Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1933, Blaðsíða 21
Verzlunarskýrslur 1931
19*
4. Viðskifti við einstök lönd.
L’échange avec les pays étrangers.
5. yfirlit (bls. 20*) sýnir, hvernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skifzt 4 síðustu árin effir löndunum, þar sem vörurnar
hafa verið keyptar eða seldar. Síðari hluíi töflunnar sýnir, hvern þátt
löndin hafa tekið hlutfallslega í verzluninni við Island samkvæmt íslenzku
verzlunarskýrslunum.
Langmestur hluti innfluttu vörunnar kemur frá Danmörku og Bret-
landi, eða meir en helmingur alls innflutningsins. Venjulega hefur Dan-
mörk verið heldur hærri en Bretland, en á síðari árum hefur Bretland
þó stundum verið hærra, svo sem 1928. Næst þessum löndum gengur
Þýzkaland með 18 o/o af öllum innflutningnum 1931. Hefur hlutdeild
Þýzkalands í innflutningnum vaxið mjög á síðari árum. Því næst kemur
Noregur með 9 °/o, Svíþjóð, Spánn og Bandaríkin með 3—4% og Pól-
land og Holland með 2—3%.
Af verðmagni útflutningsins hefur árið 1931 rúmlega !/4 komið á
Spán og er hann langhæstur af útflutningslöndunum. Fyrir stríðið var
útflutningur langmestur til Danmerkur (um % af öllum útflufningnum),
en á stríðsárunum siðari tók að mestu fyrir allan útflutning þangað og
síðan hefur hann ekki náð sér aftur í hið fyrra horf. Síðusfu árin hefur
hann jafnvel farið minnkandi og árið 1930 fóru aðeins 4 % af útflutn-
ingnum til Danmerkur. 1931 var þó hlutdeild Danmerkur nokkru meiri,
en þó lítil í samanburði við mörg önnur lönd. Þá tók Bretland við 17 %
af útflutningnum og Ítalía við 14%, þar næst koma Þýzkaland, Noregur
og Portúgal með 9 %, en þar á eftir Svíþjóð og Danmörk með 6 % og
Bandaríkin með 3 % af útflutningnum.
Á 5. yfirliti sést, að miklu meira er flutt út frá íslandi til Spánar,
Ítalíu og Portúgals heldur en innflutt er frá þessum löndum, en aftur á
móti er miklu meira innflutt frá Danmörku, Bretlandi og Þýzkalandi
heldur en útfluft er þangað. Venjulega er meira flutt inn frá Noregi
heldur en út þangað, og meira fluft út til Svíþjóðar heldur en inn þaðan,
en munurinn er þar minni.
í töflu IV A og B (bls. 40—82) eru taldar upp allar helztu inn-
fluttar og útfluftar vörutegundir og sýnt hvernig inn- og útflutningsmagn
hverrar vöru skiftist eftir löndum. í töflu III (bls. 35—39) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutningsins til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks eru í töflu V (bls. 83—98) taldar upp með magni og
verði helztu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og í út-
flutningnum til þess.