Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1948, Blaðsíða 12
10
Verzlunarskýrslur 1946
hluta eftir tollskrárnúmerum, en það hefur allviða verið gert, svo sem áður
segir. Á hinn bóginn kemur það lika stundum fyrir, þótt það sé fremur
sjaldgæft, að tollskrárnúmer skiptist á fleiri cn einn verzlunarskýrslulið.
Sést það greinilega í skránni. Ef * er aftan við verzlunarskýrslunúmerið
táknar það, að það nær yfir fleiri tollskrárnúmer heldur en þau, sem til-
greind eru á þeim stað.
Niðurskipun vörutegundanna í vöruskránni í verzlunarskýrslunum og
skipting þeirra í vöruflokka og stærri vörubálka liefur ekki verið miðuð
allsstaðar við eina og sömu reglu. Að mjög miklu leyti hefur verið farið
eftir því, úr hvaða efni varan er, en sumstaðar hefur þó notkun vör-
unnar ráðið skiptingunni, og stundum hefur líka komið til greina vinnslu-
stig vörunnar, eða hvort hún er óunnin, lítt unnin eða fullunnin. En
fyrir utan flokkunina í I. og II. töflu, sem algerlega fylgir niðurröðun
vöruskrárinnar, þá hefur einnig verið gerð önnur flokkun, sem algerlega
miðast við notkun varanna og vinnslustig þeirra. Hvernig vörurnar skipt-
ast samkvæmt þessari flokkun, sést á 2. yfirliti (hls. 9*), sem er gert sam-
kvæmt fyrirmynd Þjóðabandalagsins og því sambærilegt við samskonar
yfirlit annara þjóða, sem hafa tekið upp skýrslugerð byggða á vöruskrá
Þjóðabandalagsins. Hvaða vörur úr vöruskránni i töflu III falla undir
hvern af þessum flokkum, sésl í 2. viðaukatöflu aftan við innganginn, á
hls. 3(3* hér á el'tir.
Eftir notkun er vörunum skipt í 2. yfirliti i framleiðsluvörur, 7 flokka,
og neyzluvörur, 3 flokka. 6 fyrstu flokkarnir eru hreyfifé, sem hverfur
alveg í hinar framleiddu vörur, en liinn 7. er fastafé eða allskonar tæki
atvinnuveganna, svo sem vélar, verkfæri og annar útbúnaður. 5. og 6.
flokkinn má að nokkru leyti telja til neyzluvara, og eru þeir þess vegna
aðgreindir frá þeim undanfarandi. Flokkunin í 2. yfirliti er að suniu
leyti nokkuð frábrugðin því, sem áður tíðkaðist hér, einkum að því er
snertir greinarmun á neyzluvörum og framleiðsluvörum. Þannig eru korn-
vörur og alls konar álnavara taldar með efnivörum til framleiðslu, en
þær vörur var áður tiðkanlegast hér að telja með neyzluvörum.
Eftirfarandi aðalyfirlit um innflutninginn eftir notkun og vinnslustigi
er tekið upp úr 2. yfirliti, en mikið samandregið og með samanburði
við næstu ár á undan.
1942 1943 1911 1945 1946
A. Matvæli, drykkjarvöi'ur og tóbak og 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
cfnivörur þar til (1 og 8) 28 544 34 337 39 701 42 325 47 205
15. Vörur til ýmislegrar framleiðslu
(aörar en A), ]>ar með oliur og
eldsneyti (2—6):
a. Iirávörur 21 996 19 971 19 972 19 007 20 566
1>. Litt unnar vörur 53 883 60 968 54 965 70 742 80 187
c. Fullunnar vörur 53 079 43 132 48 373 54 813 61 657
Samtals 15. 128 958 124 071 123 310 144 562 162 410
C. Framleiðslutteki (7) 33 395 43 085 33 179 61 688 135 228
I). Neyzluvörur (aðrar en A) (9-10) 56 850 49 808 51 328 71 197 97 840
Alls 247 747 251 301 247 518 319 772 442 683