Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1918, Síða 12
10
Verslunarskýrslur 1915
17
Aðllutt og útflutt peningamynt er -talin með tvö síðustu árin, en
ekki árin á undan. Yíirlit yfir verslunarviðskiftin við útlönd 1895—
1908 er í Verslunarskýrslum 1913, bls. 10*—11*.
Verslunarviðskiftin við útlönd metin til peninga liafa verið
meiri árið 1915 heldur en nokkurt undanfarið ár. Námu þau alls
(aðflutt og úlllutt) 65.9 milj. kr. Er það um 27 milj. kr. meira
heldur en næsta ár á undan, 1914. Af aukningu viðskiftaveltunnar
frá 1914 til 1915 fellur 8.2 milj. kr. á aðíluttu vöruna, en 18.8 milj.
kr. á útfluttu vöruna.
Verðmagn innflutningsins hefur þannig vaxið um 45°/o, en út-
flutningsins um 90%. Þessi stórkostlega hækkun á verðmagninu
stafar að langmestu leyti frá verðhækkun varanna. Að vísu var út-
flutningur af sjávarafurðum, einkum síld, töluvert meiri árið 1915
heldur en árið á undan, en það er þó ekki nema lítill hluti af
aukningu verðmagns útfluttu vörunnar, sem stafar af því.
Á yfirlitinu hjer á undan um aðfluttar og útfluttar vörur sjesl,
að útfluttu vörurnar hafa undanfarin ár æfinlega verið meira virði
heldur en aðfluttu vörurnar. Af þessu má samt ekki draga þá álykt-
un, að landsmenn hafi á hverju ári auk aðfluttu vörunnar haft af-
gang af viðskiftunum við útlönd, sem þeir hafi getað Iagt upp.
Þegar aðflultu og útflutlu vörunni er jafnað saman, verður að
hafa það hugfast, að öllu meiri líkur eru til, að aðflutta varan sje
oflágt talin í verslunarskýrslunum heldur en útflutta varan vegna
þess að mestur hluti útfluttu vörunnar er sjávarafurðir, sem svarað
er af útflutningstolli, og má því leiðrjetta skj’rslurnar um þær eftir
útflutningsgjaldsreikningunum, en aðfluttar tollvörur, þær sem leið-
rjella má skýrslur um á sama hátl eftii' tollreikningum, nema ekki
eins miklum hluta af öllum aðfluttu vörunura. Annað alriði, sem
líka kemur til greina, er það, að nokkur hluti af andvirði útlluttu
vörunnar rennur alls ekki til landsmanna, og verður því ekki varið
til þéss að borga með aðfluttu vöruna. Hvalveiðarnar og mikið af
síldveiðunum hjer við land hefur undanfarin ár verið rekið af út-
lendingum (einkum Norðmönnum), sem ekki liafa verið búsettir lijer
nema nokkurn liluta ársins, en hafl aðalbækistöð sína utanlands.
Það sem þessir útlendu atvinnurekendur hafa fengið fyrir úlfluttar
vörur umfram kostnaðinn við rekstur atvinnunnar hjer við Iand
rennur ekki inn í landið, og verður ekki talið landsmönnum til
lekna. Samkvæmt skýrslu konsúls Norðmanna á Akureyri voru alls
saltaðar á Norðurlandi 368 652 tunnur af sild árið 1915 (sú tala er
lieldur of lág). Þar af var