt meiri bráðnun geti og sé þegar farin að hafa alvarlegar afleiðingar. Grænlandsjökull er að tapa um 227 gígatonnum af ís á hverju ári sem eru 227.000.000.000 tonn. Það veldur um það bil 0,7 millimetra hækkun sjávarmáls í heiminum en heildarhækkun á ári nemur um 3,0 millimetrum. Þessar mæl- ingar gera hins vegar ekki ráð fyr- ir þessari áður óþekktu bráðnun vegna jarðhita. Það eru ekki nýj- ar fréttir að jöklar bráðni líka neð- an frá en bráðnun undir jöklinum var áður metin út frá vatnsstreymi, þrýstingi og skriði. Þunn jarðskorpa „Hitastigið á ísnum undir jöklin- um og þar af leiðandi öll hreyfi- fræðin undir jöklinum er sam- spil milli hitaflæðis frá jörðinni og loftslagsbreytinga í tengslum við hringferla jökla,“ segir Irina Rogozhina vísindamaður hjá GFZ og frumkvöðull IceGeoHeat-ver- kefnisins. Hún telur þetta mik- ilvægan þátt í að meta með ná- kvæmari hætti þá ferla sem eiga sér stað undir jöklinum og með hvaða hraða hann bráðnar neðan frá. „Við fundum staði þar sem jök- ullinn bráðnar neðan frá vegna hita en rétt hjá voru staðir þar sem botn jökulsins var mjög kaldur.“ Ysta jarðskorpan undir Græn- landsjökli er á bilinu 2,8 til 1,7 milljarða ára gömul og er mjög misþykk. Undir miðjum jöklinum, þar sem hún er þynnst, er hún 70 til 80 kílómetrar. Ekki hefur enn verið rannsakað hvers vegna það er. Icelandic Jet skiptir sköpum Þónokkuð hefur verið fjallað um áhrif aukins ferskvatnsstreymis frá Grænlandsjökli og áhrif þess á haf- strauma við austurströnd Græn- lands. Talið var að mikil aukning ferskvatnsflæðis gæti haft alvar- legar afleiðingar á samspil Austur- Grænlandsstraumsins sem flytur kaldan pólsjó niður með austur- ströndinni og Irminger-straums- ins sem flytur heitan Atlantshafs- sjó upp með vesturströnd Íslands og norður og austur fyrir land. Fyrir nokkrum árum uppgötv- uðu hins vegar íslenskir vísinda- menn, þeir Steingrímur Jónsson og Héðinn Valdimarsson, nýjan hafstraum sem kallast Icelandic Jet. Flytur hann kaldan sjó úr haf- inu austan og norðan við Ísland og niður um Grænlandssund- ið sem fellur á botn Atlantshafs- ins suðvestur af Íslandi. Þessi öfl- ugi straumur gerir það að verkum að áhrif ferskvatns á straumakerfið verða að öllum líkindum ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið. n Bráðnar hraðar en áður var talið n Ný rannsókn um áhrif jarðhita á Grænlandsjökul n Íslensk uppgötvun mikilvæg Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Grænlandsjökull Hiti sem streymir frá miðju jarðar í gegnum þunna jarðskorpu undir Græn- landsjökli hefur meiri áhrif en áður var talið. Icelandic Jet-straum- urinn Er merktur með hvítri línu á myndinni. K ínverskur auðjöfur, Zhang Lin, hefur eytt síðustu sex árum ævi sinnar í byggingu þakhýsis sem fáir myndu slá höndinni á móti. Einhverjir myndu þó eflaust setja spurningarmerki við staðsetninguna því eins og sést á meðfylgjandi mynd er hún ofan á um tuttugu hæða blokk. Byggingin, sem er í Peking í Kína, hef- ur vakið talsverða athygli og eru íbúar blokkarinnar ekki á eitt sáttir með staðsetninguna. Þeir óttast að öryggi þeirra sé stefnt í hættu og byggingin sé raunar að hruni komin. Þannig hafa íbúar á efstu hæðum blokkar- innar tekið eftir sprungum í veggjum í íbúðum sínum og sumar þeirra hafa míglekið. Íbúar hafa einnig kvartað undan hávaða við framkvæmdirnar sem kostuðu tugi milljóna króna. „Þegar hann flutti hingað var allt í himnalagi. Hann reif íbúðina sína niður og byggði þetta fjall,“ segir einn ósáttur íbúi byggingarinnar. „Þegar rignir þá flæðir vatn inn í íbúðirnar okkar enda reif hann frárennslisrörin frá húsinu.“ Svo virðist vera sem Zhang hafi ekki fengið leyfi fyrir byggingu hússins og gæti hann þurft að rífa hana úr- skurði borgaryfirvöld að hætta stafi af henni fyrir aðra íbúa. „Ef hann get- ur ekki sannað að hún sé örugg verð- ur að rífa hana,“ segir fulltrúi borgar- yfirvalda. Byggingar í Kína eru margar hverj- ar ansi frjálslegar og þar byggja menn stórt. Sem dæmi er stærsta bygging heims í Chengdu í Sichuan-héraði en hún er tuttugu sinnum stærri en hið tignarlega óperuhús í Sydney. n einar@dv.is „Grænlands- jökull er að tapa um 227 gíga- tonnum af ís á hverju ári sem eru 227.000.000.000 tonn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.