Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Qupperneq 12
10*
Verzlunarskýrslur 1947
minna á móts við hinar dýrari í innflutningnum nú heldur en áður. í út-
flutningnum er aftur á móti miklu minni munur á vörumagnsvísitölu og
þyngdarvisitölu.
Síðan 1940, er tollskráin gekk í gildi, eru innflutningsskýrslurnar
komnar í órofa samband við tollafgreiðsluna. Hagstofan fær samrit af
sltýrslu þeirri, sem gefin er til tollstjórnarinnar. í innflutningsskýrslunum
er því allt talið, sem tollafgreitt hefur verið, en hins vegar aðeins það, sem
tollafgreitt hefur verið, og á þeim tíma, þegar það er tollafgreitt. Ef vara
liggur óafgreidd í pakkhúsi skipaafgreiðslu, er hún fyrst talin innflutt,
þegar hún er tollafgreidd, og ef hún er endursend áður en hún er af-
hent innflytjanda, telst hún ekki innflutt.
1. yfirlit (bls. 9*) sýnir innflutning og útflutning i hverjum
m á n u ð i síðastliðin 3 ár samkvæmt verzlunarskýrslum. Er þar miðað
við, livenær skýrslurnar hafa verið tollafgreiddar, en ekki, hvenær vör-
urnar hafa komið til landsins.
2. Innfluttar vörutegundir.
Imported commodities.
Tafla III A (bls. 4--55) sýnir, hve mikið hefur flutzt til landsins af
hverri vörutegund. Eru vörurnar þar floklcaðar eftir hinni alþjóðlegu
vöruskrá Þjóðabandalagsins, sem var fyrst lögð til grundvallar í verzl-
unarskýrslunum fyrir árið 1938. í verzlunarskýrslunum fyrir árin 1935—
37 var líka birt aukalega tafla, sem var raðað eftir vöruskrá Þjóðabanda-
lagsins (tafla VI). Þar sem þessi vöruskrá er lágmarkslisti til saman-
burðar við önnur lönd, þá hefur sundurliðunin i verzlunarskýrslunum
á undanförnum árum verið gerð allmiklu ýtarlcgri með því að skipta
númerum vöruskrárinnar í undirliði. Þessi sundurlðun hefur nú í verzl-
unarskýrslunum fyrir 1947 verið gerð enn allmiklu ýtarlegri, þar sem
hvert einstakt tollnúmcr er gert að sérstökum lið, þar sem um nokkurn
teljandi innflutning hefur verið að ræða. Jafnframt er tckin upp sú regla
að tilfæra tollskrárnúmerið við hvern lið. Þar sem vcrzlunarskýrslu-
liður nær yfir fleiri en eitt tollskrárnúmer er þyngd og verð liðarins í
heild tilgreint með almennu letri, en þar á eftir með smáletri innflutn-
ingur hvers tollskrárliðar, sem fellur undir þann verzlunarsltýrslulið.
Öllum vörutegundum í vöruskránni er skipt í 49 vöruflokka og þeim
aftur skipt í 16 stærri vörubálka. Yfirlit uin þessar skiptingar eru í töflu 1
og II (bls. 1—3), en í sjálfri vöruskránni sést, hvaða vörutegundir teljast
til hvers vöruflokks og vörubálks.
I töflu III (bls. 4—59) sést, hvernig einstökum vörutegundum er nið-
urraðað í verzlunarskýrslunum. Er sú niðurröðun mjög' frábrugðin þeirri
niðurröðun, sem notuð er í tollskránni. En í viðaukatöflu aftan við inngang