Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Qupperneq 7
Formáli.
Á verzlunarskýrslunum hafa að þessu sinni verið gerðar tvær gagn-
gerðar breytingar. Önnur er sú, að í aðalinnflutningstöflunni (töflu III
A, bls. 4—55) er við hvert verzlunarskýrslunúmer, sem svarar til ákveð-
ins tollskrárnúmers í íslenzku tollskránni, tilgreint tollskrárnúmerið,
og ef verzlunarskýrslunúmerið nær yfir mörg tollskrárnúmer, eins og
oftast er, eru prentuð með smáletri neðan við það öll tollskrárnúmerin
ásamt vöruheitum þeirra i tollskránni og tilfært innflutningsmagn og
verð fyrir hvert þeirra. Við þessa breytingu hefur sundurliðun verzlun-
arskýrslnanna aukizt allverulega, enda hefur aðaltaflan (tafla III A)
lengzt um rúml. %. Aftan við innganginn, á bls. 34*, er skrá, er sýnir, hvar
hver vara í tollslcránni finnst í verzlunarskýrslunum, en auk þess er
aftan við töfludeildina registur eftir stafrófsröð um vörutegundir þær,
sem fyrir koma í skýrslunum.
Hin breytingin, sem gerð hefur verið á skýrslunum, er sú, að teknar
liafa verið upp enskar þýðingar á töflufyrirsögnum og vöruheitum, þar
sem áður voru franskar. Hefur þetta verið gert samkvæmt óskum kaup-
sýslumanna, er telja, að skýrslurnar með því móti geti komið að meira
gagni fyrir þá.
Breytingar þessar, einkum hin fyrrnefnda, hafa haft í för með sér
mikla aukna fyrirhöfn við verzlunarskýrsluhefti þetta og eiga því meg-
insök á því, hve síðbúið það hefur orðið, en hins vegar má gera ráð fyrir,
að breytingar þessar verði mörgum kærkomnar og stuðli að því að auka
notagildi verzlunarskýrslnanna, en að tafir þær, sem af þeim hafa hlot-
izt, vinnist bráðlega upp á næstu lieftum.
Hagstofa íslands, i október 1949.
Þorsteinn Þorsteinsson.