Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1918, Qupperneq 18
16
Verslunarskýrslur 1915
17
1914 1915
Garn og tvinni 73 þús. kr. 91
Silkivefnaður . 91 — — 110
Ullarvefnaður . 296 — — 300
Baðmullarvefnaður . 537 — — 663
Jútevefnaður 56 — — 138
Vefnaður úr hör, hampi o. 11. .. , 234 — — 219
Prjónavörur . 164 — — 182
Línvörur allskonar . 105 — — 87
Höfuðföt . 56 — — 66
Karlmannsfatnaður . 170 — — 154
Sjóklæði og olíufatnaður 87 — — 122
Skófatnaður , 263 — — 295
Sápa 109 — — 144
Heimilismunir. Vörur þær, sem þar til eru taldar, voru
tlultar inn fyrir 874 þús. kr. árið 1915. Talan fyrir 1913 í 1. töflu
(bls. 12*) er ekki vel sambærileg við árin á eftir vegna þess, að
sundurliðunin í skýrslunum 1914 og síðan hefur gert mögulegt að
telja hjer með ýmislegt, sem áður var óaðgreint frá vörum, sem
fóru undir aðra flokka (sbr. Verslunarsk. 1914, bls. 14*). í þessum
llokki er talið línóleum, vaxdúkur og madressur, hár, fiður, bein og
horn, vörur úr beini, horni o. 11., burstar og kústar, kerli, fægi-
smyrsl, listar, stofugögn, tóbakspípur, göngustafir, glysvarningur,
eldspitur, ýmislegar trjávörur, veggfóður, ýmisl. vörur úr pappir,
gólfmottur, ýmsar vörur fljettaðar, gimsteinar, leirkerasmíði, steintau
og fajance, postulínsvörur, spegilgler og speglar, lampar og lampa-
glös, glervörur, ýmsar vörur úr marmara, gipsi og sementi, gasmæl-
ar, ýmisl. blikkvörur, hnífar og skæri, lásar, lamir og lyklar, ofnar
og poltar, ýmsar vörur úr alúminíum, eir, tini, nikkel, blýi, sinki,
gulli og silfri, barnavagnar og barnaleikföng, vjelar til heimilisnotk-
unar, úr og klukkur. Innflutningur af eftirfarandi vörutegundum
árið 1915 nam yfir 50 þús. kr.
1915 1914
Blikkvörur................... 99 pús. kr. 66 þús. kr.
Lampar allskonar............. 76 — — 25 — —
Ofnar og eldavjelar.......... 61 — — 51 — —
ílát úr steintaui og fajance. 51 — — -16 — —
Ljósmeti og eldsneyti. í þeim flokki eru talin kol (ásamt
kóksi) og steinolíu (ásamt bensíni), og eru þær vörur báðar hafðar
bæði til framleiðslu og heimilisnotkunar. Árið 1915 voru þessar vör-
ur fluttar inn fyrir rúmar 48/r milj. kr. eða fyrir nærri l1/* milj.