Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1938, Qupperneq 26
22*
Verslunarskýrslur 1936
tali, en 1931—35 ekki nema 896. Árið 1932 voru flutt út 783 hross, 601
árið 1933, 936 árið 1934, 978 árið 1935 og 565 árið 1936.
Iðnaðarvörur útfluttar eru nðallega prjónles (einkum sokkar og
vetlingar) og kveður sáralítið að þeim útflutningi.
Undir flokkinn „Ýmislegt“ falla þær vörur, sem ekki eiga heima
annarsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl.
í 7. yfirliti eru útflutningsvörurnar flokkaðar eftir notkun og vinslu-
stigi. Er það gert eftir fyrirmynd Þjóðabandalagsins alveg á sama hátl
eins og 3. yfirlit um innfluttu vörurnar. í útflutningnum eru neysluvör-
urnar yfirgnæfandi, 31 milj kr„ enda fer bæði fiskurinn og kjötið í 8.
flokk. Framleiðslúvörur eru aðeins 18% milj. kr. Þar af er lýsið í 5. flokki,
ull og skinn í 3. flokki, fiskmjöl i 2. flokki, en hross i 7. flokki (a). Um %
af öllum útflutningnum 1936 teljast hrávörur, en aðeins % lítt unnar
vörur, en fullunnar vörur ekki teljandi.
4. Viðskifti við einstök lönd.
L’échange avec les pays étrangcrs.
8. yfirlit (bls. 23) sýnir, hvernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skifst 4 síðustu árin el'tir löndunum, þar sem vörurnar
hafa verið keyptar eða seldar. Síðari hluti töflunnar sýnir, hvern þátt
löndin hafa tekið hlutfallslega í versluninni við ísland samkvæmt íslensku
verslunarskýrslunum.
Mesta viðskiftaland íslands er Bretland. Árið 1936 kom þaðan 26.7%
al' innflutningnum. Þó hefir innflutningur þaðan lækkað mikið árið
1936. Árið áður var hann 29.4% af öllum innflutningi og þar áður enn
hærri. Útflutningur lil Bretlands hefur líka lækkað hlutfallslega, var
14.9% áiið 1936, en 15.2% árið á undan. Við Bretland var verslunarjöfn-
uður mjög óhagstæður, innflutningur þaðan er miklu meiri en útflutn-
ingur, en munurinn liefur þó farið minkandi á siðari árum.
Viðskiftin við Þýskaland hafa aukist mjög mikið árið 1936, bæði út-
flutningur og innflutningur, svo að ekki vantar mikið á, að það komist til
jafns við Bretland. Var Þýskaland hæst af útflutningslöndunum 1936 og
tók við 16%% af öllum útflutningi íslands það ár, en 10.7% árið áður. Á
sama hátt hækkaði innflutningurinn upp í 21.9% árið 1936 úr 13.4% árið
áður. Innflutningurinn frá Þýskalandi er hærri heldur en útflutningur-
inn þangað, en aðgætandi er, að i innflutningnum er meðtalinn flutnings-
kostnaður varanna frá Þýskalandi til íslands. Annars eru viðskiftin milli
íslands og Þýskalands reikningsviðskifti (clearing) samkvæmt samning-
um, svo að það sem fæst fyrir útfluttar vörur þangað, fæst ekki útborgað,
heldur er einungis varið til greiðslu á vörum keyptum þar í landi.
Þriðja mesta viðskiftaland íslands er Danmörk. Innflutningur þaðan
fer stöðugt minkandi, en útflutningur þangað aftur á inóti heldur vax-