Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1948, Síða 25
Verzlunarskýrslur 1946
23
Áður var töluverður útflutningur af lifandi hrossum, en sá útflutn-
ingur hvarf, er stríðið hófst. 1931—1935 voru flutt út 896 hross árlega að
meðaltali, 1936—39 475, en ekkert árin 1940—1945. Árið 1946 voru aftur
flutt út um 1160 hross og fóru þau nærri öll til Póllands.
Undir flokkinn „Ýmislegt“ falla þær vörur, sem ekki eiga heima ann-
arsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl. Hin
óvenjulega mikla hækkun á þessuin lið árin 1945 og 1946 stafar af út-
flutningi á vefnaðarvörum og fatnaði lil Danmerkur eftir stríðslokin og 10
skipum, sem seld voru til Færeyja 1946.
í 6. yfirliti (bls. 20*) eru útflutningsvörurnar flokkaðar eftir notkun
og vinnslustigi. Er það gert eftir fyrirmynd Þjóðabandalagsins, alveg á
sama hált eins og 2. yfirlit um innfluttu vörurnar. í útflutningnum eru
neyzluvörurnar yfirgnæfandi, 184 millj. kr. árið 1946, enda fer fiskurinn í
8. flokk. Framleiðsluvörur voru 107 millj. kr. árið 1946. Þar af er lýsið í 5.
flokki, ull og skinn í 3. flokki, fiskmjöl í 2. flokki og skip í 7. flokki. % af
öllu útflutningsverðmætinu 1946 eru hrávörur, en aðeins M> lítt unnar
vörur, og fullunnar vörur aðeins 8%.
Þess var getið hér að framan (hls. 6*), að frá 1945 til 1946 hefði
vöruverðið hækkað á útflutningsvörunum að meðaltali um 12.o%
Þegar vörunum er skipt eftir því, frá hvaða atvinnuvegum þær stafa,
eins og gert er í 4. yfirliti, þá sést, að vöruverðið hefur hækkað að meðal-
tali um 16% frá árinu á undan á afurðum af fiskveiðum, en ekki nema um
1% á afurðum af landbúnáði.
4. Viðskipti við einstök lönd.
L’échange avec les pags étrangers.
7. yfirlit (bls. 22*) sýnir, livernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skipzt 4 síðustu árin eftir innflutnings- og útflutnings-
löndum. Síðari hluti töflunnar sýnir, hvern þátt hvert land liefur tekið
hlutfallslega í verzluninni við ísland samkvæmt íslenzku verzlunarskýrsl-
unum.
Stríðið hafði í för með sér gagngerða breytingu á viðskiptum íslands
við útlönd. Viðskipti við meginland Evrópu féllu niður að mestu leyti, en í
þess stað heindust viðskiptin að. Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada.
Árið 1945 lauk stríðinu og leiðin opnaðist aftur til meginlands Evrópu.
Síðari hluta ársins hófust því nokkur viðskipti við Norðurlönd og nokkur
lönd í Vestur-Evrópu, en að mestu voru þó viðskipti íslands árið 1945 eins
og áður við Bretland, Bandaríkin og Kanada. Frá þessum löndum komu
þá tá?p 90% af öllum innflutningnum og þangað fóru 80% af öllum út-
flulningniun. En 1946 bættust við ýms lönd í Mið-, Austur- og Suður-
Evrópu, svo að hlutdeild aðalviðskiptalandanna frá stríðsárunum (Bret-