Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Page 9
Inngangur.
Inlroduction.
1. Verzlunarviðskipti milli íslands og útlanda í heild sinni.
The total external trade of Iceland.
Á eftirfarandi yfirliti sést árlegt verðmæti innflutnings og útflutnings
á undanförnum árum: . úifiutt umfram
Innflutt Útflutt Samtals innflult
imports exports tolal e.vp -4- iinp.
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
1896—1900 meðaltal .... 5 966 7 014 12 980 1 048
1901—1905 .... 8 497 10 424 18 921 1 927
1906—1910 — .... 11531 13 707 25 238 2176
1911—1915 — .... 18112 22 368 40 480 4 256
1916—1920 — .... 53 709 48 453 102 162 -i- 5 256
1921—1925 — .... 56 562 64 212 120 774 7 650
1926—1930 — .... 64 853 66 104 130 957 1 251
1931—1935 — .... 46 406 48 651 95 057 2 245
1936—1940 — .... 57 043 74161 131204 17118
1941—1945 .... 239 493 228 855 468 348 -=- 10 638
1943 251 301 233 246 484 547 -h 18 055
1944 254 286 501 804 6 768
1945 319 772 267 541 587 313 -t- 52 231
1946 .... 448 703') 291 368 740 071 -f- 157 335
1947 .... 519 014 290 776 809 790 -h 228 238
Árið 1947 hefur verðupphæð innflutnings verið 519.o millj. kr., en
verðupphæð útflutnings var 290.s millj. kr. Hefur innflutningurinn
hækkað frá næsta ári á undan um 70.3 millj. kr., eða um 16%, en út-
flutningurinn staðið í stað. Verðmagn innflutningsins 1947 hefur farið
fram úr vcrðmagni útflutningsins um 228 niillj. kr., en árið á undan
var mismunurinn ekki nema 157 millj. kr.
Heildarupphæð inn- og útflutningsins er eigi aðeins lcomin undir
vörumagninu, heldur einnig því, hvort vöruverðið er hátt eða lágt. Eftir-
farandi vísitölur sýna breytingar verðsins og vörumagnsins síðan
1935 (verð og vörumagn 1935 = 100). Eru allar vörur, sem taldar eru
í verzlunarskýrslunum, einnig reiknaðar með verðinu fyrir árið á undan,
og þau hlutföll, sem fást með því, notuð til þess að tengja árið við vísi-
tölu undanfarandi árs.
1) Þar af 6 020 fyrir vörur keyptar af crlendu sctuiiðunum á íslandi.