Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1948, Qupperneq 16
Verziunarskýrsíur lí)4(í
Í4*
meiri (51 kg). Árið 1945 var sykurinnflutningur hingað til lands óvenju-
lega lítill, aðeins 26 kg á mann, en 2 næstu ár á undan hafði hann verið
mjög mikill.
Neyzla af kaffi og kaffibæti var um mörg ár fyrir stríðið um 6% kg
á mann að meðaltali, en á stríðsárunum gekk lnin nokkuð upp og niður,
en var þó að jafnaði tþluvert meiri en áður. Síðustu tvö árin hefur kaffi-
neyzlan verið rúml. 8y> kg á mann. Kaffiinnflutningur og innlend fram-
Ieiðsla á kaffibæti, að viðbættum innflutningi, en frádregnum útflutningi,
hefur verið svo sem hér segir árin 1942—1946:
Kaffi óbrennt Kaffi breDnt Kafíibætir Samtals
1942 .................. 2 538 2 3 212 5 752
1943 ................. 13 677 3 1 987 15 667
1944 .................. 8 658 7 1 351 10 016
1945 .................. 8 665 „ 2 429 11 094
1946 .................. 8 823 25 2 445 11 293
Innflutningur á kaffibæti var alveg horfinn, en innlend framleiðsla
komin í staðinn. Síðustu árin hefur þó aftur verið nokkur innflutningur
á kaffibæti. Þá hefur og innlend kaffibrennsla næstum alveg tekið fyrir
innflutning á hrenndu kaffi.
Innflutningur á tóbaki hefur \nxitS mikið árin 1945 og 1946. Annars
hefur hann lítið vaxið á undanförnum árum, og samanborið við mann-
fjölda hefur tóbaksneyzla lengi hér um bil sttiðið i stað, i kringum 1 kg
á mann.
Innflutningur á öli er fyrir löngu alveg horfinn, en i staðinn komin
innlend framleiðsla. Var lnin í nokkur ár um 3000 hl. á ári, en hækkaði
svo 1940 upp í rúml. 7800 hl. en síðan 1941 hefur lnin verið 16—17 þús. hl.
Hæst hefur hún komizt 17 400 hl. árið 1945, en 1946 var hún 16 300 hl. Þar
af voru aðeins um 150 hl. áfengt öl, sem var bruggað fyrir hið erlenda
setulið. En aukningin á óáfenga ölinu mun einnig að miklu levti stafa :if
hérveru setiiliðsins.
Vinandi og vinföng eru einungis flutt inn af Áfengisverzlun ríkisins.
Var þessi innflutningur mjög lítill fyrst eftir að aðflutningsbannið komst
á, en síðan jókst hann töluvert. Hækkun á A’ínfangainnflutningnum
1922 og árin þar á eftir stafar af undanþágunni, sem veitt var frá bann-
Iögunum fyx-ir létt vín (Spánarvin). Hinsvegar stafar hækkunin á sterku
vinunum árið 1935 frá afnámi bannlaganna frá byrjun þess árs, en inn-
flutningur léttra vína minnkar þá aftur á móti mikið. Síðustu 3 árin
(1944—46) hefur innflutningur sterkrá drykkja og vinanda verið miklu
meiri heldur en undanfarin ár. Sömuleiðis var innflutningur af léttum
vínum töluvert meiri en undanfarið árin 1944 og 1945, en 1946 hrapaði
þessi innflutningur aftur mikið niður.
Af efnivörum til landbúnaðarframleiðslu, sem falla
undir 2. flokk í 2. yfirliti (bls. 9*), eru þessar vörur helztar.