Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1933, Blaðsíða 13
Verzlunarskýrslur 1931
11
Innflulningur á áfengu öli (með yfir 2'/4 °/o af vínanda að rúm-
máli) hefur verið bannaður síðan 1912, en framan af stríðsárunum
gerðist innflutningur á óáfengu öli allmikill og eins fyrstu árin eftir
stríðslokin, en síðustu árin hefur hann farið minkandi, enda er nú
líka komin á innlend framleiðsla í þessari grein. I töflunni er inn-
lenda framleiðslan tekin með síðan 1919. Er innflutningurinn nú orð-
inn hverfandi í samanburði við hana. Árið 1931 var hún 645 700
lítrar. Árið 1931 hefur neyzlan af öli verið minni heldur en næsta ár
á undan.
Vínandi og vínföng eru einungis flutt inn af Áfengisverzlun ríkis-
ins. Var þessi innflutningur mjög lítill fyrst eftir að aðflutningsbannið
komst á, en síðan hefur hann aukizt töluvert. Hækkun á vínfangainn-
flutningnum 1922 og árin þar á eftir stafar af undanþágunni, sem veitt
var frá bannlögunum fyrir létt vín (Spánarvín). Mengaður vínandi er
ekki talinn hér heldur í V. flokki.
Vefnaður og fatnaður. Af þeim vörum, sem hér eru taldar, var
flutt inn 1931 fyrir 7.8 milj. kr. og er það nál. 16°/o af öllum innflutn-
ingi það ár. Er það að verðmagni miklu minna en 3 undanfarin ár, en
hlutfallslega svipað. Helztu vörur, sem falla hér undir, eru taldar hér
á eftir, og sýnt, hve mikið hefur flutzt inn af þeim nokkur síðustu árin
(í þús. kg).
1927 1928 1929 1930 1931
Ullargarn íi 10 n 8 5
BaÖmullargarn og tvinni ... 9 12 13 10 8
UllarvefnaÖur 48 57 54 63 40
Baðmullarvefnaður . 96 124 159 142 89
Léreft 41 53 61 62 42
Prjónavörur 58 73 70 67 45
Línfatnaður 19 18 22 29 22
Karlmannsfalnaður úr ull . . 26 26 47 48 29
Karlmannsslitfatnaður 25 53 59 69 50
Kvenfatnaður 8 13 19 25 18
Sjóklæði og olíufatnaður . . . . 34 41 42 23 13
Regnkápur 9 9 9 16 8
Skófatnaður úr skinni 82 106 142 120 87
— — gúmi 70 114 115 120 80
— — öðru efni . . 8 16 19 19 25
Heimilismunir og munir til persónulegrar notkunar. Innflutningur
af vörum þeim, sem þar til teljast, nam tæpl. 4 milj. kr. árið 1931 eða
8.2 °/o af öllum innflutningnum. Helztu vörurnar, sem hér falla undir,
eru taldar hér á eftir, og samanburður gerður á innflutningi þeirra
nokkur síðustu árin (í þús. kg).