Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1943, Qupperneq 23
Verzlunarskýrslur 1942
21
Undir flokkinn „ Ý m i s 1 e g t “ falla þær vörur, sem ekki eiga
heima annarsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl.
í G. yfirliti (bls. 20*) eru útflutningsvörurnar flokkaðar eftir notkun
og vinnslustigi. Er það gert eftir fyrirmynd Þjóðabandalagsins, alveg á
sama hált eins og 2. yfirlit um innflultu vörurnar. f útflutningnum eru
néyzluvörurnar yfirgnæfandi, 141 millj. kr. árið 1942 enda fer fiskurinn í
8. flokk. Framleiðsluvörur voru 58 millj. kr. árið 1942. Þar af er lýsið í 5.
flokki, ull og skinn í 3. flokki og fiskmjöl í 2. flokki. Hátt upp í % af öllu
útflutningsverðmætinu 1942 eru hrávörur, en aðeins rúml. % lítt unnar
vörur, og fullunnar vörur aðeins %%•
Þess var getið hér að framan (hls. 6*), að frá 1941 til 1942 hefði
vöruverðið hækkað á útflutningsvörunum að meðaltali um 6.2%.
Þessi hækkun hefur þó ekki komið jafnt á allar útflutningsvörurnar.
Þegar vörunum er skipt eftir því, frá hvaða atvinnuvegum þær stafa,
eins og gert er i 4. yfirliti, þá hefur hækkun og lækkun vöruverðsins við
sölu út úr landinu 1941—42 verið i hverjum flokki eins og hér segir:
Afurðir af iiskveiðum ............................. 6 °/o
— - veiðiskap og hlunnindum .............. 0 —
- landbúnaði ............................. 16 —
Aðrar vðrur ....................................... 3 —
Allar útnutningsvörur , 6 °/o
Það er ísfiskurinn, sem dregur sjávarafurðirnar niður. Á öllum öðrum
sjávarafurðum hefur orðið meiri eða rninni verðhækkun allt upp i nál.
50% á síldarlýsi og síld.
4. Viðskipti við einstök lönd.
L’échange avec les nays élrangers.
7. yfirlit (bls. 23*1 sýnir, hvernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skipzt 4 siðustu árin eftir innflutnings- og útflutnings-
löndum. Siðari hluti töflunnar sýnir, hvern þátt hvert land hefur tekið
hlutfallslega i verzluninni við ísland samkvæmt íslenzku verzlunarskýrsl-
unum.
Svo sem taflan her með sér, hefur striðið haft í för með sér gagn-
gerða breytingu á viðskiptum Islands við útlönd. ViðskiptL við megin-
land Evrópu hafa fallið niður að mestu leyti, en í þess stað hafa við-
skiptin beinzt að meslu leyti að Bretlandi, Bandarikjunum og Kanada.
Tjekkóslovakía og Pólland hurfu úr sögunni þegar árið 1939, en 1940
fóru sömu leið Danmörk og Noregur, Holland og Belgía og Frakk-
land. Þá hafa og alveg fallið niður öll viðskipti við Þýzkaland og Ítalíu,
sem áður voru allmikil. Að vísu var enn talinn smávegis innflutningur frá
sumuin þessum löndum í skýrslum 1941, en það munu aðeins hafa verið